Vikan


Vikan - 03.04.1980, Page 23

Vikan - 03.04.1980, Page 23
Vikan kynnir forsetaframbjóöendur Rögnvaldur G. Pálsson, málarameist- ari í Kópavogi, er einn þeirra sem sækjast eftir embætti forseta íslands. Síðast er vitað var hafði honum enn ekki tekist að verða sér úti um nægilegan fjölda meðmælenda — en það er aldrei að vita ... Rögnvalijur ej fæddur að Illuga- stöðum í Fljótuií 21. september 1925 og er því 54 ára. Líkt og fleiri frambjóðend- ur er Rögnvaldur ógiftur en segist vera að leita sér að menntaðri konu til að standa sér við hlið í framtíðinni þvi honum sé fullljóst að hann sjálfan skort- ir menntun. — Með framboði mínu er ég að sýna fram á að iðnaðarmenn, verkamenn og sjómenn hafa fullt eins leyfi og þeir menntuðu til að sækja um þessa stöðu. — Hvernig gengur að safna meðmæl- endum, Rögnvaldur? — Meðmælendasöfnunin gengur bara bærilega þó ekki hafi það dæmi gengið upp enn sem komið er. Eins og þið sjáið er ég með fjöldann allan af fullútfylltum listum hér, nöfnin sem hér standa eru allt nöfn traustra manna og kvenna og ekki eitt einasta úr Háskólanum. Þar með er ekki sagt að ég sé eitthvað á móti menntun — siður en svo, ég geri mér fullkomlega grein fyrir gildi menntunar enda er ég þessa dagana að leita mér að menntaðri konu eins og fyrr sagði. — Hver verða helstu baráttumál þín ef þú nærð kjöri? — Ef ég næ kjöri mun ég fyrst beita mér fyrir breytingum á orðumálum þjóðarinnar. Fram að þessu hefur forseti Islands verið að veita ýmsum mönnum orður fyrir unnin störf. Þessu mun ég breyta og i stað þess að veita orðurnar þá mun ég selja þær hæstbjóðanda. Einnig mun ég beita mér fyrir að Bessa- staðir verði lagðir niður sem forsetasetur því ég gæti aldrei unað því að búa i svo lágreistu hreysi. t staðinn myndi ég láta reisa glæsisetur úti í Viðey og göngubrú i land. Allar þessar breytingar mundi ég þó framkvæma í fullu samráði við hið háa Alþingi. Rögnvaldur G. Pólsson mað moðmœlendalistana: RÖGNVALDUR G. — Hér eru eingöngu nöfn traustra manna og kvenna. Ekki eitt einasta nafn úr Háskólanum. 14. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.