Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 21

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 21
en sleppti mér svo og tautaði: „Þú veist þetta þó allt núna, og ekki síst sannleikann um það hver var móðir þín.” Hann hafði varla sleppt orðinu þegar ég fann að Vivien kom aftan að okkur. Hún stóð og horfði á okkur allt að því dónalega og hún mældi okkur með augunum til skiptis meðan hún sagði: „Pabbi bíður fyrir utan Collets. Ertu tilbúin, Joanna? Keyptirðu þér kjól?” Svo brosti hún sinu blíðasta til Alex og sagði: „Við erum að fara að fá okkur te, herra Robertson. Getur þú ekki komið með okkur? Eða —” Hún gjóaði augunum á gylltu stafina á húsinu hinum megin við götuna — „Það bíður kannski einhver viðskiptavinurinn eftir þér?” „Það er ekki fjarri lagi,” svaraði Alex með jafnaðargeði. „Ég er hræddur um að ég verði að þjóta. Ég sé þig seinna, Jo.” Þegar við Vivien gengum í átt að kaffihúsinu var hún jafn glaðleg og vingjarnleg og áður, en ég gætti þess að horfast ekki í augu við hana. Ég vildi helst komast hjá því að sjá glampann. sem var nú aftur kominn í augu hennar. Ég held ég hafi aldrei verið eins lengi að búa mig eins og ég var um kvöldið. Að vissu leyti var það vegna þess að ég vildi þóknast Alex, en í sannleika sagt kveið ég fyrir að fara niður. Helst af öllu vildi ég losna við að hitta Vivien. Klukkan sjö fór ég i nýja kjólinn og hálftima seinna var ég að byrja að ókyrrast. Þegar klukkuna vantaði tiu mínútur í átta lagði ég frá mér bókina sem ég var að reyna að lesa. Var þetta dyrabjallan? Nei. Loks ákvað ég að fara samt niður. Ég gat ekki setið ein hérna uppi og beðið öllu lengur. Eins og ósjálfrátt gekk ég inn ganginn sem lá yfir að hinni álmunni. Gangurinn var svo til alveg myrkvaður. Ég fann að ég var svöng. Frændi minn borðaði snemma og ég hafði að sjálf- sögðu tilkynnt að ég væri boðin út að borða. Klukkan var nú orðin hálf niu. Hvar gat Alex verið? Um leið og ég fór fram hjá kjallara- hurðinni varð mér hugsað til leynigangsins, sem Sara frænka hafði fundið og lá yfir í klausturrústirnar. Ég tók meira að segja í húninn, en dyrnar voru læstar og mér flaug í hug hvort lykillinn hefði fundist. Eldhúsgluggarnir sneru í vestur svo ég gat vel séð í kringum mig án þess að kveikja ljós. Ég hellti mér mjólk I glas og skar mér ost og var á leið inn í búrið til að leita að kexi þegar ég kom auga á stóra umslagið sem ég hafði fengið um morguninn. Ég tók upp umslagið og skammaðist mín hálfpartinn fyrir kæruleysið, náði i hníf i skúffunni og skar upp umslagið. Irinan í því var annað minna umslag og blað þar utan um, sem var með bréfhaus viðskipta- banka föður míns. Ég starði á það sem þarna stóð, skrifað með rithönd föður míns: „Afhendist dóttur minni, Joanna læsley Forrest, við andlát mitt.” Ég lagði ytra umslagið frá mér og hélt áfram að stara á innra umslagið og með kökkinn í hálsinum skildist mér að þetta var sú aðferð sem faðir minn hafði valið, ef hann skyldi ekki hafa kjark til að segja mér þetta sjálfur. Aumingja pabbi. Það var komið alveg kolniðamyrkur í ganginum sem lá að stiganum bakdyra- megin. Klukkan í eldhúsinu var líka næstum orðin níu, og ég fór að hafa áhyggjur af Alex.. Hvað gat hafa komið fyrir? Kannski hafði billinn bilað eða hann lent í einhverjum vandræðum með viðskiptavin? Ég fékk högg á olnbogann um leið og kjallarahurðin opnaðist hægt og ýtti mér til hliðar. Ég sá Ijósgeisla, svo sá sem þarna var á ferð var með vasaljós. Moltex Comblnette buxuroq bleia í einulagi nætur- og dag-. bleiur Heildsölubirgðir Halldór Jónsson hf Ég hafði ekki hugmynd um hvar ætti að kveikja Ijós en mér lá allt í einu mikið á að vita það. Ég hugsaði reiðilega að það væri svo sannarlega of mikið um leyndarmál i þessu húsi; meira að segja hafði Sara frænka, sem mér geðjaðist annars svo vel að, látið andlitslýti sín loka sig frá samskiptum við annað fólk. En var ekki orðið heldur áliðið — og allt of mikið myrkur — til þess að vera að leita uppi gamla leyniganga? Ég þreifaði fyrir slökkvaranum í myrkrinu, en svo barst meiri birta inn í ganginn um leið og einhver kom inn um kjallaraopið. Ég kom nú auga á slökkvarann og ýtti við honum með olnboganum — og þegarégsneri mér við sá ég Vivien sem blindaðist eitt augna- blik og stóð og deplaði augunum móti ljósinu, en svo læsti hún kjallarahurð- inni á eftir sér og stakk lyklinum í vasann. Hún var í upplituðum gallabuxum og sóðalegri blárri peysu og hún var öll löðrandi í ryki og skít. Augu hennar glömpuðu eins og í ketti. Hún brosti um leið og hún kom auga á mjólkurglasið og kexið, sem ég hélt á, og burstaði af sér rykið og spurði: Lét svo — unnusti þinn ekki sjá sig á endanum?” Að baki mér stóðu eldhúsdyrnar opnar upp á gátt. Ef ég væri snögg gæti ég að minnsta kosti losað mig við það sem ég var með I höndunum. Mér fannst ég hálf hjálparvana svona, með hálffullt mjólkurglas í annarri hendi og kex í hinni og með umslagið frá föður mínum undir hendinni. Ég var alveg sannfærð um að frænka mín vildi mér eitthvað illt. „Hvar er hringurinn þinn?” spurði hún. „Hringurinn?” „Vertu ekkert að þykjast. Þér fer það ekki.” Hún fór að hlæja en bætti svo við alvarleg í bragði: „Ég hefði orðið stór- kostleg leikkona. Hann kemur ekki, skal ég segja þér.” Ég fékk mér mjólkursopa. Ég gat að minnsta kosti tæmt glasið og lagt það svo einhvers staðar frá mér svo lítið bæri á. Ég notaði alla þá sjálfstjórn sem ég átti til og sagði: „O, ég hugsa að Alex komi nú samt.” „En ég veit að hann kemur ekki.” Rödd Vivien breyttist og var nú ekki lengur sigri hrósandi heldur full örvæntingar. „Þurftirðu endilega að Ferskleiki nnkennir kaiitœkin frú h'PS, \nrcai. Þu fa rú ull hcimiliua'kin i \nmu tíla sikuu tirkulitunum tra \ama framlciúamla. — Tryggur heimilisvinur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Simi 16995. 14- tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.