Vikan - 03.04.1980, Page 20
Framhaldssaga
líta á mig sem óvin sinn. Mig langaði til
að geta hitt Söru frænku í návist hennar
og viðeðlilegar kringumstæður. Og fyrst
og fremst vildi ég reyna að halda
tengslum við eina fólkið í öllum
heiminum, sem ég gat sagt að væru
skyldmenni mín.
Þegar við komum til Magna trúði ég
frænku minni fyrir því að ég ætlaði að
kaupa mér kjól og spurði hana hvar ég
ætti helst að leita. Hún benti á þröngt
sund milli tveggja búða og sagði:
„Farðu þarna i gegn og svo til hægri. Ef
þú heldur áfram smáspöl, kemurðu að
lítilli búð, sem heitir Celeste, og þar
kaupi ég flest mín föt.”
„Ég ætla að hjálpa Vivien með
innkaupin,” sagði Julien, „og svo getum
við hist aftur hérna eftir svona fjörutíu
mínútur og farið og fengið okkur te hjá
Collets.”
Ég fann skyrtublússukjól úr silki,
svartan í grunninn með bleiku, bláu og
fjólubláu í, með viðu pilsi og löngum,
þröngum ermum. Ég keypti kjólinn og
gekk aftur til baka eftir þröngu sundinu
og út að torginu þar sem ég hafði skilið
við þau. Ég hafði ekki búist við að finna
svona dásamlegan kjól á svo stuttum
tíma og því var ég þarna allt of snemrna.
Ég leit í kringum mig og kom þá auga
á tvo bogadregna glugga, og þegar ég leit
svo áfram upp eftir húsinu sá ég að þar
stóð með gylltum stöfum: Brown og
Dempster, hæstaréttarlögmenn.
Ég flýtti mér að halda áfram og fann
um leið blóðið streyma fram í andlit
mitt. Ég myndi skammast mín alveg
hræðilega ef Alex yrði litið út um
gluggann ogsæi rnig vera að glápa upp í
gluggann til hans. Ég hafði enga ástæðu
til að ætla að ég væri eins ofarlega í huga
hans eins og hann var í mínum.
Auðvitað gæti líka verið að hann væri
ekki á skrifstofunni. Lögfræðingar
þyrftu áreiðanlega að sinna erinda-
gjörðum utan skrifstofunnar, svosem að
gera erfðaskrár og annað því um líkt.
Ég gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn
og í huganum sá ég Alex hraða sér að
dánarbeði milljónamærings, eða að
dánarbeði einhvers gamals sérvitrings
sem svo segði honum, að hann hefði
troðið mörg þúsund pundseðlum inn í
dýnuna í rúminu sínu.
Allt í einu heyrði ég hrópað: „Jo, i
guðanna bænum hægðu aðeins á þér.
Þú ert alveg að gera út af við mig.” Ég
sneri mér við og kom auga á Alex sem
kom hlaupandi á eftir mér með jakkann
flaksandi á eftir sér og svart hár hans féll
fram á ennið.
Ég fann að kinnar mínar voru
blóðrjóðar. Hann hlaut þá samt að hafa
séð mig út úr glugganum á skrifstofunni.
„Ég átti að bíða við torgið eftir frænda
mínum og Vivien,” sagði ég alveg eins
og kjáni. Ég fann hvað þetta var
fáránlegt og hló og sagði: „Þau eru að
versla svo ég ætlaði að gera slikt hið
sama. Er klukkan orðin fjögur?”
Hann leit óþolinmóður á klukkuna
sína. „Hana vantar kortér í fjögur.”
„Ó, ég ætla bara —”
„Hvernig gekk, Jo? 1 gærkvöldi? Ég
rogeR^Gallet
PAR I S
LÚXUS BAÐVÖRUR
LOKSINS
Á ÍSLANDI
Síml82700
r
I
mánaskini
reyndi að ná í þig í síma í morgun um
leið og ég kom á skrifstofuna, en
vinnukonan—eða ég held það hafi
verið hún — sagði að þú værir ekki
komin á fætur.”
„Nei, ég svaf eins og steinn.”
Alex leit í augu mín um leið og hann
tók undir handlegg minn og teymdi mig
til baka. „Hvernig gekk?” spurði hann
aftur.
„Ég sá Söru. Ó, hún er indæl. Það
hefur svo margt gerst. Ég veit ekki hvar
ég á að byrja. Ég segi þér þetta allt
saman í kvöld.”
„Segðu mér það núna. Ég hef verið að
hugsa um þig í allan dag." Hann ýtti mér
inn í smá dyraskot, hallaði sér upp að
veggnum og krosslagði hendur á brjósti:
„Svona nú.”
Ég nefndi aðeins lítillega þátt Vivien í
að senda föður mínum dúkkuna. Ég
hafði áhyggjur af hvað Alex sýndi
erfiðleikum frænku minnar litla samúð.
Ég hlýt að hafa opinberað þessar
áhyggjur mínar fyrir honum því hann
lagði höndina á öxl mína og sagði
brosandi: „Hún fær meira en næga
samúð annars staðar frá, Jo. Hún þarf
ekki á minni samúð að halda. Minn tími
fer allur í að hafa áhyggjur af þér.
Að mínu áliti skiptir ekki mestu hvers
vegna einhver gerir eitthvað af tómri
illgirni eða hefnigirni, heldur hitt,
hvemig má binda enda á slíkt atferli.
Maður sem er óþokki er ekkert minni
óþokki þó hann hafi alist upp á slæmu
heimili, vesalings maðurinn, og þegar
hann svo beitir sinum óþokkabrögðum
gegn einhverjum eldri manni sem
aldrei hefur gert honum mein, þá er það
alveg jafnslæmt fyrir gamla manninn.
Það sem mestu rnált skiptir er að negla
hann niður áður en hann beitir aftur
sama bragði, en ekki að vera með
einhverja tilfinningasemi.
Ég álít, skilurðu, að Vivien geti verið
hættuleg, annaðhvort sjálfri sér eða
öðrum, og ég hef áhyggjur af að það geti
orðið þú sem verður fyrir barðinu á
henni. Skilurðu hvað ég meina?”
Og þegar ég sagði honum frá
vesalings stúlkunni, sem verið hafði
móðir mín, og frá sektartilfinningu
föður míns, þá jókst þrýstingurinn á öxl
mína, svoég kveinkaði mér næstum.
„Vesalings maðurinn,” sagði Alex
loks. „Vesalings maðurinn.”
„Hann lét mig heita í höfuðið á
henni,” sagði ég, „en ég hafði aldrei
hugmynd um það. Ég heiti Joanna
Lesley. Ó, ef hann hefði bara treyst sér
til að segja mér þetta, þá hefði allt verið í
lagi, ég hefði skilið hann."
Alex kreisti öxl mína enn einu sinni,
í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU
FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR,
PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS,
BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR
SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI.
Lítiö inn í isbúðina að
Laugalæk 6, og fáið ykkur
kaffi og hressingu, takið
félagana meö.
Opið
frá kl. 9-23.30
Allir þekkja isinn frá Rjómaísgerðinni
ÍSBÚDIN
LAUGALÆK 6 SÍMI 34SSS
3
ZOVikan 14. tbl.