Vikan


Vikan - 27.03.1980, Side 47

Vikan - 27.03.1980, Side 47
hefðu verið klofnir ur vitundarlifi miðilsins, höfðu furðulega lítil áhrif. Hins vegar verkuðu lyf, sem búist var við að hefðu lítil áhrif, miklu meira á stjórnendurna en vænst hafði verið. Nú notaði frú Garrett mikið adrenalín. Ef stjórnendurnir voru klofningar úr vitundarlifi hennar mátti gera ráð fyrir að þeir væru jafnvanir þessu lyfi og miðillinn. En það reyndist hafa nákvæmlega sömu áhrif á Uvani. eins og vænta mátti um mann, sem er að fá inntöku af þessu lyfi i fyrsta sinn. Abdul Latif varð einnig fyrir miklum áhrifum af þessu lyfi, og hjartastarf- semin breyttist til muna. En þegar morfíni var spýtt inn í líkama miðilsins hafði það miklu minni áhrif á stjórnendurna en búist hafði verið við. Þá reyndu rannsóknarmennirnir belladonna. Þeim til mikillar furðu hafði þetta lyf hressandi áhrif á Abdul Latif, en mjög litil á Uvani. En þegar frú Garrett fékk þetta lyf i vökuástandi hafði það þau áhrif á hana sem venjulegt er. Við rannsókn á vöðvum og taugum kom það í ljós, að þegar Uvani var stjórnandinn varð líkami miðilsins nærri því lamaður, einkum fæturnir. Þegar Abdul Latif tók við stjórninni varð hægra hnéð lamað og fóturinn fyrir neðan það. En þegar sömu tilraunir voru gerðar á frú Garrett vakandi var allt í lagi. eins og á heilbrigðu fólki. Eins og lesendur hafa lesið höfðu þessar rannsóknir i för með sér óskaplega meðferð á miðlinum. frú Garrett. Enda fór svo að þær gepgu svo nærri henni, að hún varð veik um þrjá mánuði eftir þær. Hún var í þeirri hættu að missa miðilsgáfu sina, eins og að minnsta kosti einn læknirinn benti á. Auk þess var heilsa hennar einnig í hættu með þessari hroðalegu meðferð. En frú Garrett lét ekkert á sig fá. Ástríða hennar til þess að leggja sinn skerf til vísindanna i þessu máli var óbilandi. Og árangurinn af þessu mikla starfi hefur orðið meiri en svo, að séð verði út fyrir hann i skjótu bragði. Hún hafði ekki einungis fengið það sannað með vísindalegum hætti, að stjórnendur hennar væru sjálfstæðar, ósýnilegar verur. Hún hafði líka sannað það, að því fer svo fjarri, að það sé rétt sem efnishyggjan heldur fram, að likaminn framleiði sálina, að það er þvert á móti undir þeirri sál komið sem í líkamanum býr hver einkenni líkamans verða. Þetta kom greinilega fram i þvi i tilraununum, að líkami frú Garrett varð allt öðruvisi þegar Uvani réð yfir honum en þegar Abdul Latif gerði það. Og honum er á allt annan veg háttað, þegar sál miðilsins notaði hann sjálf. Og svo halda menn þvi fram, að kenningar spiritismans séu ekki sann- aðar! Þetta er aðeins ein af ótal mörgum öðrum. ★ Tilboðsverð: 410.000,- þús. kr. Áður: 574.000,- þús. kr. 164 þúsund krónaverðlækkim á Electrotux kæliskápum í takmaikaðan túna! Við höfum fengið eina sendingu af hinum afarvinsælu Electrolux kæliskápum með sérstökum kjörum. Þess vegna getum við boðið kæliskápa á lægra verði en áður. Ath. Tilboðsverðið á aðeins við kæliskápa úr þessari einu sendingu. Electrolux heimilitæki fást á þessum útsölustöðum: Akranes: Þórður Hjálmsson, Borgarnes: Kf. Borgfirðinga, Patreksfj.: Baldvin Kristjánsson, ísafjörður: Straumur hf„ Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson, Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauðárkrókur Hegri sf., Siglufjörður: Gestur Fanndal, Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf„ Akureyri: K.E.A., Húsavík: Grímur & Árni, Vopnafjörður Kf. Vopnfirðinga, Egilsstaðir: K.H.B., Seyðisfjörður: Stálbúðin, Eskifjörður: Pöntunarf. Eskfirðinga, Neskaupsstaður: Kr. Lundberg, Höfn: K.A.S.K., Þykkvibær: Fr. Friöriksson, Vestmanneyjar: Kjarni sf„ Keflavlk: Stapafell hf. Vorumarkaöurinn hí. JÁRMÚLÁIa S:86117 i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.