Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 59

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 59
wUM. . . . langar helst i hnött, oröabœkur, myndavél, körfustól, rúm og jafnvel kassettutæki... . . . ekkert nema hest. Jú, og svo væri gott að fé peninga fré hinum og þá myndi ég eyða þvi i hestinn, hnakk, beisli og þess háttar... . . . langar i hillur, körfustóla, úr, kassettutæki, myndavál, skíða- fatnað og kannski utanlandsferð... ... ég vildi fá úr, skfði, kassettutæki, húsgögn og rnyndavél... Vígsla ungmennis í tölu fullorðinna þegar ákveðnum aldri er náð tíðkast meðal flestra þjóða heims þótt formið sé með ýmsu móti. Fermingin er okkar aðferð við þá hluti og hérlendis er algengast að hún fari fram í kirkju og tilheyrandi þykir svo að gjafir, hamingju- óskir og stórveisla fylgi í kjölfarið. En það má framkvæma þetta með ýmsu móti af hálfu fjölskyldnanna og kostnaðurinn er alls ekki alls staðiar sá sami. Við fylgdumst með undirbúningi fermingar fjögurra barna úr sömu blokkinni og taldist okkur svo til að heildarkostnaðurinn væri ekki undir tveimur og hálfri til þremur milljónum króna í þessum eina stigagangi. baj Það sem þau sögðu svo sjálf: .. . þaö er ábyggilega svolítið um það að krakkar láti ferma sig til þess að vera eins og hinir en hundleiðist raun- verulega allt saman og verða þeirri stund fegnastir þegar allt er yfirstaðið... ... mér finnst ég akkúrat á þeim aldri að geta ákveðið hvort ég vil fermast eða ekki... ... væri ekki betra að vera 16-17 ára? Þá værum við örugglega betur þroskuð og gerðum okkur frekar grein fyrir því sem er að gerast... . . . þá væri hætt við því að færri létu ferma sig heldur en núna, þegar við erum þetta ung ... . . . allir hlakka nú til fermingarinnar og þá verður auðvitað veislan og gjafirnar hápunkturinn... . . . auðvitað kvíðir maður því að gera kannski eitthvað vitlaust í kirkjunni, verða sér til skammar með þvi að detta eða hlæja eða heyra ekki í prestinum ... . . . algengt að hóta vinpm og kunningjum að mæta þegar þau fermast, sitja úti í horni og hlæja og gretta sig ... ... en þaðer mest í grím ... . . . það hefði verið alveg jafngott að fá bara peningana sem veislan kostar. Þá hefði ég getað keypt eitthvað á hestinn fyrir aurana ... . . . í skólanum eru ýmsar tröllasögur I gangi um kostnað við allt umstangið og metingurinn er talsverður... . . . hárgreiðslan kannski á tugi þúsunda og ótrúlegustu sögur af veislunum ... . . . stelpurnar metast um veisluna hver hjá annarri en strákarnir tala mest um gjafirnar... ... og fötin eru stórmál... . . . allir í skólanum ætla að láta ferma sig, nema þrír.... . . . við fórum nú öll í kirkju af og til, löngu áður en við byrjuðum að ganga til prestsins... . . . kannski er maður ekki beinlinis trúaðri eftir að hafa gengið til prestsins en hefur þó lært heilmargt um ýmsa hluti tengda trúnni og þetta hefur verið skemmtilegt... ... svona fræðsla þyrfti ekki endilega að miðast við ferminguna, ætti að vera fyrir alla aldurshópa ... . . . miklu meira gagn að göngunni til prestsins heldur en því formi sem notað er í venjulegri messu ... . . . liklega myndum við öll vilja halda áfram í svona fræðslu þótt fermingunni sé lokið... . . . í kirkju lærir fólk að biðja en fær ekki neina eiginlega fræðslu ... . . . það getur verið gaman að kirkju- ferðum líka ... . . . bæði pabbi og mamma kenndu mér að biðja og fara með bænir... . . . það var eins hjá mér, þó kannski meira mamma ... ... foreldrar mínir eru ekkert sérstaklega t'rúaðir en afi og amma hafa hins vegar séð um þá hlið málanna ... ... það voru líka afi minn og amma sem kenndu mér, sérstaklega amma ... Fermingarbörnin fjögur fermast öll hjé Sigurði Guðmundssyni, presti Víðistaðasóknar i Hafnarfirði. Heildarkostnaður foreldra saman- lagt úr þessum eina stigagangi var eins og éður sagði fré tveimur og héifri og upp f þrjér milljónir króna. En það er hægt að komast af með minna og samkvæmt okkar út- reikningi er mögulegt að koma kostnaði við allt saman niður i tvö hundruð þúsund krónur fyrir hvert barn. Þé er reiknað með ekki fjölmennara kaffiboði en fyrir tuttugu manns, nokkuð vönduðum fatnaði og gjöf fré foreldrum mó þó ekki fara yfir 35 þúsund krónur. En svo getur kostnaðurinn farið alveg upp í rúma milljón é barn og þó er betra að vera ekki alveg aura- laus. VEISLAN: Hjé Halta hananum fengum við þær upplýsingar að kostnaður við kalt borð væri fré tæpum 6.000 krónum og upp i 7.000 é gest. Svipað verð væri é heitum mat, kannski ivið ódýrara og sama er að segja um kökuboð. Búast mé við að kostnaðurinn sé svipaður i heimahúsi þvi fólk gleymir oft að reikna með rafmagni og ýmsum kostnaði við hréefni sem til er fyrir é heimilinu. GJAFIRNAR: Við leituðum svara við þvi hvað gjafir þær sem fermingarbörnin óskuðu sér kostuðu i dag og fengum út eftirfarandi: MYNDAVÉL: Hjé Hans Petersen í Glæsibæ fést myndavélar til fermingargjafa fré 12.000 krónur en þé er um vasamyndavél að ræða. Þær kosta fré 12.000 og upp i 44.000. Instamatic fést fré 15.000 og upp i 33.690 og svo fullkomnar mynda- vélar é bilinu fré 78.000 og upp í 200.000. SKÍÐAÚTBÚNAÐUR: í Músik og sport é Reykjavíkur- vegi fengust skiði og tilheyrandi í ýmsum verðflokkum. Þó eru rúmar hundrað þúsund krónur légmarkið og fatnaður fæst svo frá 30.000 og upp úr. KASSETTUTÆKI: Hjé Radióbæ í Ármúla fést kassettutæki til fermingargjafa og er verðið fré 86.000 og upp í 165.000 krónur. Þé er yfirleitt útvarp með i kaupunum. ARMBANDSÚR: Í verslun Hermanns Jónssonar í Lækjargötunni fést handtrekkt armbandsúr é 35.000 krónur. Sjélftrekkt úr kosta fré 45.000 krónum en rafhlöðuúrin eru fré 70.000 og upp i 80.000 krónur. HNÖTTUR: Hjé pennanum i Hafnarstræti fést hnettir af ýmsum gerðum, sá ódýr- asti é 14.000 og sé dýrasti é 45.000 krónur. ORÐABÆKUR: í Méli og menningu fést orða- bækur é gamla góða verðinu — 14.650 krónur. KÖRFUSTÓLAR: Í Linunni i Hamraborg fést körfustólar og kosta þeir fré 35.000 krónum og upp í 84.500 krónur. HESTUR: Ótaminn hestur kostar ekki mikið undir 500.000 krónum og þé er ekki reiknað með tamningu, fóðrun, hnakki, beisli og fleiru. 14. tbl. Vikan S9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.