Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 10

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 10
Jónas Kristjánsson skrifar frá Flórens Allt er óbreytt Flórcns er oft kölluð Aþena Italíu. Eins og Aþena var stjarna menningar l'ornaldar, varð Flórens stjarna endur reisnarinnar eftir myrkur miðalda. í fimm aldir, frá tólftu öld til sextándu aldar, var Flórens helsta menningar- miðstöð Evrópu. Flórensmenn urðu fyrst ríkir af vefnaði og síðan flugrikir af banka- rekstri. Flórinan varð á þessum tíma virtasti gjaldmiðill Evrópu. Flórens- menn fjármögnuðu styrjaldir og brúð- kaup aðalsætta Evrópu á endurreisnar- tímanum. Undir forustu Medici-furstanna varð Flórens uppeldisstöð og griðastaður lista- manna og rithöfunda, einkum þeirra, sem brutust undan fornum hefðum og hófu stíl endurreisnartimans til vegs og virðingar. Öll miðborg Flórens er enn eins og henni hafi verið kippt úr endurreisnar timanum inn til nútímans. Styrjaldir og eldsvoðar hafa látið borgina í friði. Þar er enn þann dag í dag ekki þverfótað fyrir listaverkum Botticelli, Leonardoda Vinci. Michelangelo og Rafael, svo að örfá dæmi séu nefnd. Þessi óhreyfða gamla miðborg er svo sem kilómetri á hvern veg. Á því svæði er allt. sem skiptir ferðamanninn máli, hallir, kirkjur og söfn, hótel og veitinga- hús. Það tekur aðeins kortér að ganga ntilli fjarlægustu staða. Kokkar Katrínar Á stórveldistíma Flórensmanna voru þeir taldir bestu matreiðslumenn áll'- unnar. Þegar Katrín af Medici giftist snemma á sextándu öld Hinriki af Orleans, síðar konungi Frakklands, flutti hún með sér matreiðslumenn sina. Hefðir flórenskrar matargerðar fluttust því til frönsku hirðarinnar og breiddust þaðan út til annarra Vestur landa. Hin klassiska matreiðsla, sem enn heldur velli á Norðurlöndum, á rætur sinar að rekja til Flórens. Heldur lægra er risið á matargerðar listinni þar i borg um þessar mundir. Meðan Rórn hefur 18 fyrsta flokks veitingahús, Feneyjar 12 og Mílanó 7, hefur Flórens ekki nema 6. Hún er ekki lengur fremsta matargerðarborg ítaliu. hvað þá Evrópu. Flórens hefur samt þann kost eins og Róm, að þessi veitingahús eru ekki dýr ari en hver önnur. I öllum þeirra nema cinu kostar þríréttaður veislumatur með vini og kaffi ekki nenia 6.500- 8.000 krónur á ntann. Og á dýrasta húsinu kostar veislan þó ekki nema 12.000 krónur. Fylgst með eldamennsku Hór er Grazia Bruno i forgrunni útsýnisins frá borði okkar inn i eldhúsiö. (Ljósm. KH) og fagmennsku. Einnig sáum við inn i opin arininn, þar sem maturinn var grill- aður. Le Fonticine er tæplega grein af hinum flórenska meiði matargerðar listar. Eigandinn, Grazia Bruno, er norðar úr landinu. frá héraðinu Emiliu. sem telja má á landamærum hrísgrjóna og hveitis, meðan Flórens er alveg í hveitilandinu. Sérgreinar signor Bruno Grazia Bruno er frægur fyrir „risotto”, hrisgrjónarétti og „bollito". soðið kjöt. Einnig tvenns konar hveiti- rétti, „lasagne al forno” og „tortelloni di ricotta”. Hið síðastnefnda er ricotta sauðaostur, innbakaður í hveitihylki. Lasagne-hveitiræmurnar eru búnar til með spínatblöndu og eru grænar að lit. Þær eru soðnar í vatni í fimm minútur. Síðan er blandað í þær þykkri sósu úr nautakjöti. kjúklingalifur, beikoni. kryddi, tómatsósu og hvítvini. Að lokum er osti stráð yfir og rétturinn bakaður við vægan hita í hálftíma. Þá eru frægar tvær súpur i le Fonticine. Önnur er páfasúpan, „Zuppa pavese”: Egg eru soðin í kjúklingasoði. síðan tekin upp, soðið síað og eggin látin aftur i soðið. Siðan er ristað brauð látið i súpuna og ostur rifinn þar ofan á. snillinga Þetta er í borg, þar sem dýrasta hótel- herbergið kostar 60.000 krónur á nótt. Og þar sem mönnum tekst tæplega að finna ódýrara hótelherbergi en 40.000 krónur, þótt þeir gangi sig upp að hnjám, svo sem lýst var i siðustu grein minni. Ættað frá Emilíu Eitt besta veitingahús Flórens er le Fonticine við Via Nazionale 79, eina aðalgötuna frá torginu fyrir framan járnbrautarstöðina, um 300 metra frá torginu. Veitingahúsið er þvi nálægt norðvesturjaðri miðborgarinnar. Við komum beint inn i eins konar for- herbergi með sætum fyrir 28 manns og buffet-skáp á miðju gólfi. Þar til vinstri var gengið framhjá opnu eldhúsi. stuttan gang inn í veislulegri sal, er rúmaði um 50 manns i sæti. lnnri salurinn var fullsetinn og við fengum sæti i fremri salnum. Þaðan var prýðilegt útsýni inn í eldhúsið. þar sem kokkar hjuggu heilu dýrin af list. hraða Inngangurinn i le Fonticine. (Ljósm. KH) 10 ViKan 45- tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.