Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 31
Stjörnur Hvor er stærri? Þaö byrjaði í samkvæmi í New York. Söngkonurnar Barbra Streisand og Donna Summer höfðu komið sér fyrir uti í homi og ræddu saman af miklum áhuga. Áður en samkvæminu lauk höfðu þær komist að niðurstöðu: Við syngjum saman á plötu. Og þær stöliur voru ekkert að tvínóna við hlutina heldur tilkynntu plötuutgáfum ' | sínum tafarlaust þessa ákvörðun. Og það varð upphafið að stóru vandamáli. j Hvor þeirra er meiri stjama? Hvernig á að deila ágóðanum? Hvort nafnið á að nefna á undan á plötunni? Loks fannst lausn á málinu: Plötuútgáf- urnar skipta upplaginu á milli sin og hvor um sig greiðir sinni stjörnu hærra kaup. Nafn Donnu Summer er á undan nafni Streisand á plötunni en aftur virkar hún aðeins hærri á mynd- inni á albúminu. í raun og veru er hún þó nærri höfði lægri en Donna. En það vandamál var leyst með nokkrum símaskrám. Þannig fæst ekkert raun- verulegt svar við þeirri spurningu hvor sé stærri. Barbra og Donna: Saman á plötu. Bo Derek. nýjasta sexbomban í Hollywood, gefur þeim draum byr undir báða vængi að enn sé unnt fyrir ungar fegurðardísir að leggja land undir fót til draumaborgarinnar og j verða frægar á einni nóttu. Það hefur þó þótt nokkuð dularfullt með Bo Derek að I öllum auglýsingaherferðum er aldur hennar talinn 23 ár. Miðað við fortíð hennar hlýtur einhver að hafa ruglast I talnafræðinni. Hún var áður gift John Derek fyrrverandi eiginmanni Ursulu Andress og hefur nú lokið við að leika i nýjustu kvik mynd Blake Edwards (Bleiki pardusinn). Þessi ber heitið ,.10”. Þetta er hresta einkunnin sem Bo Derek: Fræg á einni nóttu. ÞJÓÐVEG URTIL KÍNA amerískir karlmenn gefa konu fyrir kynferðislegt aðdráttarafl og á ekkert sameiginlegt með þeim 1000000 dollurum sem framleiðendur hafa eytt til að auglýsa þessa nýju stjörnu sina. Það er annars undarleg tilviljun að Ursula Andress náði heldur engri frægð fyrr en eftir að hún var skilin við John Derek. Fyrir þetta fyrsta aðalhlutverk sitt fékk Bo 35.000 dollara I sinn hlut — og jafnskjótt og myndatöku var lokið hafði hún ráðið sig I annað hlutverk fyrir 50.000 dollara. Leikstjóri hennar er enginn annar en John Huston og myndin á að heita Þjóðvegur til Kína. Cliff Richard: Kristileg auömýkt. Mein- læta- maður Stjörnurnar virðast eiga eitt sameigin legt með börnum og þroskaheftum. Fólk er mun fúsara til að sjá i gegnum fingur sér með ýmislegt sem betur mætti fara í hegðun þcirra en annarra. Samt getum við ekki orða bundist yfir þeini ofboðs- lega tvískinnungi sern kemur fram í viðtali við Cliff Richard i svissnesku vikublaði. Og allt undir yfirskini kristi- legrar auðmýktar. Spurning blaðsins var þessi: — Hvert er álil trúmannsins Cliffs Richards á kynferðismálum? — Ég er á móti kynmökum utan hjónabands. — Ertu giftur? — Nei, ég hef aldrei veriðgiftur. — Þýðir það þá að þú hafir aldrei komið nálægt kvenmanni? — Það eru ekki nema 14 ár síðan ég frelsaðist. — Laðastu kannski frcniur að eigin kyni? — Nei, alls ekki. Ég held mig bara við Bibliuna sem fordæmir kynmök utan hjónabands. Og svo er það spurningin, hvort Cliff lifir í raun og veru sem algjör meinlæta maður eða á sér sinar unaðsstundir með báðum kynjum eins og illgjarnar tungur vilja halda fram. 10. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.