Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 5

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 5
Frumbyggjar Norður-Ameriku hafa nú tekið ofan fjaðurskrautið en sett upp marglitar derhúfur. Hér dæla þeir bensini á hálfkassabil framan við eitt kaupfélagið i Nýju-Mexikó. dagskrám sínum yl'ir í þjónustu- útvarp fyrir fórnarlömb hamfar- anna. Allt að einu var hálfkalt í veðri. Gestgjafi Vikunnar í Denver- borg heitir Þórir Helgason matreiðsluniaður sem dvalið hefur nokkur ár vestan hafs og getið sér góðan orðstír í ríki Gastrónómíu. Þórir starfar þegar hér er komið sögu sem veislu- stjóri í sveitaklúbbi borgarinnar og hefur oft verið fenginn til að opna nýja matsölustaði með pomp og pragt og löngum matseðli. Því má með sanni segja að þangað liggi langur vegur frá námsstaðnum i Hafnarbúðum í Reykjavík. Meistari Þórir hafði frá mörgu að segja og það var eiginlega eins og að koma úr tíma þöglu kvikmyndanna yfir í talmyndir að hitta Þóri Helgason þarna í léttu snjókófinu. Frá Denver lá leið Vikunnar um skíðaheima í ómældri fegurð Klettafjallanna. Þar verður betur ljóst hvers vegna íslenskur ferðaiðnaður mun aldrei lifa á fjallalofti einu saman á meðan aðrar þjóðir geyma slíka dýrð í túnfætinum. Hvítfexta tinda ber hátt við himinblámann og grænar hlíðar grenitrjánna steypast ofan í snar- brattar klettagjár. Áfram sytra lækjarsprænur og glampar á sporðaköst. í brekkunum hafa skiðamenn fundið sér griðland og þar tímgast bakterían með hraða Ijóssins. Rauðklæddur blaiknefji frá norður- slóðum framan við eina indiénabúð sem býður ferðamönnum fjölbreytt glingur og annað drasl til minja um frumbyggja landsins. Kaktusar eru merkilegar jurtir í flóru eyðimerkurinnar. Hér vaxa nokkrir litlir framan við sýningardeild i dýra- garðinum i Fönixborg i Arisónaríki. Náttúrufegurð Klettafjallanna er víða hrikaleg en myndin sýnir Draumavatnið i þjóðgarði i KólóradófyMci. Fylkisbúar í Kólóradó lifa einkum á akuryrkju og garðrækt ásamt námugrefti í fjöllum en búpeningur og ferðafólk konia einnig þar viðsögu. Indíánaglingur við vegarkant- inn Þegar litadýrð Klettafjalla sleppir taka við auðnir i rauðskinnasveitum Nýju Mexikó því Vikan heldur nú suður á bóginn í leit að sólinni. Þar sitja indíánar á friðarstóli í sérstökum verndarsvæðum víða um fylkið. Tala kynblendra og minnihlutahópa er há og fyrir bragðið er ólæsi mikið í sveit- inni. Fjöldi milljónera er hlut- fallslega nokkuð góður eins og sér á meðfylgjandi töflu fyrir áhugamenn um annarra hagi. Jarðskorpan er hlaðin málmum og mikið skepnuhald þrífst vel á hrjóstrugu landinu. Vikan áði í bænum Sante Fé en sá staður kemur ferðafólki nokkuð spánskur fyrir sjónir. Áður fékk Vikan þá ráðgjöf í veganesti að hafa sig hæga þar um slóðir því heimamenn væru blóðheitir og fljótir að draga um barkann á komufólki. Þessu til 45. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.