Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 43
Eins og undanfarin ár munum við
kappkosta að veita einstaklingum og
hópum þá bestu þjónustu sem við get-
um. Til að gera frekari grein fyrir
slíkum möguleikum gefum við hér
nokkur dæmi, en sá listi verður ekki
tæmandi. Ef þér, ferðalangur, liggur
einhver annar staður eða land á hjarta,
líttu þá inn við Austurvöll og við
reynum okkar besta.
Úrval hefur nú í rúmlega eitt ár verið
með margar hópferðir og ferðir
einstaklinga til St. Petersburg og staða
við Mexicoflóann, eins og Sarasota,
Clear Water o.fl.
Fyrirhugaðar eru ferðir í sumar til allra
þessara staða. Allar nánari upplýsingar
eru fyrirliggjandi á skrifstofu Úrvals
og hjá umboðsmönnum.
Sem fyrr bjóðum við hinar vinsælu
vikuferðir til London. Verð frá kr.
238.000. Innifalið í verði ferðanna er
flug, brottfarargjald, 7 nátta gisting
ásamt morgunverði, þjónustugjaldi og
söluskatti.
Hægt er að velja á milli eftirtalinna
hótela: Hotel Cumberland — vinsælt
miðbæjarhótel með öllum þægindum,
nálægt Oxford Street. Hotel Gloucester
— mjög gott hótel i Kensington.
Góðar samgöngur við aðra borgar-
hluta. Hotel Regent Palace — ódýrt
hótel en frábær staðsetning, við
Piccadilly Circus. Herbergin eru án
baðs.
Auk ofangreindra hótela útvegum við
önnur hótel sé þess óskað.
Fleiri íslendingar heimsækja
Kaupmannahöfn en nokkra aðra borg
erlendis. Frá 1. apríl bjóðum við ný og
sérstaklega lág fargjöld. Rvk —
Khöfn — Rvk: verðkr. 101.100.
Dvalartimi allt að 30 dagar. Brottför er
tvisvar í viku. Einnig bjóðum við 1/2
gjald fyrjr börn 2ja - 11 ára. Þannig
kostar ferð fyrir hjón með tvö börn 11
og 6 ára kr. 303.300, fyrir hjón með 11
og 13 ára börn kr. 353.900 og fyrir
hjón með 1 árs og 6 ára börn kr.
263.000.
Við aðstoðum við útvegun hótela, bíla-
leigubíla o.þ.h. í Kaupmannahöfn.
Við höfum umboð fyrir Dönsku járn-
brautirnar og gefum út lestarfarseðla
sem gilda um heim allan. Sértilboð:
Mánaðarkort fyrir ungt fólk sem gilda
ótakmarkað um Evrópu.
Verð kr. 91.000.
Flestir eiga þann draum að koma til
Grikklands einu sinni á ævinni. Hægt
er að sameina í þessari ferð dvöl í
Aþenu og hvíld á baðströnd, siglingu
um Eyjahaf o. fl.
Flugfargjald: kr. 352.800.
Gisting á 3 stjörnu hóteli með morgun-
verði: kr. 10.000.
Baðstaðirnir vestan við Svartahafið eru
vafalítið þeir staðir sem mest hafa
aukið við ferðamannastraum sinn
undanfarin ár. Einn af þessum stöðum
er Mamaia-tanginn, nokkra km fyrh
utan Constanta. Þar eru til staðar allir
þeir hlutir sem baðstrandarfólk kann
að óska eftir.
Flugfargjald: kr. 355.400.
Gisting á 3 stjörnu hóteli með hálfu
fæði: kr. 4.000.
Fjölskyldu
fargjöld
Einnig bjóðum við fjölskyldufargjöld
til allra helstu borga á Norðurlöndum,
auk Luxemborgar, London og
Glasgow. Annað foreldrið greiðir fullt
gjald en hitt foreldrið aðeins hálft
gjald. Fyrir börn 2ja - 26 ára greiðist
einungis hálft gjald.
Dæmi: Rvk — Glasgow — Rvk fyrir
hjón með tvö börn: kr. 352.400.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu okkar.
Það verður að segja eins og er að
Úrvali hefur alltaf verið umhugað um
eyjar. Nægir þar að nefna eigin leigu-
flug til Mallorka og Ibiza. Malta hefur
verið í tugi ára einhver vinsælasti
sólarferðastaður fólks frá Stóra Bret-
landi. Eyjan er kunn fyrir lágt verðlag
og ekki síður glaðlegt viðmót eyjar-
skeggja.
Flugfargjald: kr. 273.700.
Gisting á 3 stjörnu hóteli með hálfu
fæði: kr. 10.000.
FÆREYJAFERJAN „SMYRILL" - SUMARÁÆTLUN 1980
Koma Brottf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
Seyðisfj. Þriðjud. 20:00 22:00 3/6 10/6 17/6 24/6 1/7 8/7 15/7 22/7 29/7 5/8 12/8 19/8 26/8 2/9 9/9 16/9
Þórshöfn Miðvikud. 16:00 18:00 4/6 11/6 18/6 25/6 2/7 9/7 16/7 23/7 30/7 6/8 13/8 20/8 27/8 3/9 10/9 17/9
Bergen Fimmtud. 18:00 21:00 5/6 12/6 19/6 26/6 3/7 10/7 17/7 24/7 31/7 7/8 14/8 21/8 28/8 4/9 11/9 18/9
Hanstholm Föstud. 13:00 17:00 6/6 13/6 20/6 27/6 4/7 11/7 18/7 25/7 1/8 8/8 15/8 22/8 29/8 5/9 12/9 19/9
Bergen Laugard. 09:00 13:00 7/6 14/6 21/6 28/6 5/7 12/7 19/7 26/7 2/8 9/8 16/8 23/8 30/8 6/9 13/9 20/9
Þórshöfn Sunnud. 11:00 16:30 1/6 8/6 15/6 22/6 29/6 6/7 13/7 20/7 27/7 3/8 10/8 17/8 24/8 31/8 7/9 14/9 21/9
Scrabster Mánud. 07:30 12:00 2/6 9/6 16/6 23/6 30/6 7/7 14/7 21/7 28/7 4/8 11/8 18/8 25/8 1/9 8/9 15/9
Þórshöfn Þriðjud. 00:01 02:00 3/6 10/6 17/6 24/6 1/7 8/7 15/7 22/7 29/7 5/8 12/8 19/8 26/8 2/9 9/9 16/9