Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 62
Póstur
Búin að senda
99 bréf og þetta
er 100asta
Sæll, háttvirtur Póstur!
Viltu nú birta lOOasta bréfiö
mitt. Ég er búin að senda þér
99 bréf og alltaf um það sama
og ekki eitt einasta hefur
fengið svar. Þá dynja yfir þig
spurningarnar. Hvernigfara
saman hrútur (stelpa) og vatns-
berinn (strákur), hrútur (stelpa)
og sporðdrekinn (strákur) . .
o.s.frv. ?
Hvaða happalitur, steinn,
stjarna og merki eru fyrir þá
sem fæddir eru . . . o.s.frv.?
Hvað merkja eða þýða
nöfnin: Guðrún, Guðlaugur,
Magnús og Reynir. Hvað lestu
úr skriftinni, hvernig er hún að
þlnu áliti, og hvað heldurðu að
ég sé gömul?
Oggeturðu sagt mér, hvað
HÚMORI er?
Svo ætla ég að koma hér á
framfæri pennavinaklúbbi:
nxÍT . nifo.
Jú, mér tókst að komast i innsta
hring Kommúnistaflokksins en
þeir heilaþvoðu mig og sendu mig
til baka til að njósna um ykkur.
... svo kveiki ég á sjónvarpinu,
les siðdegisblöðin, fæ mér
samloku, fylli út getraunaseðlana,
ræð eina krossgátu og svo þegar
ég ætla að láta vel að konunni þá
er hún sofnuð!
Universal Club, Postbox 7688,
2 Hamborg 19, Germany.
Þakka birtinguna.
Guðrún.
P.S. Þakka allt gott efni I
Vikunni, henni fer stöðugt
fram og tala nú ekki um þig, ef
þú svarar mér.
Æ, æ, æ!!! Skilurðu nú hvers
vegna þú hefur ekki fengið
svar við hinum níutíu og níu?
Pósturinn nennti ekki einu
sinni að vélrita upp öll þessi
merki og fæðingardaga, enda
alveg sannfærður um að allir
geti átt samleið með öðru fólki,
burtséð frá hvaða stjörnumerki
þeir tilheyra. Allt sem til þarf
er vilji og samningslipurð og
vandséð að stjörnumerki ráði
þar miklu um. Sama má segja
um happalitina og það allt
saman. Hugsaðu þér ef þinn
happalitur reyndist vera svartur.
Það gæti orðið erfitt fyrir þig
að standa i þeirri happalínu
það sem eftir er ævinnar, nema
að gerast annaðhvort nunna
eða lögregluþjónn. Manns-
nafnið Guðrún merkir guðlegur
leyndardómur, Guðlaugur goð-
hreinn, Magnús hinn mikli og
Reynir er viðarheiti.
Úr skriftinni les Pósturinn
ekkert, en finnst hún þó áber-
andi hroðvirknisleg, þú ert án
efa á besta aldri og húmori
kannast Pósturinn ekki við.i
Húmor þýðir hins vegar skop-
skyn.
Þakka þér ábendinguna um
pennavinaklúbbinn og einnig
hlýleg orð um Vikuna.
Daginn eftir
mundi
hann ekkert
Kæri Póstur!
Mig vantar dálitla hjálp.
Þannig er mál með vexti að ég
er hrifin af strák og ég veit að
hann er hrifinn af mér. En
hann þorir ekki að tala við
mig. Hann hefur verið að
reyna við mig I langan tíma,
eða svo segja vinir hans. Hann
hefur eitthvað talað við mig eftir
að krakkarnir byrjuðu að stríða
honum á mér. Það skeði nefni-
lega eitt kvöld á balli að hann
kaftaði af sér, því hann var l
því. Svo eftir ballið var hann
alltaf utan I mér og sagðist
vera hrifinn af mér, en daginn
eftir mundi hann ekkert. Mig
langar að biðja þig v.m ráð,
hvort á ég að bíða eða tala við
hann? Ég er að deyja úr ást.
Ein ástfangin
P.S. VIKAN er keypt hér
heima og þykir gott blað. Viltu
bæta inn I að strákurinn er 2
árum eldri en ég og ég hef einu
sinni áður verið með strák. Ég
er 13 ára. Fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Það er mesta furða hvað hand-
hægt getur verið að „gleyma”
ýmsum atvikum, sem gerast
undir slíkum kringumstæðum.
Þú getur gengið út frá því sem
gefnu að strákurinn hefur ekki
gleymt nokkrum sköpuðum
hlut en er feiminn að viður-
kenna tilfinningar sínar. Þér
ætti að vera alveg óhætt að
yrða á hann, en í guðs bænum
gættu þess að deyja ekki úr ást.
Þú ert rétt að byrja lífið og
þetta er örugglega ekki síðasta
„banvæna” hrifningin sem á
eftir að verða á vegi þínum.
... að það vevði
gert grín að mér
Kær 'i Póstur!
Ég er I svolitlum vanda svo
ég vona að háttvirt Helga sé
södd.
Þannig er mál með vexti að
ég er að verða 16 ára (það
vantar núna 3 mánuði). Ég er
ekki hrein mey en samt er ég
ekki byrjuð að fá blæðingar. Er
þetta eðlilegt eða óeðlilegt með
stelpu á mínum aldri? Mér
finnst þetta skrítið og hef
reyndar dálitla minnimáttar-
kennd, því ég er ekki með nein
brjóst, svo að segja engin.
Ég hef ekki fært þetta í tal
við neinn einfaldlega vegna
þess að ég hef það á tilfinning-
unni að það verði gert grln að
mér. Ég er ekki í neinum
vandræðum með félagsskap.
Ég vona bara og bíð eftir að
vita hverju þú svarar en samt
vona ég að þú segir mér ekki
bara að bíða, þetta komi af
sjálfu sér.
Jæja, ég hlakka til að fá
svar við þessu kroti mínu og
vonast eftir góðri leiðsögn.
1X2.
Það er ekki nema um eitt að
ræða — farðu strax til læknis!
Pósturinn getur ekki tekið á sig
ábyrgðina af þvi að reyna að
lækna fólk í gegnum bréfadálk
og þú ert komin á þann aldur
að sjálfsagt er fyrir þig að hafa
samband við lækni. Ef til vill
þarftu til dæmis á hormónagjöf
að halda. Bágt á Pósturinn
með að trúa að foreldrar þinir
myndu gera grín að þér, ef þú
færðir þetta í tal við þá. Allt
sem þessum málum viðkemur
er unglingum mjög viðkvæmt
og vandfundnir þeir foreldrar
sem gera sér ekki ljósa grein
fyrir því.
62 Vikan I. tbl.