Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 45
Ónýtar hemlur Karls gátu naumasl haldið um koksmolann. Hann brosti þegar það tókst og bað Weinberg að halda spjaldinu kyrru. Svo tók hann til við að teikna með stórum. sveil'lukenndum dráttum. Ég hef séð myndina. Inga á hana. Ég er ekki viss um hvað hún táknar. Mýri. dimmur himinn, ský, og upp úr grugg- ugu vatninu teygist hönd í átt til himins. Hann teiknaði áfrani. þakkaði Weinberg fyrir hjálpina og bað hann um að varðveita siðustu mynd sína. Karl dó fáeinum vikum síðar — úr taugaveiki, kóleru, enginn veit það. Ef til vill svalt hann til bana. Eða þá að hann missti hreinlega lífsviljann. Líkanii hans var dreginn burt og brenndur og aska hans blandaðist ösku foreldra okkar og milljóna annarra. Dagbók Eiríks Dorfs Auschwitz i nóvember 1944. Ég er orðinn flökkufulltrúi Þriðja rikisins, — eilíflega að gefa skýrslur um endanlegu lausnina, safna saman tölum. bera mig saman við Eichmann, Hoess. aha hina, sem þátt eiga i þessu ofboðs- •ega verki. Siðasta júlí löru Rússarnir yfir fanga búðirnar í Lublin. Kötturinn var slopp- tnn úr sekknum — eins og það hefði nokkru sinni verið hægt að halda þessu leyndu. Hryllingsmyndirnar — svo Anelavitz kennlr Aaron að beita einni byssunni sem drengurinn smyglaði inn i gettöið í Varsjé. nefndu — eru búnar að vera til sýnis fyrir heiminn allan. Auðvitað neitum við þeim og fullyrðum að þvert á móti séu þetta rússnesk grimmdarverk framin á Pólverjum. En sú staðreynd, að heimurinn er smám saman að frétta um viðtæka „fólksflutninga" okkar hefur ekki dregið kjarkinn úr Eichmann. Jafnvel nú. þegar smáatriðin í sambandi við dauða- búðirnar eru að komast i hámæli. er hann að skipuleggja fjöldaflutninga rómanskra gyðinga. Allt haustið 1944 er Eiehmann með minni aðstoð búinn að halda flutningunum gangandi, frá Hollandi. Belgiu, Frakklandi. Þeir sent lifðu af gettóið i Kraká voru sendir til Auschwitz. Bara siðasta mánuðinn er Eichmann búinn að senda 35.U00 gyðinga frá Búdapest til hinna ýmsu búða, allt það fólk á að „flytja". í Lublin hengja Rússarnir starfslið okkar i Maidanek-búðum. Þó gefumsl við ekki upp. hvorki Eichmann. Hoess, ég né margir aðrir. Himmler er búinn að gefa út fyrir niæli um að likbrennsluofnarnir i Aus- chwitz verði eyðilagdir. Það er næstum hætt að taka fólk af lífi með gasi i Aus- chwitz. Þess í stað leggjum við okkur alla fram um að flytja fangana vestur, færa þá búðir úr búðum. skrefi framar en Rússarnir. Alls kyns geðveikislegir og fáránlegir hlutir eru að gerast, eins og enginn liafi stjórn eða viti nákvæmlega hvernig á að bregðast við frammi fyrir yfirvofandi ósigri okkar. I dag bárust fyrirmæli um að flytja aðeins „ungverska gyðinga" frá Bergen-Belsen til Sviss — skipanir frá hverjum? Hvers vegna? Og á morgun fæ ég kannski skeyti um að allir fangar i Auschwitz eigi að þramnia vestur. á staði eins og Gross Rosen og Sachsen hausen. Heldur Himmler I raun og sannleika að hann geti dulið verk okkar? Heldur hann |og Kaltenbrunner og aðrir yfirboðarar mínir) í fúlustu alvöru að þeir geti breytt eðli verka okkar með því að flytja til okkar þúsundir sveltandi drauga? Samt höldum við þeim á ferð um allt Pólland, Þýskaland. Tékkóslóvakíu, tugum þúsunda þessara gyðinga. tötrum klædda, deyjandi við vegarbrúnina, hrynjandi niður úr hungri og sjúkdóm- um, Væri ekki einfaldara að binda enda á þjáningar þeirra á einfaldan hátt með Zyklon B? Gætum við þá ekki sagt að aðgerðir okkar hafi sprottið af mannúð? Mannlegt úthald og lifsvilji er á þrotum hjá þessum gyðingum — og öðrum — og er þá ekki það eina rétta að leyfa þeim að deyja eins hratt og kvalalaust og unnt er? En óekkí. Yfirmenn mínir halda uppi þeim blekkingarleik að búðirnar hafi aldrei verið til. að þar hafi aldrei neinn dáið. að aldrei hafi verið nokkuð í likingu við gasklefa og ofna. Stundum finnst mérég næstum trúa þvi. Auðvitað hefur þetta bitnað á einka- lífi minu. Ég hitti Mörtu sjaldan, og við tölum fátt saman, hvað þá að við deil- um rúmi. Nú er Pétur kominn í einkennisbúning og er i þjálfun með svonefndri „úlfahjörð" sem á að berjast uns yfir lýkur til að verja Berlín. Hann er hávaxinn og myndarlegur piltur, þó hafði ég fátt að segja við hann þegar ég hitti hann siðast. Lára grét mikið. Hún var oftast svöng og kenndi Mörtu og mér um allt saman, enda sjálfselsk svo sem barna er háttur. Bechsteininn er enn í íbúð okkar — skemmdur en ennþá hægt að leika á hann. Marta ætlaði að setja Láru í tíma, það varðekki af því. — # wU / viltu brevla. þarftuaöbœta Gólfteppi Golfdúkar Málningarvörur Veggfóóur Vandaóur gólfkorkur verö á m2 kr.5.300 \ Aeryí teppin komin aftur Óbreytt veró LITAVER Giensásvegi 18 Hreyfilshúsinu Sími 82444 45. tbl. Vikan »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.