Vikan


Vikan - 06.03.1980, Side 23

Vikan - 06.03.1980, Side 23
hjálpa þér við að borða." Það á að tala venjulegt fullorðinsmál við börn. Þá læra þau að heyra rétta merkingu orða og setninga, rétta uppbyggingu máls. rétt hljóðfall og fá góða fyrirmynd sem örvar áframhaldandi málþroska. Að örva málþroskann í byrjun annars árs reynir barnið gjarnan að likja eftir því sem fullorðnir segja, en barnið notar sitt eigið orðalag sem er einfalt og auðvelt. Þróun málsins er yfirleitt fremur hæg eftir að barnið hefur lært að segja fyrstu orðin. Margir foreldrar geta orðið órólegir og finnst lítið gerast. Það er langalgengast að málþroskinn taki stökk við 18-20 mánaða aldurinn og þá lærir barnið hvert orðið á fætur öðru. En þetta er sá timi sem barnið notar gjarnan eitt orð yfir hluti sem hafa margs konar merkingu. „Bangsi” getur t.d. merkt „ég vil fá bangsa” eða „hvar er bangsi” eða „þetta er minn bangsi". Næsta stig í þróuninni er að barnið getur sagt um það bil tvö orð. t.d. „pabbi fara." Barnið lætur nú í ljós hvað því finnst og hvað það vill með örfáum orðum og oft endurtekur það þessi sömu orð i sífellu. Við tveggja ára aldur er barnið á mörkum þess að komast inn i „virkt máltímabil”. Eftir tveggja ára aldur tala mörg börn með fleiri en tveimur orðum og mörg talu furðanlega rétt mál. Vert er að hafa í huga að sum börn eru mjög fljót til máls en önnur sein. Þau síðarnefndu geta hins vegar tekið málþroskann út i stökkum. Drengir eru yfirleitt seinni til máls en stúlkur. Málþroski barna er ekki i beinu sambandi við greindarþróun barnsins. Það er oft mikið metnaðarmál fyrir foreldra að börn byrji snemma að tala og margir hafa áhyggjur i því efni. En það er ekki ástæða til að hafa þungar áhyggjur út af málþroska barns þótt það „tali” ekki nema lítið við tveggja ára aldur. Fyrstu tvö árin eru aðallega undirbuningur fyrir seinni málþróun. Þó svo að barnið tali ekki við tveggja ára aldur er engu að síður mikilvægt hvað gerist á þessum tveim fyrstu árum. Öll reynsla af umhverfinu, að talað sé við börnin, að hlustað sé á þau, að skoðaðar séu einfaldar bækur, að lesið sé fyrir þau, ailt örvar þetta málþroska barnsins. 10. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.