Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 11
„Stracciatella alla romana” er hin súpan, rómverskrar ættar: Þeytt eru saman egg, ostur og hveiti. Þessu er blandað í sjóðheitt kjúklingasoð, sem siðan er þeytt kröftuglega með gaffli og borið fram alveg við suðupunkt, Frábær vín Vínlistinn er hins vegar af heima- slóðum, valinn af Silvano Bruci vin- þjóni, Þar eru fyrst og fremst göfug Chianti vín héraðsins kringum Flórens og suður af borginni. Við völdum okkur mjög ilmgott Chianti Classico 1973 frá Montagliari, prýðilegt vín á 4.000 lírur. Þjónustan I le Fonticine var hröð og kunnáttusamleg, vinsamleg og hjálpleg. Það var líka gaman að fylgjast með samspili kokka og þjóna. Flraðinn var óskaplegur, en hvergi virtist neitt mistakast. I forrétt fengum við „Prosciutto San Daniele con melone”. Það er næst- frægasta, italska hráskinkan, borin fram með melónubátum. Skinkan var mikil og góð, en dálitið skorpin í kantana. Hinn forrétturinn okkar var „Risotto al pomodoro”, fullur diskur af tómata- blönduðum hrisgrjónum, sjóðheitur réttur og bragðsterkur, með smjöri og rifnum osti ofan á. Þetta var eins gott risotto og best gerist i Feneyjunt. Verðið var 2.500 lírur. 1 aðalrétt fengum við „Pollo bollito" eða fjórðung af soðnum kjúklingi, meyrum og finum, án nokkurs meðlætis. Til hliðar pöntuðum við disk af salati og tómötum, vættu i olífuolíu og ediki. Allt var þetta mjög gott og kostaði 4.600 lirur. Hinn aðalrétturinn var „Scaloppine de vitella con funghi porcini" á 6.500 lírur. Þetta voru kálfakjötsneiðar með þurrkuðum sveppum, bragðgóðar, en fullmikið jóðlandi í olíu. í eftirrétt fengum við ofsalega góðan „Gorgonzola” gráðaost, hinn besta, sem við höfum fengið á ævinni. Hann kostaði 1.800 lírur. Einnig fengum við fersk jarðarber á 2.000 lirur. Að fastagjaldi og þjónustugjaldi meðtölu, svo og kaffi, á svona veisla að kosta um 8.000 krónur á mann i le Fonticine. Það er vissulega lágt verð fyrir mikil gæði. Stuttar leiðir Frá Fonticine eru stuttar, 300-400 metra leiðir til Medici-Riccardi hallar- innar frá árinu 1444, San Lorenzo kirkjunnar, gerðrar af Brunelleschi, og Santa Maria Novella kirkjunnar frá árinu 1278, rúmlega 700 ára gamallar. Jónas Kristjánsson (Le Fonticine, Via Nazionale 79 r, sími 28 21 06. lokaðá laugardögum). / næstu Viku: Celestino Ný framhaldssaga Kurt Ard leggur síðustu hönd á teikningu með eigin smásögu. Norrœn samvinna í verki Ný framhaldssaga eftir norskan höfund með myndum eftir danskan teiknara. Kannski er of fljótt að tala hér um það sem kemur á næstu opnu. Þið eruð ekki búin að fletta. Nema náttúrlega þeir. sem byrja alltaf aðflettaaftan frá. En samt: Á næstu opnu byrjar ný og spennandi framhaldssaga: Ellefu dagar I snjó. Höfundurinn er Margit Sandemo, norsk kona, sem undanfarinn hálfan annan áratug hefur verið mikilvirkur rit- höfundur og vinsæll. Eftir hana liggja nú 35 skáldsögur, sem birst hafa samtals um 200 sinnum, iðulega sem framhalds- sögur í skandinavískum blöðum. Vikan hyggur gott til samstarfs við Margit Sandemo, sem hefur ekki áður verið þýdd á islensku. Kannski staldra bó flestir fvrst við myndskreytinguna með sögunni. Höfundur hennar er danskur — þið sjáið að norræn samvinna er ekki bara orðin tóm. Hann heitir Kurt Ard og er löngu orðinn víðkunnur fyrir mynd- skreytingar sínar í vikublöðum og öðrum fjölmiðlum, ekki sist á Norður- löndum. Annars er Kurt Ard dálitið eftir- tektarverður maður. Myndskreytingar hafa verið hans lifibrauð í um þrjá áratugi, eða frá því hann var innan við tvítugt. „Það tók mig rösk tuttugu ár að uppgötva, að ég var eiginlega hæfi- leikalaus, en þá var það of seint, ég var frægur,” segir hann sjálfur með dæmigerðri danskri kimni. Þar að auki var hann látinn læra á píanó i þrjú ár. þegar hann var ungur, og var meinbölv- anlega við það. En þegar hann losnaði úr þeirri prisund fór hann að spila og hafa gaman af þvi og siðan hefur tón- listin verið honum ofarlega I huga — hann hefur samið fjöldann allan af lögum og textum sem náð hafa vinsældum i hans heimalandi — Danmörku. Annars er ekki auðvelt að ákveða hvert hans heimaland er. Hann hefur átt heima bæði i Sviþjóð og I Banda- rikjunum, og nú er nærri kominn áratugur siðan hann fluttist til Spánar og reisti sér hús skammt frá Torremolinos, þar sem hann býr nú með tveim börnum sínum á unglingsaldri. Vikan hefur fengið einkarétt á Islandi á teikningum hans með sögunni Ellefu dagar í snjó og kannski fáum við síðar að sjá lika eitthvað af hans eigin sögum — sem hann myndskreytirauðvitað sjálfur. Húsið hans Kurts Ard á Spáni er að sögn eitthvert spánskasta hús sem fyrírfinnst i Malaga — en þó teiknaði hann það auðvitað sjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.