Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 14
Framhaldssaga vildi þá gat hún fengið það — þó hugsunin ein nægði til að hann streittist móti. Hann hafði talið sjálfum sér trú um að hann væri ekki sérlega spenntur fyrir henni, en nú réð hann ekki við til- finningar sínar. Hún var indæl stúlka og hann var bæði sár og afbrýðisamur — það var ekki við öðru að búast. Vindurinn feykti hári hans og hann pírði grá augun til að forðast regn dropana. Vegavinnumaður kom gangandi eftir götunni þar sem Ríkarður hafði lagt bíl sínum. Hann athugaði hvert væri verið að fara á bílnum og stóð kyrr um stund. — Þú ætlar þó ekki að fara yfir fjallið? — Jú, svaraði Ríkarður stuttaralega. — Ertu með vetrardekk? Ekki það? Þá ráðlegg ég þér að fara ekki yfir núna. Það hefur rignt I allan dag og það getur þýtt að það sé snjór á fjallinu. Það er ekki þar með sagt að ég sé viss, en Hvítafjall er óútreiknanlegt. Rikarður baðaði út höndununt. Hann skyldi ekki vera stöðvaður svo auðveld- lega! — En ég þarf að koniast yfir fjallið. Maðurinn klóraði sér I hnakkanum. — Ræddu við ívar. Langferðabíllinn hans stendur þarna við torgið. Hann ætlar víst að l'ara eina ferð til Vindeiðis áður en vetur gengur I garð. Ríkarður gekk rakleiðis til torgsins. Þar stóð lítill langferðabíll sem þegar var orðinn hálffullur af fólki. Það voru greinilega fleiri sem ekki þorðu að kéyra vfir fjallið til Vindeiðis. hugsaði hann. Eigandi bílsins var sterkbyggður maður á fertugsaldri með Ijósan hár lubba. Hann sagði Ríkarði að hann gæti fengið far. Snjór? Varla á þessum árstfma, og ef svo væri þá væri það bara rétti liturinn. Hann skyldi bara setjast inn. Ríkarður fór aftur að bílnum sinum og lagði honum á betri stað. Gekk síðan aftur að torginu og steig upp I gamla langferðabílinn og fann sæti mátulega aftarlega I honum. Hann var ákveðinn I að fara yfir fjallið og koma vitinu fyrir Marit. Hann hafði hugsað unt framtið þeirra á meðan hann ók norðureftir. Það hlyti allt saman að ganga þó hann hætti ekki að vinna hjá lögreglunni I Osló. Hún gat hreinlega ekki verið ástfangin af þessum manni sem hún ætlaði að fara að giftast. Það voru jú ekki nema sex vikur síðan hún var I heimsókn hjá honum I Osló. Hann hugsaði aftur i tímann. Heint sóknin hafði ekki verið sérstaklega vel heppnuð. Hann hafði alltaf verið að vinna og þeim hafði ekki komið vel saman. Þau höfðu ekki haft mikið um að tala. En það var honum að kenna. Aumingja Marit, hún hefur líklega verið einmana og fleygt sér i fang annars manns! En það var barnalegt hjá henni að hefna sín með því að birta til kynningu I blaði! I lann var að missa stjórn á skapi sínu. Átti ekki að fara að leggja af stað. eða hvað? ívar var að ferma bílinn og hafði sér til aðstoðar sjálfsánægðan og óvenju myndarlegan ungan mann. Ríkarður virti fyrir sér samferðafólk sitt. Fremst I bílnum sátu nokkrar eldri konur og bændur, sem ætluðu ekki langt ef dæma mátti af samræðum þeirra. Þau bjuggu greinilega rétt uppi I fjallinu. Við hliðina á Ríkarði, hinum megin gangvegiarins, sat vel klædd kona. Það var erfitt að geta sér til um aldur hennar — Iiann taldi hana þó vera yfir sjötugt. Hún reykti mikið og virtist óþolinmóð. Hún horfði stöðugt út um gluggann eins og hún biði eftir að bíllinn æki af stað. Fyrir framan hann sat ungt par. Hann var dökkhærður, fölur, þéttvax inn og með þykkan hnakka. Klæðnaður hennar fylgdi óþægilega mikið settum reglum og það var fýlusvipur á andliti hennar, rétt eins og hún byggist við að verða skömmuð þá og þegar. Þegar þau settust sá Rikarður baksvip þeirra. Hún var vel I holdum og hann virtist grófur og það var eitthvað óaðlaðandi við hann. Skáhallt við Ríkarð sat ung stúlka íklædd þykkum hvítum jakka og með skinnhúfu. Það sátu nokkrir fyrir aftan hann en hann var ekki nógu forvitinn til að snúa sér við og virða þá fyrir sér. Unga stúlkan sneri höfðinu litið eitt. Ríkarði brá og endurminningarnar streymdu gegnum huga hans. Jennifer? Nei! Af öllu fólki á jörðinni. . . ekki Jennifer, svo kaldlynd gátu forlögin ekki verið I hans garð! Hún var siðasta mann- eskjan sem hann vildi hitta núna þegar hann var bæði óhamingjusamur og afbrýðisamur, þurfti að hugsa skýrt. Jennifer fylgdu alltaf óþægindi, svo ekki væri minnst á óhöpp! Hún sneri höfðinu aðeins meira og hann sá vangasvip hennar. Jú, þetta var hún! Engin I heiminum leit jafntrúverð- uglega út og Jennifer. Hálfsítt Ijóst hárið liðaðist undan skinnhúfunni — augun, stór og barnalega blá. Hvernig gat hann komist hjá þvi að hún kæmi auga á hann? Hann mundi að hún hafði setið niður- lút viðbóklestur þegar hann kom inn. Hann slyppi kannski viðað hitta hana ef hann léti hana fara fyrst út þegar þau væru komin til Vindeiðis. Hún hafði litið breyst. Kannski var komin reynsluhrukka undir augun en það var ekki áberandi. Jennifer var fæddur einfari, til að búa við mótlæti heimsins. Loks komu ívar og aðstoðarmaður hans inn. ívar settist við stýrið og hinn við hliðina á honum. Langferðabíllinn var settur I gang. Þegar þau hossuðust út úr smábænum gleymdi Rikarður særðu stolti sínu I fyrsta skipti og minntist fyrstu kynnasinnaaf Jennifer. Það var þegar yngri bróðir hans Jonni varfermdur. . . Ríkarður, sem setið hafði aftarlega i kirkjunni, hafði siðar heyrt prestinn segja frá því sem gerðist og minntist líf- legrar frásagnar hans, setti sig í hans spor. Fermingarbörnin stóðu eins og hvitur hálfkrans fyrir framan prestinn og störðu hátíðleg á hann. Öll nema eitt. Presturinn fletti blöðum bókarinnar taugaóstyrkur. Ræða hans var falleg en svæfandi og hann endurtók setning- arnar. Aðeins klukkutími I viðbót. hafði presturinn hugsað. Síðan þarf ég ekki að heyra mjúka og einlæga rödd hennar bera fram spurningar sem erkibiskup getur ekki einu sinni svarað. Hún getur ekki tekið upp á neinni vit- leysu héðan af. Hún getur það ekki. getur þaðekki, geturekki! Það var eins og presturinn blótaði innra meðsér. Kirkjan var troðfull. Hrærðar ntæður með tárin i augunum, stoltir feður og ættingjar af öllu tagi — og Ríkarður, sem vonaði að yngri bróðir hans yrði fjölskyldunni ekki til skammar. Þá þekkti hann ekki ennþá til Jennifer. Blómaskreytingarnar I kirkjunni hurfu næstum i fjölskyldumergðinni sem fylgdi sautján börnum til fermingar. Sextán þeirra fylgdust áhugasöm með orðurn prestsins. Hvað er stelpan nú að gera? Hún beygði sig, lagði hendur á hné og fylgdist með einhverju á köldu steingólfi kirkjunnar. Presturinn gekk einu skrefi nær börn- unum. — Stoppaðu! hrópaði Jennifer. — Stigðu ekki á býfluguna! Presturinn leit niður og sá býflugu skríða eftir gólfinu. — Ég verð að fara með hana út. sagði Jennifer áhyggjufull og tók um annan væng hennar. Hún gekk alvarleg eftir kirkjuganginum með suðandi flug- una I hendinni og lét hneykslunarsvip fólksins ekkert á sig fá. Hún var með all- an hugann við litlu varnarlausu býflug- una sem presturinn var rétt búinn að kremja undir nýpússuðum skóm sínum. Presturinn náði sér og brosti sjálfsör- uggur. — Fögur sjón, sagði hann. — Það má ekki skaða nokkra lífveru i húsi guðs. Jennifer setti býfluguna á strá fyrir utan kirkjuna og sneri aftur til athafnar- innar. — Þá er það búið, sagði hún róandi við prestinn. Ríkarður átti erfitt með að halda hlátrinum niðri. Góði guð. bað presturinn I huga sér. Ekki fleiri býflugur! Mild barnsaugu Jennifer fylgdust áhugasöm með honum. 1 samanburði við félaga sína var hún hjartahreint barn — og hættulegri en kobraslanga! Bikarinn og oblátan voru látin ganga. Presturinn muldraði setninguna um líkama og blóð Krists frammi fyrir hverju barni. — Nei! sagði Jennifer og klemmdi saman munninn. Presturinn stundi. — Hvaðer það nú? og spurði holri röddu. — Hvað er að. Jennifer? — Þú sagðir að þetta væri . . . byrjaði Jennifer. — Það er aðeins táknrænt, Jennifer min. í rauninni er þetta bara vín. — Þetta er erfitt að skilja, sagði hún rugluð. — Því ef það er það sem þú sagðir fyrst að það væri þá finn ég þannig bragð af því og þá get ég ekki drukkið það. En ef það er bara vín og bragðast eins og vín þá hefur þetta eng- an tilgang. Ekki rétt? Hönd prestsins krepptist um bikarinn svo hnúarnir hvítnuðu. Hann vissi hvað Jennifer átti auðvelt með að imynda sér og vissi að það var ekki hægt að fá hana ofan af því sem hún hafði tekið I sig. Það var ekki eitt einasta barn I öllum Noregi sem gæti fengið slíka hugmynd nema Jennifer — en hann ætlaði að koma henni I skilning um hvað væri um að vera! — Hvað með oblátuna? spurði hann til aðfá umhugsunarfrest. Hann mátti svo sem vita að hann kæmist ekki heldur klakklaust I gegnum þessa athöfn. Jennifer braut oblátuna hátíðlega I tvennt og borðaði helminginn. Þegar hann spurði hvers vegna hún borðaði ekki hinn helminginn svaraði hún: — Ég fer með hann heim handa hundinum minum. Ég er vön að deila öllu sem ég fæ með honum. Hún vafði því sem eftir var oblátunn- ar varlega inn í vasaklútinn sinn. — Jennifer! hrópaði presturinn. — EHefu dagar í snjó 14 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.