Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 54
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran
KRAFTA-
VERKIÐ
leysa sjálfan djöfulinn i sínum vondum
fortölum. Skylduð þér að því hugsa, er
settur eruð i heiminn höfðingi og
dómari yfir fólkinu og merking hefur
þess dómara, er koma mun á hinum
efsta degi að dæma alla veröldina, hvern
eftir sfnum verðleikum, að þér dæmið
rétta dóma, því að til hvers dóms og
þings kemur almáttugur guð með sínum
helgum mönnum og vitjar góðra manna
og góðra dóma, þar kemur og fjandinn
og hans árar, vitjandi vondra manna og
verka og rangra dóma, og sá mun koma
dómurinn að lyktum, að hið rétta mun
uppi vera.
Hugsið um, herra, hvor eldurinn
muni heitari, sá er lagður er i eiki-
stokkinn og gerr er við ofninn, eða hinn,
er lagður er á þurrt lim. Svo mun og
vera, herra konungur, ef þér dæmið ranga
dóma, að yður mun í þann eldinn orpið
vera er eikistokkurinn liggur í. En ef rétt
er dæmt af yður konungur, þá er þó von
að þér hreinsist í eldi, purgatorii, þeim af
þurru limi er gerr.”
Konungur mælti: „Stórt talar þú nú
prestur, en þó hlýtur maðurinn að hafa
hinn versta dauðdaga, svo sem hann
hefur til unnið.”
Konungur var hinn reiðasti og bað
Auðun gestahöfðingja að sækja Gísl í
hendur þeim Teiti og löndum hans og
spara engan til þann er fyrir vildi standa.
Auðunn, sem orðinn var mjög ofsalegur
i skapi út af þessu máli og æstur, lét ekki
eggja sig frekar og bregður viö skjótt
enda skorti hann ekki liðsmenn. En
BLOSSOM
Frábært shampoo
BLOSSOM shampoo freyölr vel, og er fáanlegt
I 4 geröum.
Hver og elnn getur fengiö shampoo vlö sitt hæfi.
Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika.
Heildsölubirgðlr.
KRISTJÁNSSON HF.
Ingóllsstraeti 12. simar: 12800 - 14878
Islendingarnir búast hins vegar til
varnar og eru ráðnir í því að verja Gísl
til hinsta manns.
En þegar þeir Auðunn og menn hans
koma þar sem lslendingarnir voru fyrir.
hljóp Gísl í hendur konungsmönnum og
mælti: „Það skal aldrei verða, að hér
týnist svo margur góður drengur fyrir
mínar sakir, því deyja mun ég, hvort
sem nú er eða síðar.” En við landa sína
segir hann: „Fyrir guðs sakir gætið nú
stillingar, því öllum er nú orðinn Ijós
drengskapur ykkar, að þið viljið fyrr
falla en selja mig á vald óvina minna, og
hafið mikla þökk fyrir ykkar góða vilja.”
Nú taka þeir Auðunn við Gísl og
þykir ekki lakara að lslendingar hafa
beðið lægri hlut í þessu máli, enda fóru
þeir að orðum Gísls og leggja ekki til
atlögu við konungsmenn og varð það
helst til þess, að sjálfur konungurinn var
þar viðstaddur.
Auðunn lætur nú hendur standa fram
úr ermum og er heldur gustmikill. Lætur
hann þegar reisa háan gálga á þing-
staðnum því hann taldi sig þann veg best
hefna lögunauts síns að þeim Gísl og
vinum hans væri sem mest svivirðing
sýnd. Síðan var Gísl leiddur til gálgans.
En þegar Jón prestur sá nú konungs-
menn leiða Gísl til gálgans stóð hann
upp og mælti til konungs: „Viljið þér,
herra konungur, leyfa mér að gera það
sem ég vil af kápu þeirri er þér gáfuð
mér í vetur?”
Konungur leit við honum heldur
reiðilega, skildi hvað hann ætlaði að
gera en mælti þó: „Ger þú hvað af er þér
líkar, en vit hversu margar þú þiggur
héðan af konungsgjafirnar, ef þú sér svo
fyrir þessari!”
Prestur kvaðst ekki hirða um það og
gengur þegar þar að sem þeir styrmdu
yfir Gísl og steypti yfir hann kápunni
konungsnaut.
Þá mælti Auðunn gestahöfðingi:
„Ekki gefur þetta mörlandanum grið, og
vitum, hvort hann hangir eigi að síður i
gálganum!”
Síðan festu þeir Gísl upp, eins og þjóf,
nema þeir dirfðust ekki að svipta hann
kápunni konungsnaut, þegar þeir höfðu
heyrt orð konungs þar að lútandi. En
Jón, hinn helgi maður, táraðist og gekk
þá í brott og til kirkju og dvaldist hann
þar það sem eftir var dags.
Eftir þetta er slitið þinginu og fer
konungur til hallar sinnar og hirðin með
honum.
Haft er fyrir satt að eigi hafi liðið á
löngu áður en konungur hafi tekið mjög
að iðrast með sjálfum sér, þótt lítið léti
hann á þvi bera, að hann hafði lítils virt
tillögur Jóns prests og viðvaranir.
Þann tíma voru það lög í Noregi um
þá menn sem hengdir voru að þeir
skyldu hanga þangað til þeir féllu ofan.
Nú hafa fróðir menn svo frá sagt að
þegar miðvikudagur kom þá gengur
hinn heilagi Jón prestur frá kirkju við
niunda mann til gálgans þar sem Gísl
hékk og kvaðst vilja sækja kápu sína.
Hinn heilagi Jón gekk þrívegis réttsælis
um gálgann en síðan féll hann þrisvar á
hné og baðst fyrir og þegar hann stóð
upp bað hann fylgdarmenn sína að
höggva virgilinn fyrir ofan höfuð Gísls.
Þeir gerðu það. Þá varð dásamlegur
atburður. Þegar Gísl féll kom hann
standandi niður á jörðina. Þá gekk hinn
heilagi Jón að honum, tók af honum
kápuna og heilsaði honum með nafni en
Gísl svaraði honum blíðlega, vildi ganga
til hans en gat það eigi. Jón prestur
spurði þá hvernig honum liði. Gísl
svarar: „Það kann ég helst af að segja,
að mér var sem ég sæti í hægum stað,
siðan þú lagðir yfir mig kápuna, fyrir
utan það, að fæturnir á mér eru stirðir,
sem undan stóðu kápunni, því má ég eigi
enn ganga.”
Þá lofuðu allir guð almáttugan fyrir
þetta háleita stórmerki sem verðugt var
þegar hann hafði varðveitt líf þessa
manns fyrir bænir og verðleika hins
heilaga Jóns, þar eð maðurinn hékk í
þjófssnöru frá mánudegi til miðvikudags
en hélt þó lifi.
En víkjum nú frásögninni aftur að
Jóni presti og Gísl. Næst fór Jón prestur
höndum um fætur Gísls þangað til hann
fékk mátt í þá til gangs og svo fór hann
með þeim. En á heimleiðinni varð annar
einkennilegur atburður. Þegar þeir
félagar áttu leið fram hjá húsi nokkru
kom maður út úr því, stöðvaði Jón prest
og mælti svo: „Gakk inn í hús þetta.
Sigurður ullarstrengur, lendur maður
konungs, og Auðunn gestahöfðingi eru
hér inni svo dauðsjúkir, að þeir mega
ekki óæpandi þola og biðja þig með
miklu litillæti og sannri iðran, að þú
komir til þeirra og leggir hendur yfir
höfuð þeim með heilögu bænahaldi.”
Prestur gerði svo. Þá mælti Sigurður:
„Eigi veit ég nema orð þau, er þú talaðir
á þinginu hafi bitið okkur kumpána, því
við erum sjúkir mjög. Vil ég nú gera
mína játning fyrir þér, biðjandi, að þú
lesir nú betra og mýkra yfir okkur
kumpánum en þú gerðir á þinginu.”
Þegar Sigurður hafði lokið skrifta-
málum sínum mælti Jón prestur: „Með
þvi að þú hefur margt og stórt móti guði
gert, þá verður þú það með stórum hlut
að bæta, ef þú vilt algjörlega sættast við
þinn skapara.”
Sigurður kvaðst öllum hans ráðum
hlíta mundu. Segja það fróðir menn að
hinn heilagi Jón hafi mælt svo fyrir að
Sigurður skyldi reisa af góssi sínu svart-
munkaklaustur i Niðarhólmi og gefa
þar til svo mikið fé að guðs þjónustu-
menn mættu vel við una og sæmilega að
þeim búið. Sigurður ullarstrengur hafði
þegið hólma þennan að gjöf frá Magnúsi
konungi og er sagt að hann hafi látið
reisa þar nefnt klaustur og gefið þar til
sina föðurleifö og margar stórlendur.
Þegar Sigurður hafði þannig beðið sér
líknar fyrir syndir sínar las hinn heilagi
Jón yfir þeim kumpánum helgar bænir
og veitti þeim blessun sína. Þá mælti
Sigurður: „Máttug eru orð þín, hörð og
góð, prestur, því nú líður mér vel.”
Tók Auðunn gestahöfðingi af alhug
undir það. Gáfu þeir presti gjafir
góðar og skildu þeir með vináttu.
Nú er frá því að segja að Jón kemur til
hallar konungs. Þar sat konungur yfir
borðum þegar Jón gekk í höllina við
tíunda mann. Þegar konungur sér Jón
réttir hann báðar hendur mót honum
blíðlega og segir: „Gakk hér undir borð
hjá oss, Jón prestur, hinn kærasti vin
guðs. Og svo vildi ég, að þú værir og
minn besti vinur, því það veit ég vist, að
saman fer vilji guðs og þinn, og vildi ég
að saman færi og okkar vilji.”
Hinn heilagi Jón svarar: „Þá munduð
þér og vilja gera vel til Islendinga
kumpána minna, því það þykir mér
allmiklu varða.”
Konungur mælti: „Það munt þú oft
sýna, að þú vilt öllum gott, og það mun
þér oft veitast, bæði fyrir guði og góðum
mönnum. Er það nú ljóst orðið fyrir
atburð þann, er gerst hefir og teljast
verður til stórtiðinda. Er það nú og allt á
þínu valdi, Jón, er þú vilt af oss þiggja og
hefði þó verið sæmra að fyrr hefði
verið.”
Hinn heilagi Jón tók þetta konungsins
boð þakksamlega og steig undir borð hið
næsta sjálfum konunginum og varð það
dýrleg veisla.
Nú þegar Jón prestur var sestur að
borðum þá gekk Gisl að konungi og
kastar á hann kveðju. Tók konungur vel
kveðju hans. Gísl mælti: „Grið vil ég nú
þiggja af yður herra minn.”
Konungur svarar: „Gjarnan viljum
vér nú gefa þér grið og gakk til sætis
Gjafvalds og haf þvílíka virðing af oss
sem hann hafði um sína daga.”
Gísl þakkaði konungi herralega
velgerð við sig.
Síðar fór Gísl til tslands og þótti
mikilsháttar maður og var þar til elli.
Einar hét sonur hans og er frá honum
mikil saga.
Hinn heilagi Jón var eigi lengi með
konungi eftir þessi tíðindi. Fól konungur
sig undir bænir hans, gaf honum góðar
gjafir og skildust þeir með hinni mestu
vináttu.
Lýkur hér að segja frá þessu krafta-
verki heilags Jóns en fleiri stórmerki
gerðust í sambandi við hann, eins og sjá
má af jarteiknaþætti Jóns sögu helga.
En hér hefur verið endursögð frásögn
Gunnlaugs munks. Helgi Jóns biskups
Ögmundarsonar var viðurkennd á
Alþingi árið 1200.
Þótti mönnum á honum rætast forspá
hins heilaga Guðina góða, þegar hann
sagði: „Þessi maður er sannlega heilag-
leiks spegill og sýnir í sínu bjarta yfir-
bragði þann mann sem einkanlega er
valdur af guði til heilagrar þjónustu.” ★
54 Vlkan 14. tbl.