Vikan


Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 57

Vikan - 03.04.1980, Qupperneq 57
í öðrum löndum Páskasiðir I Tékkóslóvakíu hefur alltaf verið um fleiri en ein trúarbrögð að ræða þó kaþólska hafi oft haft yfirhöndina og fer þetta eftir landshlutum. Þar af leiðandi hefur líka verið nokkur munur á páska- haldi eins og öðrum trúarhátíðum. Ég ólst upp í norðaustur Bæheimi þar sem lögð hefur verið hvað mest áhersla á að hafa gamlar siðvenjur í heiðri. 1 bernsku minni einkenndist páskahaldið að vísu sem og aðrar hátíðir af vöru- skorti stríðsáranna. T.d, var alls ekki um neitt súkkulaði að ræða, í hæsta lagi nokkra grjótharða konfektmola innan i pappírseggi. Það sem var og er reyndar enn einna frábrugðnast við okkar páskahald er annar I páskum en hann er sambærilegur við bolludaginn hér. Nokkru fyrir páska kepptust allir við að mála egg sem þurftu að vera tilbúin fyrir þennan dag þvi að þá fóru allir á stjá með boltuvendina sína, eða réttara sagt eggjavendina sína, þvi við flengdum fyrir egg en ekki bollur. Þessir vendir voru gerðir úr pílviði, skreyttir slaufum og borðum og gátu verið heilmikið listaverk. Þetta var hinn æsilegasti leikur því allir vildu fá sem flest egg. Á öðrum stöðum kárnaði gamanið svo mjög að vatni, eða jafnvel ilmvatni, var hellt yfir fólk til að herja út úr því egg, sem var auðvitað miklu hvimleiðara en hinar saklausu flengingar. Á páskadag reyndu allir að, hafa lambakjöt á borðum. eða kiðlingakjöt ef Olga Maria Franzdóttlr mefl páskaegg frá heimalandi sinu. lambakjöt fékkst ekki. Og páskabrauðið var lika ómissandi liður í hátíða- höldunum. Einn af þeim páskasiðum sem er mér hvað minnisstæðastur að heiman var sá að mamma skar eitt egg i jafnmarga hluta og fjölskyldumeðlimir voru og neyttum við þess saman. Þetta egg var nokkurs konar sameiningartákn fjölskyldunnar. Þó að páskahátíðin hafi ekki lengur yfir sér jafnstrangtrúaðan blæ og í gamla daga frekar en aðrar trúarhátíðir er þó enn til fólk i Tékkóslóvakiu sem tekur föstuna mjög hátíðlega og neytir ekki kjöts frá sprengidegi. Og sveita- konur frá Slóvakiu og Suður-Mæri halda áfram að streyma til borganna fyrir páska þar sem þær selja skrautlega máluð egg og listilega gerða eggjavendi á götunum. Því hvað sem öllum trúmálum líður verða víst seint svo miklar breytingar kynslóða á milli að börnunum sé ekki alltaf jafnmikið kappsmál að fá sem allra flest egg á annan I páskum. JÞ Vandarhögg á annan í páskum Olga María Franzdóttír, starfsmaöur Hagstofu íslands, segir frá páskahaldi í Tákkóstóvakíu. Táklcnaskur eggjavöndur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.