Vikan


Vikan - 27.03.1980, Síða 48

Vikan - 27.03.1980, Síða 48
Páskaföndur Nú skreytum við fyrir páskana Póskalilja á svörtum grunni Agla Marta Marteinsdóttir, vinnur við innanhússarkitektúr. Agla Marta valdi að mála hið hefðbundna tákn páskanna, páska- lilju, á sitt egg. En f stað páskalit- anna sem hvað vinseelsstir eru í skreytingar, guh, grænt og rautt, ákvað hún að breyta út af venjunni og nota uppáhaldslitina sfna, svart og hvht, í staðinn. Og eins og sést á myndinni minnir eggið einna helst á graffk-listaverk fyrir bragðið. Agla Marta málaði með tússlitum og lakkaði sfðan yfir, því tússlitirnir vilja renna til. Nú líður senn að páskum og eflaust eru margar fjöl- skyldur komnar á fulla ferð með páskaundir- búninginn. Sumir skreyta húsin í hólf og gólf með gulum ungum og öðru páskaskrauti, en aðrir láta sér nægja að mála nokkur egg til skreytingar á hátíðarborðið. — En það er hægt að skreyta hænu- egg á marga mismunandi vegu, og eftir aðgerðina eiga mörg þeirra heima í glerkössum á stáss- hillunni. Því til sönnunar báðum við f jórar hagleiks- manneskjur: Tryggva Árnason, Ragnhildi Stefánsdóttur, Öglu Mörtu Marteinsdóttur og Svein Kaaber, um að mála eitt egg handa Vikunni. Og eins og að líkum lætur varð árangurinn f jölbreyttur. En þegar við fengum eggin í hendurnar fannst okkur ómögulegt annað en að búa til fallega skreytingu utan um lista- verkin. Við leituðum á náðir Hendriks Berndsen, blómaskreytingamannsins kunna í Blómum og ávöxtum, og báðum hann liðsinnis. Hann bjó til handa okkur fallega og einfalda skreytingu og lét eggin hanga á greinunum. Ef farið er eftir skýringar- myndunum ættu allir að geta útfært þessa hugmynd eftir efnum og smekk. HS 48 VíKan 13. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.