Vikan


Vikan - 03.04.1980, Page 55

Vikan - 03.04.1980, Page 55
Páskasiðir I öðrum löndum Páskahátíðin var mesta hátíð ársins hjá hinni rússnesku rétttrúnaðarkirkju (orthodox). Þeir voru að visu haldnir nokkru seinna en hér þar sem þessi kirkja fer eftir gregoriönsku tímatali. Á undan föstunni fór svokölluð smjörvika, en þá borðuðu allir rússneskar pönnukökur. Sú vika hófst með mikilli kjötkveðjuhátíð, svona svipað og sprengi- dagurinn. Smjörvikan var undir- búningur undir föstuna, þetta var mjög lifandi hátið og einn af föstu liðunum voru sleðaferðir. Strangtrúað fólk tók föstuna mjög alvarlega og hungrið var farið að sverfa að er páskamessa hófst aðfaranótt páskasunnudagsins. Það leið því oft yfir það áður en kom að neyslu páskabrauðsins, en það er sérlega ljúffengt brauð sem fólk kemur með til messunnar. Með því er borðað paska, búið til úr sýrðum rjóma og verður eins og þykkt krem. Fólk kom með þetta á diskum sem breitt var yfir með drif- hvitum dúkum og siðan blessaði prestur- inn brauðið áður en þess var neytt. Þessi messa var mjög löng og svo tók önnur messa við um miðja r.ótt og stóð til morguns. Eftir hana hófst hin mesta átveisla þar sem borð svignuðu undir svínakjöti, páskabrauði, paska og eggjum. Þessi egg voru einlit og er t.d. hægt að lita þau með því að sjóða með þeim laukhýði. Þau verða þá fallega gullinbrún að lit. Eftir veisluna kysstu Rússneskt pAskabraufl. Sungið og dansað á götunum Vikan spjal/ar við Lenu Bergmann meinatækni um páskahald í Sovétríkjunum. Lena Bergmann: Fjör í Rússlandi ð páskadag. allir alla í tilefni upprisunnar og mátti alls ekki fara í manngreinarálit með kossana heldur urðu allir að fá sitt, hvort sem það var skítugur og tötralegur betlari eða fögur yngismær. Síðan tóku við heimsóknir til vinafólks og dans- leikir. Einnig var farið í leiki og ég man t.d. eftir tveimur: Búinn er til bolti úr mjúkum tuskum, eggjunum raðað á borð og síðan á að hitta eggin með bolt- anum. Takist það er eggið eign þess sem hittir. Hinn var þannig að tveir börðu saman eggjum sínum og fékk eigandi heila eggsins í kaupbæti það sem brotnaði við höggið. 1 báðum leikjum var auðvitað um harðsoðin egg að ræða. Súkkulaðiegg eins og þið gefið á páskunum hafa aldrei tíðkast í Rússlandi. Hins vegar tíðkaðist fyrir byltingu að þeir sem auðugir voru gæfu egg í formi skartgripa. Ég sá einu sinni slík egg á sýningu í Boston. Þau höfðu verið í eign síðustu keisarafjölskyldunnar og voru gerð af frönskum listagullsmið sem settist að i Rússlandi. Þetta voru forkunnarfagrir gripir, úr skíragulli og settir eðalsteinum. En þetta var sem sagt í gamla daga. Síðan hefur margt breyst og fátt eftir af strangtrúuðu fólki. Páskamessur eru þó enn haldnar í orthodoxkirkjunum og njóta mikilla vinsælda vegna þess að þær eru svo skrautlegar og hátíðlegar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.