Vikan


Vikan - 27.03.1980, Side 31

Vikan - 27.03.1980, Side 31
Popp The Police Þetta er ein athyglisverðasta popphljómsveitin sem fram kom í Bretlandi á síðasta ári. Þarlend popptímarit hafa síðustu misseri farið lofsamlegum orðum um ágæti hljóm- sveitarinnar sem þykir frumleg í laga- smíðum og framkomu. Músik löggu tríósins er einföld og stilhrein. Sjaldnast er notast við fleiri hljóðfæri en gítar, bassa og trommur og söngvarinn. Sting, auðkennir lögin með hárri rödd sinni. Þótt Police sé nýlega komin frani i Þorgeir Ástvaidsson sviðsljósið er ekki eins og þær löggur séu aðstlga sín fyrstu spor i hljómlistinni þvi bæði Stewart Copeland, trommur, og Andy Summers, bassi, hafa um árabil fengist við ýmiss konar tónlist og þvi þrautreyndir. PJötur Police fram á þennan dag eru tvær: Outlandos d'Amour og Regatta de blanc, en sú síðarnefnda hefur náð miklum vinsældum og álitin hornsteinn að frekari velgengni hljómsveitarinnar á komandi árum. Innrás frá Mars Innrás frá Mars? Nei. Þetta er heldur ekki bandarisk eða rússnesk geimrann sóknarstöð heldur tilheyrir ferlíkið hljómsveitinni Electric Light Orchestra. Ef myndin prentast vel má greina meðlimi hljómsveitarinnar sem peð á botni skálarinnar. Alls vegur búnaður þessi rúmlega 7 tonn og hefur að geyma mörg hundruð Ijóskastara sem I öllum regnbogans litum lýsa upp hjúpinn og allt sem innanborðs er. Fjölmargar sprautur og blásarar spúa reyk í allar áttir með tilheyrandi suði og skruðning- um. Þegar svo hljómsveitin leikur skelfur allt og nötrar og er ekki furða þótt hljóðfæraleikararnir hafi kvartað i fyrstu vegna hræðslu og óöryggis, en tveir aflmiklir lyftarar bera hjúpinn sem vegur 3 1/2 tonn. Það hlýtur að vera óþægileg tilfinning að hafa þetta hlass hangandi yfir höfði sér. Engu að siður tilkomumikil sjón fyrir áhorfendur og til þess er leikurinn gerður. ELO kom fyrst fram I geimskipi þessu á hljómleikum sem haldnir voru á Wembley-leikvanginum I London i júní 1978. Sjónvarpað var frá hljómleik- unum og hefur BBC þurft aðendursýna þáttinn tvívegis vegna mikillar eftir spurnar og mun það vera einsdæmi I sögu þeirrar sjónvarpsstöðvar. Islenska sjónvarpið sýndi þátt þennan á siðasta ári. Áðurlýstum tæknibúnaði hefur nú verið lagt enda afar dýr i meðförum — hann var í umsjá 15 manna og tók uppsetningin a.m.k. 2 daga. Dýrt uppátæki sem mikla athygli vakti en margborgaði sig. 13. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.