Vikan


Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 7

Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 7
sprautur, bólusetningar og sjúkrahúsvist stafar. Er þessi hræðsla t.d. tákn fyrir óöryggi, aðskilnaðarkvíða frá foreldrunum, einhvern sjúkdóm, sárs- aukann sem slíkan eða hræðslu við að eitthvað gerist með líkamann? Eða er þessi hræðsla ef til vill tilkomin vegna þess að það er leyfilegt að vera hræddur við sprautur en að búið er að innræta börnum að hafa hemil á hræðslu i mörgum öðrum tilvikum? Hver svo sem orsök þessarar hræðslu kann að vera er það fullvist að rannsóknir á sjúkrahúsaleikjum barna hafa leitt í Ijós að börn halda oft að bólu- setning sé hegning fyrir að þau hafi verið óþæg eða óhlýðin. Þau skynja sprautur gjarnan sem grimmdarlega árás frá einhverjum sem er þeim yfirsterkari og sem tákn fyrir ofbeldi. Börn líkja sprautum gjarnan við byssur, hnifa og sprengjur. Það er sérlega mikilvægt að reyna að hjálpa börnum á forskólaaldri, þ.e. 2-5 ára börnum, með sjúkrahúshræðslu. Börn á þeim aldri eiga mjög erfitt með að orða hræðslu þar sem vitsmuna- legur þroski er ekki nægur. Þau geta því ekki fengið útrás fyrir hræðslu með því að tala. Stærri böm eiga auðveldara með að þola hræðslu og einnig auðveldara með að taka á móti upplýsingum, til að undir- búa sig fyrir aðstæður eins og sjúkrahús- heimsókn. Stærri börn eiga einnig auðveldara með að fá útrás með því að tala um hlutina. Að hjálpa börnum að yfir- vinna hræðslu Nefnd hafa verið nokkur atriði til að hjálpa börnum til að yfirvinna hræðslu þegar sjúkrahús, læknar og tannlæknar eru annars vegar. 1. Segja barninu sannleikann. Segja barninu frá þvi sem á að gerast og reyna ekki að sannfæra það um að t.d. bólusetning valdi ekki sársauka. 2. Láta barnið fá leikföng. Það sem börn geta ekki látið í Ijós með orðum geta þau iðulega látið í Ijós með leik, t.d. læknisleik og með því að lita og mála. Þetta á sérstaklega við börn á forskólaaldri sem þurfa að fá útrás fyrir tilfinningar í leik. 3. Barnið þarf tíma. Barnið þarf bæði vissan tíma til undir- búnings og einnig tíma eftir heimsóknina til að fá útrás fyrir hræðslu. Neikvæð viðbrögð þurfa að koma fram, og oft geta einfaldir hlutir eins og t.d. það að barnið fær að eiga sprautu, sem það getur leikið sér að, hjálpað því til að skynja eigin hræðslu. 4. Vera hjá barninu. Reynslan hefur sýnt að betri árangur næst í meðferð ef foreldrar eru með barninu á sjúkrahúsinu. Þetta á þó sér- staklega við um lítil börn þar sem þau eru langhræddust um að verða yfirgefin. 5. Starfsfólk á að gefa barni upplýsingar. Ef starfsfólk spítala talar um barnið við foreldrana án þess að tala beint til barnsins sjálfs getur það aukið á hræðslu og vanmáttarkennd barnsins. Starfsfólk ætti i flestum tilvikum að snúa sér beint til barnsins, útskýra fyrir þvi hvað á að gerast og tala við það á meðan athöfnin stendur yfir. Það beinir athygli barnsins gjarnan yfir á aðra hluti og barnið gleymir hræðslunni. 6. Sýna barninu skilning. Barn ætti að eiga rétt á því að sýna hræðslu og að aðrir viðurkenni að hræðsla er og getur verið eðlileg. Þegar reynt er að sannfæra barn um hvað það sé duglegt þegar það skynjar sjálft að það sé mjög hrætt. ber það iðulega lítinn árangur. Það hjálpar barninu meira i slíkum tilvikum að fullorðnir sýni að þeir skilji hræðslu barnsins. 1 myndum sem börn hafa teiknað af starfsfólki sjúkrahúsa hefur komið í Ijós að barn misskilur oft bros eða hlátur starfsfólks þegar það er sjálft hrætt. Bros sem er vel meint og vingjamlegt skynja börn gjarnan eins og verið sé að sýna þeim fyrirlitningu. Hræðslu er ekki hægt að útiloka með því að brosa, og því er betra að fullorðnir viðurkenni hana fremur en afneiti. DINNI & DINNI V Hí, hí, hvar fékkstu svona lekkera peysu, Geitskeggur? y Ha, ha, hal Ef þú gerir grin afl henni, þá segi ég mömmu. Hún prjónafli hana. Hypjaðu þig svo. 14. tbl. Vikan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.