Vikan


Vikan - 03.04.1980, Page 67

Vikan - 03.04.1980, Page 67
áhugasamir ferðamenn. Þeir eru þekktir fyrir það. Þeir elska að skoða versl- anirnar og ferðamannastaðina. Þeir vilja lika alltaf sjá Buckinghamhöll og aðra slíka staði. Og þú hefur verið hér naestum tvser vikur og varla komið út fyrir dyr sjúkrahússins.” „Málið horfir öðruvísi við frá mínum bæjardyrum séð,” sagði hann hægt og honum var létt. „Ég er enginn alvöru Ástralíumaður. Ég fæddist í þessu landi. Og þar að auki er ég ekki i frii.” „Hvarertu fæddur?” „Surrey.” Hann hafði logið að henni einu sinni áður og þurfti aftur að Ijúga _ að henni núna. Hvað svo sem hann segði henni myndi það ekki vera í sam- ræmi við vegabréfið hans. Þetta var aðeins smáatriði og þó fann hann þunga lyganna leggjast yfir sig. „En þú hefur alveg rétt fyrir þér, mér líkar ekki London,” flýtti hann sér að bæta við. „Waverley er mér meira að skapi.” Þau óku nú meðfram Heath. Hann ók út af veginum og lagði bilnum við gras- flötina. Það var ekki orðið dimmt og fyrir framan þau lágu auðar grasflatirn- ar. Hann fór út úr bílnum. „Við skulum ganga,” sagði hann. Þau héldu af stað, rólega í fyrstu en þegar þau komu inn á opna svæðið og fundu svala goluna leika um sig fóru þau aðganga hraðar. „Peter, biddu!” Hann stansaði og sneri sér við. Hann hafði ekki hugsað út i hve miklu hraðar hann gat gengið en Janet og hve mikið stærri skref hans væru. Hún hljóp nú í áttina til hans. Dökkt hárið fauk, aftur i vindinum og hún var hlæjandi. Allt í einu skynjaði hann einnig lif hennar. Hann breiddi út faðminn, greip hana, sneri henni i kringum sig og fleygði henni niður i grasið. Hún leit hlæjandi upp til hans og hann beygði sig niður og kyssti hana. Eftir augnablik sneri hún höfðinu undan. „Janet,” hvíslaði hann. Hann kyssti hana ástríðuþrungið og umvafði hana allri þeirri þrá sem brann hjá honum. Hann fann hungrið í svari hennar og hann vissi að þannig var tilfinningum hennar einnig háttað. Hvaða lygar sem hann svo yrði að bera á borð fyrir hana var þetta þó satt — þessi tilfinning sem þau báru hvort til annars. Hann sleppti henni. Þau litu orðalaust hvort á annað og andlit þeirra voru mjög nálægt hvort öðru. Hún hló ekki lengur. Augu hennar virtust vera að rannsaka hans. En hve hún hafði sérkennileg augu! Dimmblá, og litbrigði þeirra breyttust í sífellu. Nú hvíldi engin þung sorg yfir þeim, eins og hann hafði svo oft séð áður. Augu hennar lýstu hamingju, óvissu og undrun. Hann lagði höndina á vanga hennar. lét fingurna renna að hárinu og fann hve vindurinn hafði leikið mjúklega við það. „Peter...” sagði hún mjúklega. „Við getum alveg eins viðurkennt það. Það mun ekki hverfa.” „Mun það aldrei hverfa?” Hann leit mjög alvarlega á hana. „Nei,” sagði hún. „Þetta er engin blekking. Það er ég viss um. Þetta er ekki eitthvað sem líður hjá. Þetta er eitt- hvað sem við ættum að byggja framtiðaráætlanir okkar á. Þetta er framtíðin. Þettá'er líf. okkar beggja saman ” Hann leit i augu hennar. Gat hann gleymt byrði fortíðarinnar? Gat hann gleymt öllum þeim lygum sem hann yrði að fara með og haldið fast í þetta eina sem skipti máli núna? Hún leit undan. „Ég hefstundum erfitt skap og undarlegar tilfinningar,” sagði hún. „Þú hefur séð mig. Stundum er mér sama um allt annað en Karen.” Hún lagði höndina á enni sér. Þaðer eins og ég geti ekki verið eðlileg, hagað mér eðlilega, haft eðlilegar tilfinn- ingar. ..” Hann fann til næstum yfirþyrmandi bliðutilfinningar gagnvart henni. „Ég get sagt þér eina góða frétt,” sagði hann hlýlega. „Tilfinningar þinar gagnvart Karen eru eðlilegar. Það eru kringum- stæðurnar sem eru óeðlilegar.” Allt í einu brosti hún til hans. „Ég hef aldrei hugsað þannig um það áður.” Hann stóð upp, rétti fram höndina og hjálpaði henni á fætur. „Bíddu aðeins,” sagði hann. „Eftir eina til tvær vikur skaltu vita aðaðgerðin hefur heppnast.” Hönd hennar stirðnaði í hans. „En hvað ef svo verður ekki? Ef aðgerðin hefur ekki heppnast?” „Ef svo verður mun dr. Muir aðeins þurfa að endurtaka aðgerðina. Það er allt og sumt.” Hann fann á fingrum hennaraðspennan minnkaði. Þau gengu um grasbalana. Kvöldljós- in blikuðu í fjarlægð. Þaðdimmdi óðum. „Hvernig er Ástralia?” spurði hún lágt. „Þegar ég var þar hafði ég engan tíma til að skoða ...” „Það er dásamlegasta land i heimi,” sagði hann af tilfinningahita og hann vissi að hvað honum viðvék var þetta satt. Hann leit brosandi framan í hana. „Þú myndir verða ánægð þar,” bætti hann við. Hún leit í augu hans og andlit hennar var alvarlegt. „Myndum við verða það, Peter?” Framhald í næsta blaði. — FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTAR MANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifæri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 1 og 5 v ^ TIL GJAFA Svissnesk úr, öll þekktustu merkin. Gull- og silfurskartgripir, skartgripaskrín, mansettuhnappar, silfurboröbúnaöur, bókahnífar og margt fleira. - ALLT VANDAÐAR VÖRUR — 14. tbl. Vikan 67

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.