Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 27

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 27
I Enda þóu fyrsta reynslan af þvi að verða ástfanginn valdi unglingum oft sársauka og tárum er henni yfirleitt lýst sem fallegri og óhjákvæmilegri. Það er einnig oft litið á fyrstu ástarævintýri unglinga sem forleik að þeim tilfinning- um sem skipta máli þegar kynferðislegar óskir fara að gera vart við sig. Fram að fjórtán ára aldri er algengt að stulkur geri hosur sinar grænar fyrir drengjum ur fjarlægð en hjá drengjum varir þetta timabil yfirleitt lengur. Hversu lengi þetta ástand varir er þó alltaf háð þroska hvers og eins. Fáir unglingar um fjórtán ára aldur hafa kynferðislega reynslu. Það er yfir- leitt útbreiddur misskilningur að unglingar nú á dögum hafi öðlasl kynferðislega reynslu miklu fyrr en for- eldrar þeirra. Nær allar rannsóknir i nágrannalöndum okkar sýna að ungling- ar hafa ekki samfarir fyrr en áður er álitið að hafi tiðkast og að meðaltals- aldur fyrir fyrstu samfarir er á milli 16 og 17 ára. Það er hins _ vegar ekki bara á kynferðissviðinu- sem ungltngar virðast vera eins reynslulitlir og fyrir 20-50 áruni. Þeir virðast einnig vera eins óöruggir og tilfinningalega lokaðir og foreldrar þeirra hafa verið. Erfitt að sýna tilfinningar Það kemur fyrir að fyrsta ást unglinga sé endurgoldin, þ.e.a.s. strákurinn sem stelpan er hrifin af er líka hrifinn af henni. En þrátt fyrir að jákvæðar tilfinningar geti verið á báða bóga eru unglingar á aldrinum 12-15 ára oft það feimnir hver við annan að þeir þora ekki að sýna hver öðrum neinar tilfinningar. Unglingana vantar reynslu. þeir vita ekki hvernig þeir eiga að konta orðum að hlutunum og eru hræddir um að það sem þeir kynnu að segja myndi hljóma asnalega. Oft þaulhugsa unglingar hvað þeir gætu sagt við þann sem hrifningin beinist að en segja það siðan aldrei við viðkomandi. Unglingar geta verið óumræðilega hræddir við að sýna hver öðrum tilfinningar. og tilhugsunin ein um að gera það getur verkað nteira ógnvekjandi en nokkuðannað. Ungling ar þora heldur ekki að biðja foreldra sína eða aðra fullorðna um ráðleggingar. þvi að þeir óttast gjarnan að fullorðnum liki ekki aö þeir séu farnir að hugsa unt hitt kynið. Það eru nt.a. þessir erfiðleikar unglinga sem valda þvi að þeir bera sig upp við einhvern nafnlausan. eins og bréfakassa. Hvað unglingurinn býst við að fá i gegnum bréfakassann er hins vegar nokkuð óljóst. Vonast hann eftir hjálp við lausn ástamála eða er bréfa- kassi einungis öryggisnet og hjálp til að fá útrás fyrir tilfinningar. þegar allt annað virkar vonlaust? Þessu geta sennilega margir unglingar svarað. sent skrifa til Pósts Vikunnareða hvað...? Erlent — sönn ást! Fyrrunt bítill Ringo Starr ætlar að kvænast á ný þrátt fyrir ótal vonbrigði og misheppnuð ástarsambönd. Kærastan heitir Barbara Bach. Þau kynntust við töku kvikntyndarinnar Caveman.’ Eftir að hafa lent i slæmum sameiginlegum árekstri og sloppið litt nteidd ákváðu þau að skilja aldrei framar. Barbara er 33 ára. fyrrum Ijósmyndafyrirsæta og tveggja barna móðir. Hún er einna þekktust fyrir að leika rússneskan njósn- ara i James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Skötuhjúin ætla að búa sitt á hvað i Los Angeles og á Rivier- unni. Ringo karlinn er orðinn fertugur að aldri og hefur mátt þola sitt af hverju. Hann skildi við konu sina Maureen fyrir 5 árum og missli forræði barna sinna þriggja. Samband hans við næstu vinkonu, Nancy Andrews. gekk fremur stirðlega og hann var haldinn þunglyndi. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári fékk hann slæma þarmastiflu og þurfti að gangast undir uppskurð. Til þess að kóróna ólánið brann siðan heimili hans sjö mánuðum seinna. Þó bruninn hafi e.t.v. ekki skaðað hann svo ýkja mikið fjárhags- lega missti hann þar marga ómetanlega muni. Þar á meðal voru allir helstu minjagripir hans frá bítlaárunum. En nú er þess að vænta að síðasta óhappið hafi verið lán i óláni. Þau Ringo og Barbara kvíða ekki framtiðinni og eru yfirmáta hrifin hvort af öðru. Þau gera sér grein fyrir hve hjónabönd Hollywood stjarn anna eru brothætt og láta hverjum degi nægja sina þjáningu. RINGO + BARBARA 45. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.