Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 13

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 13
dagar í snjó Fjarri öllum manna- byggðum stóö húsið og beið. Þetta var dautt hús, án tilfinn- inga og hafði svipmót hins illa. Brátt yrði þetta hús vettvangur mikilla sviptinga í lífi. átta einstaklinga. Líf þeirra átti eftir að taka nýja stefnu - til hins betra eða til hins verra... Ellefu Það mátti ráða af svip viðmælandans að hann hafði tekið ákvörðun. Röddin var köld. — Bróðir minn hringdi í mig. Eins og þú veist liggur faðir minn fyrir dauðan- um heima á Vindeiði. Hann hefur legið banaleguna i nokkra mánuði. Ástkær bróðir minn hótar að senda föður mínum bréf og greina frá lítilmótlegum viðskiptum okkar, sem þýðir að ég missi arfinn. Hann myndi aldrei fyrirgefa mér. Þú verður að fara þangað strax og sjá til þess að bréfið nái ekki áfangastað. — Ég? Hvernig á ég að geta það? — Þú liggur jafnilla í þvi og ég ef -agan kemst á kreik. Bróðir minn ætlar ið láta vin sinn fara með bréfið — til að tryggja að það týnist ekki i póstinum. Eins og þú veist hatar hann mig. Ég get ekki farið þvi hann getur hafa sýnt vini sínum mynd af mér. Þú verður að fara — og koma i veg fyrir að bréfið nái áfangastað! — Má ég notast við öll tiltæk ráð? Viðmælandinn brosti út í annað munnvikið: — Þú lætur aldrei neitt á móti þér, en það er þitt mál. Ég þvæ hendur mínar. — Það verður ekki auðvelt að ná bréfinu! Né í vininn. — Auðveldara en þú heldur. Ég hef undir höndum upplýsingar. Ég veit t.d. hvað vinur hans heitir, hvenær hann leggur af stað og hvernig hann ferðast. Hlustaðu nú vel á.. . Ríkarður Mohr, lögreglumaður frá Osló, bretti upp kraga skinnjakkans þegar hann gekk út úr kaffihúsinu í. ókunnugum smábænum, Boren var hann vist nefndur. Hann horfði pirraður á iskalt regnið sem lamdi húsin og götuna. Rigning gat ekki stöðvað hann. Ekkert gat stöðvað hann eins og komið var. Hann hafði ekiðallan daginn til að komast hingað — nú var bara eftir spottinn yfir fjallið sem skildi hann frá áfangastaðnum. Hver gat búist við þvilíkum kulda i október? Að minnsta kosti ekki borgar- búi eins og hann. Hann hafði keyrt norðureftir á sumardekkjum og ef frá er talinn skinnjakkinn þá. var hann alltof léttklæddur. Kuldinn læsti sig gegnum þunnar buxurnar og upp eftir stuttum sokkunum. Um leið og hann hafði séð tilkynninguna í blaðinu hafði hann sest í bílinnoglagtafstað. Ótryggð hennar var með ólíkind- um.... Hann og Marit höfðu verið saman i eitt ár. Þetta hafði verið þægilegt sam band,' án allra skuldbindinga, eða svo hafði hann haldið. Hún — ung og aðlað- andi kennslukona — kenndi hérna i Vindeiði. Þegar hún var í Osló bjó hún hjá honum og hann hjá henni þegar hann var I heimsókn. Hann hafði alltaf sagt að hann tryði ekki á hjónaband og hafði aldrei lofað neinu. Hún virtist sömu skoðunar. Frjálslynt nútímafólk! Nú ætlaði hún að gifta sig — öðrum. Óvænt og á ruddafenginn hátt. Aðeins tilkynnt í dagblaði. Hann hefði kannski skilið það ef það hefði verið einhver sem bjó hérna uppfrá, það gat verið einmanalegt hérna og hún gat freistast til að gera eitthvað óhugsað. En nei, maðurinn var frá Osló eins og hann. Hann varð að ná tali af henni og það strax! Ef það var hjónaband sem hún 45. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.