Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 23
þennan tíma, en ég gerði mér enga grein fyrir stöðu minni, skildi ekki vandann. Ég taldi þá misnotkun mína öðru að kenna en sjálfri mér og ef aðrir væru góðir og nota- legir í návist minni, hlyti vandamál mitt að vera úr sögunni. Ég hefði þurft meiri tíma, enda vildu læknarnir halda mér lengur. En mér fannst ég verða að komast heim. Lífsánægja mín fór hins vegar ekki að vakna, fyrr en 5 mánuðum síðar. þegar mér fór að skiljast vandamál mitt. 3. Ég tók eiginlega ekki eftir neinum viðtökum, vegna þess að ég var sjálf alls ekki tilbúin að leggja aftur út í lífið. Ég veit ekki, hvernig farið hefði, ef Þórarinn hefði ekki sjálfur verið nýkominn úr meðferð. Það má segja, að hann hafi verið edrú fyrir mig fyrstu mánuðina á eftir. Hann bókstaf- lega bar mig á bakinu í gegnum þetta og hjálpaði mér að skilja. hvað ég átti við að „ etja. Og það verð ég að segja, að fyrir 2 árum hefði ég aldrei trúað því, að mér ætti nokkurn tíma eftir að líða eins vel og núna. |ar komriir im þjóðum? ÉG SAKNA EINSKIS INGVI ÞORSTEINSSON: 50 ára, náttúrufræðingur, einkum á sviði landbúnaðar, starfar á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Keldnaholti. Var í meðferð hjá SÁÁ á síðastliðnu vori. 1. Mér hafði verið það ljóst í nokkur ár, að ég var að missa undirtökin í þessari glímu — ef ég hef þá einhvern tíma haft þau. Ég hef mikið velt þvi fyrir mér, hvers vegna ég dró svo lengi að leita mér hjálpar. Ekki var ástæðan sú, að ég óttaðist almenningsálitið. Menn vissu, að ég drakk, og ekki var þá verra. að þeir vissu, að ég væri hættur því. Ég held, að skýringin sé sú, að þrátt fyrir allt hafi ég ekki tímt að verða af þeirri skemmtun, sem ég hélt, að áfengið veitti mér — hafi haldið, að það yrði ekkert gaman að lifa án þess. Nú finnst mér ég hins vegar geta afskrifað flestar ánægjustundir í sam'oandi við áfengis- notkun síðustu árin. Ég sakna einskis. Mér leið orðið illa, og ég fann betur og betur, hvaða áhrif drykkja mín hafði á mig sjálf- an, mína nánustu og umhverfi mitt. Allt í einu fann ég, að ég var búinn með minn kvóta og að ég var virkilega tilbúinn að veita viðtöku þeirri hjálp, sem stóð til boða. 2. Ef til vill kom það mér mest á óvart, hvað ég var móttækilegur fyrir meðferð- inni — hvað hún gekk vel í mig. Starfsfólk SÁÁ er mjög hæft og leggur sig mikið fram. Þarna ríkir sérstaklega gott andrúms- loft, og ég hef sjaldan kynnst öðrum eins samhug. Inntak þessarar meðferðar er ekki eingöngu fólgið í baráttu gegn alkóhólisma, heldur er hún einnig á annan hátt mannbætandi, og mér finnst ég líta jákvæðari og sanngjarnari augum á tilveruna en áður. 3. Ég átti ekki von á öðru en göðu í samræmi við þá hugarfarsbreytingu, sem nú er orðin gagnvart þessum sjúkdómi. Annað hefur heldur ekki komið í Ijós. Allir hafa tekið þessu vel, bæði í einkalífinu og á vinnustað. Ég hef ekki farið í launkofa með, að ég hafi verið í meðferð, meðal annars vegna þess, hve vel mér líður nú, bæði andlega og likamlega. Ég er svo ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun og framkvæmt hana og með árangurinn af henni, að ég vil ekki fara dult með það. 45. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.