Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 48

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 48
SkíÖaskólinn I ptógafingunum lærðum við að hreyfa skiðin (hælana) sundur og saman og beita innri köntunum og að láta þau fljóta á snjónum ýmist svo til flöt eða með mikilli kantbeitingu. Þar með lærðum við undirstöðuatriði í að stýra skíðunum, þvi að allar beygjur byggjast meira og minna á haslhreyfingu út og að setja skíðið á innri kant um leið. Þriðja atriðið sem kemur næst við sögu og er ekki síður mikilvægt en hin fyrri tvö er: ÞUNGAFLUTNINGUR AF EINU SKÍÐI Á ANNAÐ Litum nú á mynd nr. 1. Þetta er venjuleg plóg- staða, hælar í sundur, innri kantar i snjónum og sami þungi á báðum skíðum. Á meðan við stöndum þannig jafnt á skíðunum rennum við beint niður brekkuna. Eins og þið sjáið visar vinstra skíðið til hægri og hægra skiðið til vinstri. Það liggur þvi i augum uppi, að færum við meiri þunga á annað skiðið, þá beygjum við í þá átt, sem skíðið stefnir. En til þess að beygjan takist vel, er ekki nóg að færa þungann á skiðið, við verðum að ýta hælnum á skiðinu út um leið, þ.a. stýra okkur með hælnum. Á meðan verið ar að átta sig á þessum þungaflutningi og hæl- stýringu, er tilvalið að gera litlar beygjur sem næst falllinunni, stíga til skiptis á hægra og vinstra skíði og renna hælunum út um leið (sjá myndir nr. 1-5). Skoðum nánar, hvað gerist i hverri beygju fyrir sig. Við byrjum i plóg með sama þunga á báðum skiðum og hendur á hnjám (lærum) eins og áður til þess að hafa betra jafnvægi og til þess að koma í veg fyrir óæskiiegar armsveiflur og bolhreyfingar. Við skulum nú láta okkur renna af stað i plógnum og fara að engu óðslega. Þegar vlð finnum, að jaf nvægið er i góðu lagi, ýtum við vinstri hæl út og gefum eftir í hnjám um leið (til þass að fá mýkt i hælhreyfinguna og auðvelda hana) og færum þungann á skiðið. Ef allt er með felldu eigum við að beygja núna til hægri. Við siökum þvi næst örlítið á hnjánum (réttist örlítið úr þaim og hendur færast ofar á læri), við byrjum svo beygjuna til vinstri með þvi að stýra okkur með hægri hæl (ýta honum út) og fjaðra um leið mjúkt i hnjám og flytja þungann á skiðið. Reynið að láta hælhreyfinguna út, fjöðrunina i hnjám og þungaflutninginn renna saman. Og þannig koll af kolli niður alla brekkuna. Nú skulum við æfa okkur i „alvörubeygjum" eins og við sjáum hér á opnunni. Við byrjum í venjulegri plógstöðu og rennum okkur á ská í brekkuna (6. mynd). Þunginn hvílir meira á neðra skiðinu, hendur á lærum rétt ofan við hné. Við byrjum nú að stýra okkur með vinstra skíðinu, sem er ytra skíðið i beygjunni. Eins og i litiu beygjunum, sem við æfðum okkur í fyrst, rennum við hæinum á „stýriskiðinu" út og látum það liggja svo til fiatt á snjónum á meðan og stöndum vel á neðra skiðinu (þetta hvort tveggja auðveldar hreyfingu skiðisins út). Nú byrjar þungafiutningurinn yfir á stýriskiðið. Við höllum okkur örlítið yfir vinstra hnéð og rennum hendinni neðar um leið og þrýstum hnénu fram (stýrum um leið hreyfingu skíðisins með hnénu), sjá 7. mynd. Því meir sem okkur bur í beygjuáttina þvi meira flytjum við þungann yfir á stýriskíðið og beitum innri kanti þess einnig meir (með því að ýta hnénu hæfilega inn á við). r. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.