Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 30
Draumar
Engum ber saman
um ráðninguna
Kæri draumráðartdi!
Mig langar að biðja þig að
ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir nokkrum dögum.
Margir hafa ráðið þennan
draum fyrir mig, en engum ber
saman um ráðninguna.
Draumurinn er þannig:
Ég sat á rúminu mínu og var
í náttfötum. Faðir minn kom
til mín og setti tvö gullhringi á
baugfingur hægri handar. Með
hvorum hringfylgdi steina-
snúra. Á annarri snúrunni voru
3 bláir steinar og á hinni 2
rauðir steinar og einn hvítur í
miðjunni. Þar með fannst mér
ég vera heitin vissum manni,
sem er vinur bróður míns og ég
hef engan áhuga á. Síðan
fórum við pabbi að virða fyrir
okkur hringina og fannst þeir
ekki fara vel báðir á sama
fingri, svo pabbi flutti
annan hringinn yflr á hina
höndina, en ég man ekki
lengur hvor hringurinn það
var. Síðan fór ég að virða fyrir
mér þann hring sem eftir var.
Þá fóru að falla á hann óhrein-
indi sem ég reyndi árangurs-
laust að má af en alltaf komu
aftur. Við það vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk.
9296-6445
Það er eins með þennan draum
og svo marga aðra að erfitt er
um ráðningu nema þekkja
viðkomandi mjög vel og alla
persónulega hagi. Þó er ýmislegt
sem hægt er að hengja hatt sinn
á í draumi þessum, til dæmis
tákn tengd þessum hringum.
Hvort faðir þinn á einhvern þátt
í afdrifaríkum viðburðum í lífi
þínu, sem verða fljótlega, er ekki
hægt að segja nema þekkja nafn
hans og geta tengt það
draumnum.
Að dreyma gull getur verið
viðvörun um að tefla ekki í
tvísýnu, en líklegt er að
gullhringirnir boði þér giftingu
eða fast ástarsamband mjög
bráðlega. Hver þar á í hlut sem
maki þinn er ekki hægt að
fullyrða enda vantar hér inn í
myndina nafn mannsins sem þér
fannst þú vera heitbundin. Fyrri
hringurinn boðar þér mikla gleði
og velgengni á ýmsum sviðum
og það þarf alls ekki að vera að
hringarnir tákni tvo eiginmenn,
en þó ekki útilokað. Einhvern
skugga ber á samband þitt við
makann og er það mest undir
þér sjálfri komið hvernig til
tekst. Margt er óljóst í bréfi þínu
og til þess að geta ráðið
drauminn að gagni vantar nöfn
föður þíns og vinar bróður þíns,
upplýsingar um náttfötin sem
þú klæddist og einnig rúmfötin
og önnur smáatriði, sem öll
skipta miklu máli við ráðning-
una.
Pennavinir hittast
í draumi
Kæri draumráðandi.
Ég og ítölsk pennavinkona
mín yrðum þér mjög þakklát ej
þú vildir ráða fyrir okkur tvo
drauma. Annar er frá henni og
er hann á þessa leið:
Hana dreymdi að ég væri
kominn til hennar á Ítalíu og
að ég væri orðinn heilbrigður.
(Ég hef verið mikið veikur
undanfarið.) Nú, ég tók utan
um hana og leiddi hana upp í
íbúð hennar, sem er á flmmtu
hæð. En eins og ástandið er
með mig í dag þá hefði ég
aldrei getað það. Ég var þarna
I bláum fötum, en það flnnst
mér svolítið skrítið því við
höfum aldrei hist, en fyrir
nokkrum árum gekk ég alltaf I
bláu.
Hinn draumurinn, sem mig
dreymdi, er á þá leið að ég var
kominn til Itallu á skipi á stað
sem ég kom á fyrir nokkrum
árum. Þar hitti ég penna-
vinkonu mína og systur
hennar. Við fórum á ball
saman og endaði það þannig að
ég missti af skipinu. Þá sagði
hún að það væri allt I lagi, ég
kæmi bara með henni heim og
samþykkti ég það samstundis.
Ég var alveg heilbrigður I
þessum draumi. Annað var það
nú ekki og ég yrði ægilega
þakklátur ef þú vildir ráða
þetta fyrir okkur.
Takk fyrirfram.
Pennavinir
Það eru ýmis ákveðin tákn í
þessum draumi, sem jafnvel
benda til afgerandi breytinga á
lífsmynstri þínu og óvæntra
tiðinda. Þó vantar ýmislegt til
þess að draumráðandi geti
verið viss í sinni sök og því
ættir þú að senda inn aftur
þessa drauma og skýra þá
nákvæmar frá ýmsum smá-
atriðum í hvorum draumi.
Jafnvel einhver smáatriði um
þig sjálfan, því það auðveldar
óneitanlega ráðninguna. Nafn
þitt og heimilisfang vantaði
undir bréfið og við gerðum að
vísu undantekningu með
birtingu núna en það þarf að
fylgja næsta bréfi. Draum-
ráðandi er bundinn þagnarheiti
og því alveg óhætt að láta það
fylgja bréfinu.
Silfurhringur á 19
þúsund
Kæri draumráðandi!
Mig dreymir afar sjaldan og
undantekning ef ég man
draumana. Þess vegna er ég
sannfærð um að þessi draumur
hafl sérstaka þýðingu. Hann
var svona:
Ég keypti mér hring,
silfurhring, á 19 þúsund
krónur. Hann var úr mjórri
silfursnúru með himinbláum
steini vinstra megin, en hægra
megin var steinn (með sama lit)
sem myndaði kross.
Þetta var draumurinn en
mér fannst endilega, þegar ég
vaknaði, að þessi draumur ætti
að tengjast eitthvað ungum
syni mínum. Með þökk.
3265-9608
Draum sem þennan er næstum
ómögulegt að ráða að nokkru
gagni nema því aðeins að vita
talsvert um persónulega hagi
dreymandans. Silfurhringur
getur táknað órofa vináttu
dreymandans við einhvern
ákveðinn og ýmislegt í draumi
þessum bendir til að svo verði.
Blái liturinn á steininum og
krossmyndin tákna einnig það
sama, gleði og góðan árangur í
ákveðnu máli eftir harða og
langa baráttu. Hvort það tengist
syni þínum á einhvern máta skal
ósagt látið, til þess þarf miklu
meiri upplýsingar ykkur báðum
viðkomandi.
Bréf frá kunningj-
anum
Kæri draumráðandi!
Þetta er I annað sinn sem ég
skrifa þér og í fyrra skiptið
fékk ég svar, sem ég þakka
fyrir. Ég vona að þú birtir
þetta því það er mér svo mikil-
vægt.
Mér fannst ég fá bréf frá
kunningja mínum, strák sem ég
er hrifln af og hef aðeins verið
með. Þessi strákur býr úti á
landi. Ég varð mjög hissa því
að honum finnst leiðinlegt að
skrifa og skrifar mér aldrei.
Hins vegar hef ég skrifað
honum.
Ég man ekkert eftir því hvað
hann skrifaði, nema ein
setningin endaði á X mín (X er
nafn mitt). Ég varð mjög glöð
yflr að hann skyldi segja X
min. En svo varð ég fyrir von-
brigðum, því ég sá að það var
ekki mín heldur XY (Y er
viðurnefni mitt). Bréflð var
mjög stutt, um það bil ein síða
á stœrð við litla stílabók. Hann
skrifaði með svörtu bleki.
Kæri vinur minn, herra draum-
ráðandi. Ég vona að þú birtir
þetta og það fljótt.
Bæ, bæ.
XY ástfangna
Ýmislegt í þessum draumi
bendir til þess að nánara
samband við þennan tiltekna
kunningja gæti bakað ykkur
báðum mikla erfiðleika. Margt
bendir þó til að hann sé ekki
með öllu áhugalaus um frekara
samband en að öllu skuli farið
með mestu gát og allar vanhugs-
aðar framkvæmdir geti haft
neikvæð áhrif á framgang mála.
30 Vikan l.tbl.