Vikan


Vikan - 03.04.1980, Side 44

Vikan - 03.04.1980, Side 44
Algarve Þetta suðvestur-horn Evrópu með sína ' 185 km strandlengju býður upp á marga skemmtilega baðstrandarbæi. Möguleikar á gistingu í hótelum, i íbúðum, auk húsa (villas). Flugfargjald: kr. 262.900. Gisting á dag: 4 stjörnu hótel með hálfu fæði kr. 15.000. íbúðargisting án fæðis kr. 9.000. Estoril Einhver viðurkenndasti baðstaður Evrópu, sem sameinar baðstrandalíf og möguleika á að skoða og kynnast hinni fallegu höfuðborg Portúgals, Lissabon. Flugfargjald: kr. 258.800. Gisting á dag: 4 stjörnu hótel með hálfu fæði kr: 15.000. Madeira Blómaeyjan í Atlantshafinu með sitt eilífa vor. Þetta er sólarbaðstaður allan ársins hring. Flugfargjald: kr. 335.800. Gisting á dag: 4 stjörhu hótel með hálfu fæði kr. 12.000. Ferðaskrifstofan Úrval og Kínversk- íslenska menningarfélagið, KÍM, efna til tveggja hópferða til Kínverska alþýðulýðveldisins á árinu 1980. Fyrri ferðin verður farin 22. júní og stendur til 7. júlí. Farið verður um Kaupmannahöfn og Moskvu og komið til Peking 24. júní. Auk höfuðborgarinnar Peking eru helstu staðir sem heimsóttir verða í Kína: Nanjing (Nanking), Wuxi og Shanghai. Síðari ferðin verður farin 3. október og stendur til 21. október. Farið verður um London og Hong Kong og komið til Canton 6. október. Auk Canton eru helstu viðkomustaðir: Guilin (Kweilin), Shanghai og Hangzhou. í Canton verður hin víðfræga vörusýning skoðuð, en þar gefur að lita tæmandi úrval útflutningsframleiðslu Kínverja. Allar nánari upplýsingar um verð og ferðatilhögun veitir Ferðaskrifstofan Úrval. Fáar borgir jafnast á við Rómaborg fyrir þá sem vilja skoða og hugleiða heimssöguna. Við mælum með þeim möguleika að dvelja í 1 viku í Róm og síðan 1-2 vikur niður við ströndina nálægt Napoli (Sorrento eða Capri). Frá sögulegu og náttúrufræðilegu sjónarmiði er Split og umhverfið ein- hver áhugaverðasti staður Júgóslavíu. Hægt er að velja um dvöl i Split eða á ströndum þar um kring, jafnvel úti á lítilli eyju, þar sem friður og einangrun hentar sumum nú á tímum. Flugfargjald: kr. 295.900. Gisting á 3 stjörnu hóteli með hálfu fæði: kr. 14.000. Það ber öllum saman um að Dubrovnik sé baðstrandar- og skemmtistaður Júgóslavíu númer eitt. Auk þessa má fara í margar skoðunar- og skemmtiferðir þaðan. Flugfargjald: kr. 302.800. Gisting á 3 stjörnu hóteli með hálfu fæði: kr. 14.000. Dubrovnik Flugfargjald: kr. 303.600. Gisting á 3 stjörnu hóteli með morgunmat: kr. 14.000. í sumar getum við í fyrsta skipti boðið sérfargjald til frönsku rivierunnar. Ekki þarf að telja upp hvaða möguleikar þar eru fyrir hendi. Flugfargjald: kr. 286.200. Gisting á 3 stjörnu hóteli með morgun- verði: kr. 14.000. Tossa og Lloret eru vinalegar sandvíkur fyrir norðan Barcelona, sem eiga marga aðdáendur á íslandi. Flugfargjald: kr. 226.400. Gisting á 3 stjörnu hóteli með hálfu fæði: kr. 14 /J0.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.