Vikan


Vikan - 03.04.1980, Síða 65

Vikan - 03.04.1980, Síða 65
i leit að lífðjafa verið svo utan við sig undanfarið og það var svo erfitt að tala við hana. Hún virt ist ekki geta fest hugann við neitt. Þetta var auðvitað aðeins eðlilegt en það var sumt sem varð að segjast og ekki gat beðið. Nú voru liðnir þrír dagar síðan að- gerðin hafðiverið gerð.Ekki varhægt að búast við neinum árangri fyrr en eftir að minnsta kosti tíu daga. En þó gat enginn hugsað um annað, allra síst Janet. „Það er um Peter Blake,” sagði frú Halstead. Janet virtist slaka örlítið á. „Hann hefur verið stórkostlegur, finnst þér það ekki? Ég veit ekki hvernig við hefðum getað komist í gegnum þessa siðustu daga án hans.” Frú Halstead leit á dóttur sina og hún var alvarleg. „Ég held að hann sé ást- fanginn af þér.” Þarna. Þá var það sagt. Það hefði mátt ætla að henni kæmi þetta ekki við og þetta var kaldranalega sagt. En þetta varð að segjast engu að síður. Janet sagði ekki neitt svo að hún hélt áfram. „Það er ekki vegna þess að ég vilji skipta mér af þínum einkamálum en ég get ekki annað en tekið eftir því. Ég sé ykkur tvö sifellt saman og þið eruð næstum því jafnmikið hjá Karen. Og kannski sé ég meira en þú, Janet. Kann- ski hefurðu ekki tekið eftir því að hann er að verða eins og faðir við Karen. Henni þykirsvovænt um hann ...” Það var erfitt að segja þetta. Sérstak- lega þegar hún fann að Janet veitti þvi fulla athygli sem hún sagði. Henni leið illa þegar hún sá þreytuna í andliti dóttur sinnar. „Ég held að það sé ekki rétt,” sagði hún gætilega. „Eftir tvær vikur verður hann kominn aftur til Ástralíu og Karen — þið báðar — verðið að vera án hans.” „Tvær vikur,” sagði Janet lágt. „Það er eins og heil eilífð. Tíminn líður svo hægt. Stundum finnst mér sem þetta muni aldrei taka enda.” „Það réttlætir þetta ekki.” Frú Hal- stead hristi höfuðið. „Ég held að Peter þyki orðið reglulega vænt um ykkur báðar. En þetta er allt svo óraunveru- legt, Janet. Hvernig; geturðu áttað þig á tilfinningum þínum á þessu augnabliki?” Janet hristi óþolinmóð höfuðið. „Þú skilurekki... ” „Þaðer það sem mér líkar ekki,” sagði frú Halstead rólega. „Það er ýmislegt sem ég skil ekki. Hvers vegna er hann t.d. öllum stundum á sjúkrahúsinu? Hans hlutverki er lokið. Hvers vegna ferðast hann ekki um og heimsækir ætt- ingja sína ...?” „Hann á enga ættingja, mamma.” „Vini þjá. Hann hlýtur að eiga ein- hverja gamla vini fyrst hann er borinn og bamfæddur í þessu landi.” Hún and- varpaði. „Andrúmsloftið hér á sjúkra- húsinu er svo innilokað. Hann hefði gott af að komast aðeins út undir bert loft. Þú gætir einnig haft gott af því. Við erum öll of nálægt hvert öðru. Allar til- finningar verða svo sterkar.” „Hann vill vera hér,” sagði Janet. „Og ég vil líka að hann sé hér. Allt virðist svo miklu auðveldara þegar hann er hérna hjá mér.” „Ég veit það, vina min. Það er einmitt það sem ég er að reyna að segja. Ég held að hann vilji vera hér vegna þess að hann er ástfanginn af þér og ég held að þú getir ekki gert þér grein fyrir því hvað jrað þýðir í augnablikinu. Það er rangt að láta þetta halda svona áfram nema . . „Já, mamma?” Rödd hennar var allt í einu mjög skýr. „Nema þú elskir hann einnig.” Frú Halstead Ie.it áhyggjufull á hana. „Og ég held ekki að þú elskir hann. Ég held að þú sért ekki fær um að gera upp hug þinn í þeim málum eins og stendur. Það er eins og þú leyfir honum að halda t>essu áfram vegna þess að þú þarfnast hans í augnablikinu. En þú verður að hugsa um framtíðina.” „Hugsa um framtíðina?” Janet leit beint framan í móður sína. „Ég er einmitt að hugsa um framtíðina — ná- kvæmlega ellefu daga fram í tímann, svo langt get ég hugsað en heldur ekki lengra. Skilurðu það?” Hún gekk að móður sinni og greip í handlegg hennar. FYRIR BARNAAFMÆLIÐ PAPPÍRSVÖRUR: Diskar Mál Dúkar Servéttur Hattar Einnig kerti drykkjarrör blöðrur, leikföng leikföng esH LAUGAVEGI 178, simi 86780 „Þegar við fáum jákvætt svar varðandi Karen verð ég svo hamingjusöm að ég get ráðið við hvað sem er!” Frú Halstead lá ýmislegt á hjarta sem hefði þurft að ræða í þessu sambandi en það var þýðingarlaust núna. Það þýddi ekkert að reyna að útskýra fyrir Janet á jressari stundu að til væru aðrir örðug- leikar í lífinu en veikt barn. Það þýddi ekkert að reyna að leiða Janet fyrir sjónir hve óskynsamlega hún hegðaði sér né reyna að koma henni i skilning um að Peter Blake væri i rauninni ókunnugur maður. Frú Halstead hafði ekkert á móti Peter Blake. Hann var ákaflega viðfelld- inn maður og hún kunni mjög vel við hann. En það var eitthvað einkennilegt við hann, eitthvað sem hún gat ekki hent reiður á. Og svo komu þessi skyndilegu nánu tengsl hans við fjölskylduna. Aðrir karlmenn höfðu laðast að Janet en hún hafði ekki tekið neinum þeirra á þennan hátt. Það var t.d. Chris Jennings sem hafði sýnt einstaka þolinmæði svo mánuðum skipti. Hún hafði haldið honum i hæfilegri fjarlægð og séð til þess að kynni þeirra yrðu ekki of náin. Frú Halstead fór í kápuna. Henni fannst hún hafa sagt nóg — í bili. „Vertu blessuð, vinan.” Hún kyssti Janet. „Ég kem aftur fyrir hádegisverð á Ný vasabrotsbók frá Prenthúsinu á næsta bladsölustad 14. tbl. Víkan 65

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.