Vikan


Vikan - 27.03.1980, Síða 25

Vikan - 27.03.1980, Síða 25
Handavinnuhornið VIKAN og Heimilis- iðnaðarfélag íslands Eitt vinsælasta efni blaðsins hefur löngum verið talin handavinna. En því miður hefur ekki verið hægt að sinna því efni sem skyldi vegna margvís- legra örðugleika, þó svo að viljinn væri fyrir hendi. En nú er vonandi ráðin bót á því vandamáli og handavinnuunnendur geta horft fram á betri tíma. Vikan hefur bundist samkomulagi við Heimilisiðnaðarfélag íslands sem frá og með þessu tölublaði ætlar að hafa hönd í bagga með útvegun handavinnuefnis. Áhersla verður lögð á innlent efni því eins og stendur í lögum félagsins er tilgangur þess að vinna að verndun þjóðlegs íslensks heimilisiðnaðar og vekja áhuga landsmanna á þvi að framleiða fallega, nytsama hluti, er hæfi kröfum nýs tíma, en hafi rót sína í hinum gamla, þjóðlega menningararfi. Fyrr á öldum þekktust ekki hin nýtisku- legu vinnubrögð okkar tima. Þá fór öll vinna fram á heimilunum og vekur það oft furðu hve fagrir hlutir voru unnir með frumstæðum vinnubrögðum og úr litlum efnum. Fallegur vefnaður og önnur handavinna ber ótviræðan vott unt það. En timarnir breytast og það sem fjölskyldan vann áður i samvinnu á heimilunum er nú fjöldaframleitl i verk- smiðjum og smám saman hurfu þessi fornu handbrögð sem notuð voru svo að segja á hverju heimili hér áður fyrr. Ekki voru allir sem sættu sig við að tapa niður arfleifð forfeðra vorra á þennan hátt og sögðu að þó þetta væri geymt þá væri það ekki gleymt. Og upp ^r aldamótunum og ekki sist eftir hátiðahöldin 1911 i tilefni afmælis Jóns Sigurðssonar gerðu æ fleiri sér grein fyrir þjóðlegu gildi þessara verðmæta. í framhaldi af stofnun Þjóðminjasafns var siðan 1913 stofnað Hcimilisiðnaðarfélag Íslands, sem hafði það að aðalmarkmiði að endurreisa islenskan iðnað á þjóðleg um grundvelli. framleiða fallega og nytsama hluti er hæfðu kröfum nútímans en eigi rót sína að rekja til hins gamla þjóðlega menningararfs. Í dag er þetta félag í fullum gangi og vinnur að því að ná takmarki sinu á ýmsan hátt og er verslunin Íslenskur heimilisiðnaður undirstaða alls starfsins. Allur ágóði af verslunarrekstrinum fer i upplýsingastarfsemi því félagið nýtur litilla sem engra styrkja. Verslunin var stofnuð i samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins, á Laufásvegi 2 og i Hafnarstræti 3. Að Laufásvegi 2 er einnig til húsa Heimilisiðnaðarskólinn sem býður upp á margvísleg námskeið eins og vefnaðar námskeið fyrir börn og fullorðna. hnýtingarnámskeið og stutt framhalds námskeið i ákveðnum vefnaðargreinum. Bótasaumur er ný grein og afar vinsæl og eins snælduspuni. þar sem þátt takendum er kennt að búa til sitt eigið band. Á spunanámskeiðum er kennt hvemig á að vinna ullina og kniplnám- skeið eru haldin öðru hvoru. Í vetur voru haldin jólaföndurnámskeið og var aðsóknin svo gifurleg að þau voru haldin svo að segja allan sólarhringinn. Einnig hefur verið boðið upp á námskeið i spjaldvefnaði. útsaumi. útskurði og prjóni. Öll þessi námskeið eru auglýst i dagblöðum þegar vor- og haustmisseri byrja og fer starfsemin að mestu leyti fram á kvöldin. Að sögn Sigríðar Halldórsdóttur, skólastjóra Heimilisiðnaðarskólans, og Stefáns Jónssonar. fornt. félagsins. nýtur skólinn gífurlegra vinsælda og annar engan veginn eftirspurn. Hann er rekinn án nokkurra styrkja og verðtir jx'i að standast samkeppnina við aðra skóla. Aðalmarkmið skólans er að vekja áhuga á gömlum vinnubrögðum. samræma þau þörfum nútimans og stuðla þannig að auknum gæðum handavinnunnar. Kennarar við skólann eru allir stunda- kennarar með réttindi og að loknu hverju námskeiði fá þátttakendur vottorð tim að jreir hafi stundað |xtta nám. Heimilisiðnaðarfélag Íslands er aðili að norrænunt samtökum heimilisiðnaðarfélaga, Nordens Husflidsforbund. Haldin eru þing 3ja hvert ár, á íslandi var þingið haldið 1977 og nú í ár kemur það i hlut Noregs að bjóða þátttakendum heim. ísland hefur hug á að kynna refilsaum á þessu komandi þingi og i þvi sambandi munu verða haldin námskeið í þeirri grein á næstunni. A undanfömum árum hefur farið fram ráðunautastarfsemi á veguni Heimilisiðnaðarfélagsins og sá Sigríðúr Halldórsdótlir lengst af um þá starfsemi. Þá gátu kvenfélögin um land allt haft samband við félagið um kennslu í ákveðnum greinum. Síðan Sigriður lók ,við skólastjórastarfinu hefur ekki verið unnt að halda |x;ssari þjónustu áfram. en von stendur til að það horfi til bóta. Einnig hefur félagið gefið út ársritið Hiigur og hönd og gefið út nokkrar munsturbækur. Vikan lýsir vfir ánægju sinni með að hafa komisl að samkomulagi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands og vonar að |xnia samstarf eigi eftir að verða lesendum til gagns og fróðleiks. Reynt verður að hafa viðfangsefnin sem fjölbreyltust svo allir geli fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er von Vikunnar og Heimilisiðnaðarfélagsins að þetla megi auka áhugann á islenskum verðmætum og verða hvatning til þess að handavinnuunnendur vinni úr íslenskum efnum eftir íslenskum fyrir- myndum. I HS 13. tbl. Vikan 2S

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.