Vikan


Vikan - 03.04.1980, Page 17

Vikan - 03.04.1980, Page 17
hafa komið er Jesús gaf upp andann. Á föstudaginn langa og páskadagsmorgun eru haldnar margar guðsþjónustur í Grafar- kirkjunni og komast færri pílagrímar að en vilja. Fyrir utan hina gömlu borgar- múra er staður sem kallast Gordons Golgata, forn grafar- garður með klettagröf sem talin er vera frá þvi á dögum Jesú og margir álíta að sé gröf hans. í þessum fagra garði, sem mikil helgi hvílir yfir, hef ég ávallt haft guðsþjónustur fyrir þá ferðahópa sem ég hef verið fararstjóri fyrir. Margir hafa sagt mér að hvergi hafi þeir komist í jafnnána snertingu við píslarsöguna og páskaguðspjall- ið sem segir frá því er Maria frá Magdölum, María móðir Jakobs og Salóme komu að gröfinni og steininum hafði verið velt frá því Jesús var upprisinn. Rétttrúaður Gyðingur i Mea Sherim hverfinu f Jerúsalem. Mannfjöldinn er gífurlegur Þegar páskar falla svo til alveg saman hjá gyðingum og kristn- um mönnum, eins og þeir gera í ár, verður hvergi þverfótað fyrir aðkomufólki. Þess má til gamans geta að þó við séum ekki komin lengra en að árinu 1980 eru gyðingar komnir að 5740. Gyðingar miða sitt tímatal við sköpunina sem þeir telja að hafi verið 3760 árum áður en okkar tímatal hefst. ísraelski rithöfundurinn Ephraim Kishon hefur sagt um föðurland sitt að það sé svo litið að ekki sé pláss fyrir það á heimskortinu. Á páskum finnst mörgum að þetta séu orð að sönnu, ekkert er hægt að komast áfram eftir öngstrætum Jerúsalemborgar fyrir troðningi og þrengslum. Alls staðar eru langar biðraðir og lítið næði gefst til að skoða merkar byggingar og staði. Ég tel því miklu heppilegra fyrir alla þá sem vilja sjá sem mest að fara á öðrum tíma og er hvítasunnan mjög til þess fallin. Þá var kirkjan stofnuð og heilögum anda úthellt yfir postulana. í maí og júní er hitastig afar þægilegt og landið ennþá grænt eftir vetrar- og vorrigningar. Að mínu mati fá ferðamenn miklu meira út úr hvitasunnuferð til ísraels en páskaferð. Þá er meira næði til að sjá og njóta hinna helgu staða og unnt að gefa sér tíma til að lesa frásögur ritningarinnar á viðeigandi stöðum, en það gerir ferð til landsins helga öllum eftirminni- legri. Kjötkaupmaður við Via Dolorosa. 14. tbl. VIKan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.