Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 48

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 48
Undarleg atvik auðmönnum einum til skemmtunar og hagnaðar). Eins og nærri má geta gáfu stjórn- endur ríkis [íess sem hann var fæddur í, Lu, lítinn gaum að tillögum hans og ábendingum. En vegna þessara hugsjóna varð það heitasta ósk Konfúsíusar að hljóta ábyrgðarstöðu þar sem hann gæti framkvæmt hugsjónir sínar. Það kemur víst fæstum á óvart að slíka stöðu fékk hann aldrei, því litill vafi leikur á því að valdhöfum mun hafa þótt kenningar hans stór- hættulegar. En hvernig gátu áhrif hans þá orðið svona mikil! Jú, það gerðist með þeim hætti að brátt mynduðust utanum hann hópar lærisveina, sem Konfúsíus kenndi, og þegar ungur maður hafði hlotið nægilega menntun hjá Konfúsí- usi sótti hann um starf fyrir nemanda sinn hjá ríkinu og sýndi í þeim efnum ótrúlega snilli, enda urðu margir nemendur hans framúrskarandi embættismenn. En sá var gallinn á gjöf Njarðar að því minna tillit sem þeir tóku til kenninga kennara sins því betur vegnaði þeim hjá valdhöfunum. Áhrif- anna af kenningum hans gætti af þessum ástæðum ekki sem skyldi á hans dögum. Engu að síður fór svo mikið orð af þessum spaka manni að honum var að lokum veitt opinber staða með feikna- virðulegum titli. En hann var ekki lengi að segja starfinu lausu þegar hann uppgötvaði að titlinum fylgdu engin völd. Hann var nú kominn á sextugsaldur. en þrátt fyrir það' lagði hann næstu tíu árin í ákaflega erfið og stundum stór- hættuleg ferðalög um hin ýmsu ríki í leit að valdhafa sem tryði honum fyrir ríkis- stjórn. Þegar hann var orðinn 67 ára gamall tók hann að lokum boði nokkurra lærisveina sinna um að hverfa aftur heim til Lu. Og þar hélt hann svo áfram að kenna til dauðadags, árið 479 f. Kr., en þá var hann 72 ára. Kennarinn ogfrœðimaðurinn Fyrir daga Konfúsíusar höfðu höfðingjarnir að vísu kennara og embættismenn sem kenndu undir- mönnum sínum vinnubrögðin. En Konfúsíus virðist vera fyrsti einka- kennarinn í Kína og sá fyrsti til að beita kenningum sínum til þess að bæta stjómarfarið. Það fara engar sögur af þvi að hann hafi flutt fyrirlestra. Líkt og Sókrates síðar gerði í Hellas átti hann samræður í smáhópum eða við einn I einu. Hann athugaði gaumgæfilega lyndiseinkunn hvers nemanda fyrir sig og reyndi síðar að þroska manninn alhliða. Hann lagði megináherslu á ein- lægni og öll kenning hans var byggð á siðfræðinni. Hann taldi stjórnvisku byggjast á beitingu siðferðilegra lögmála. Til þess að dýpka skilning nemenda sinna lét hann þá kynna sér mannkynssögu, skáldskap og hljómlist. Til þess að kenna þeim að bregðast á réttan hátt við vandamálum lífsins kenndi hann þeim ýmislegt um mannleg samskipti og hvernig þeir ættu að haga sér við margvíslegar aðstæður. Hann var hvorki strangur né kreddu- fastur kennari. Hann tók það til dæmis ekki illa upp þótt nemendur væru ekki sammála honum og stundum viður- kenndi hann jafnvel að þeir hefðu rétt fyrir sér. En með því að leggja áherslu á rétt og skyldu einstaklingsins til þess að taka meginákvarðanir sjálfur gróf hann undan grundvelli ríkisvaldsins. Og með því að taka sem nemendur jafnvel fátækustu og vesælustu menn, ef þeir voru greindir og einlægir, þá braut hann í bág við einkarétt aðalsins til þess að kenna stjórnarathafnir. (Hér fer að verða Ijóst af hverju kommúnistar hata hann.) Trúarbrög Konfúsíusar og heimspeki Þótt kenningar Konfúsíusar hafi stundum verið taldar til trúarbragða var hann ekki trúarleiðtogi i venjulegum skilningi þess orðs. Hann var án efa trú- hneigður maður að þvi leyti að hann var þeirrar skoðunar að einhvers staðar í alheiminum væri til afl sem stæði réttlætisins megin. Og hann hafði mikið yndi af helgisiðum trúarbragðanna. vegna hins næma fegurðarskyns sem hann bjó yfir. Hitt er svo annað mál að hann taldi margt í trúarbrögðum samtíma síns hjátrú eina og fordæmdi það. Heimspeki hans byggist ekki að neinu leyti á dulrænum fyrirbærum. Yfirleitt hefur kínversk heimspeki litt sinnt slíku. Sama er að segja um þau fræði sem fjalla um ráðgátur náttúrunnar, takmörk og gildi þekkingarinnar, trú og rökfræði. Kínversk heimspeki endur- speglar þannig að miklu leyti skoðanir Konfúsíusar, enda má hann reyndar teljast upphafsmaður og höfundur hennar. Þótt Konfúsíus hafi ekki lagt mikla áherslu á rökfræðina má ekki draga af því þá ályktun að hann hafi verið óklár hugsuður. Hins vegar efaðist hann um það að hægt væri að gera sér Ijósa grein fyrir hinum raunverulega heimi með því að raða saman orðum. Hann hafði svipaða afstöðu til þekkingarinnar og nútímavísindin, nefnilega að leggja meiri áherslu á reynslu en kreddur. Mannúðin var meginásinn í heimspeki Konfúsiusar. Kirkjunnar menn láta þess aldrei getið að ýmislegt af þvi sem Jesús mælti af visku höfðu aðrir sagt löngu áður, svo hér var oft um gamla speki að ræða. Gott dæmi þess er að fimm hundruð árum áður en Jesús frá Nasaret fæddist sagði Konfúsíus þessi ógleymanlegu orð. „Það sem þú ekki vilt að þér sé gert skaltu ekki öðrum gera.” „Dyggð,” sagði Konfúsíus, „liggur í því að elska aðra menn og samviskan í því aðskilja þá.” Fram á þessa síðustu tíma hefur fjöl- skyldan verið burðarás kínverskrar menningar, enda leit Konfúsius á mannkynið sem eina stóra fjölskyldu. Einlægni og gagnkvæm vinátta skyldu því vera meginreglan og leiðarljós manna. í samræmi við þessar hugmyndir var það skoðun hans, að rikið ætti að vera rekið á eins konar allsherjar samvinnu- grundvelli. En auðvitað braut þessi skoðun í bág við allar ríkjandi hug- myndir. Fólkið trúði því að háaðallinn væri kominn af guðlegum forfeðrum og ríkti þvi í nafni og með öflugri aðstoð forfeðranna. En Konfúsíus lét þessa trú sem vind um eyrun þjóta. Þessi trú þvarr að lokum í Kina og átti Konfúsíus vissulega rikan þátt í því. Sú var skoðun Konfúsiusar um ríkisstjórn, að rétturinn til að stjórna færi eftir hæfi- leikanum til þess að gera þá sem stjórn- að var hamingjusama. En þetta byggðist hins vegar á þvi í hve ríkum mæli menn hefðu til að bera dyggðir og kosti. Niður- staðan varð þvi sú að hver sem hefði slíkt til að bera hefði rétt til að annast stjórn, en án þess hefði enginn rétt til valda. Þetta túlkaði Konfúsíus með þeim hætti að þjóðhöfðingi sem erft hefði völdin ætti að fela allt framkvæmdavald ráðherrum sem velja ætti til þessara starfa sökum hæfileika og dyggða. Konfúsiusi var vitaniega ljóst að menn eru mjög misjafnlega gæddir slíkum hæfileikum. En hann taldi að hægt væri að þroska þá stórkostlega með réttri menntun. Hann lagði því mjög mikla áherslu á menntun sem beindist að því að auka hæfileika og styrkja skaphöfn manna. Þótt hann berðist ekki fyrir æðstu menntun öllum til handa þá var hann þeirrar skoðunar að jafnvel hinn aumasti þegn yrði að fá einhverja menntun af tveim ástæðum. í fyrsta lagi, að þareð hæfileiki byggðist ekki á erfðum gæti einungis víðtæk menntun tryggt að allir hinir hæfustu fengju tækifæri til þess að þroska sig, sjálfum sér og þjóðfélaginu til góðs. 1 öðru lagi, þarsem rikið byggðist á sam- starfsgrundvelli væri víðtæk menntun borgaranna nauðsynleg til þess að það gæti starfað á fullkominn hátt. Um strið hafði Konfúsíus þær skoðanir að það væri vitanlega illt. En væri nauðsynlegt að grípa til þess ætti að gera það af fullum krafti og hann taldi það fremsta skilyrði fyrir góðum árangri styrjaldar að hernum væri gert algjör- lega Ijóst hvers vegna hann berðist og hann tryði á réttlæti málstaðarins. Konfúsíus verður án efa að telja meðal áhrifamestu manna mannkyns- sögunnar. □ Þökk fyrir Ævar! Greinaflokkur Ævars R. Kvaran, Undarleg atvik, hóf göngu sina i Vikunni fyrir róttum tveimur órum, eða i 44. tölublaði 1978. í upphafi mun ekki hafa verifl ákveðiA hve lengi þættir hans birtust, en nú hefur Ævar staðið skil ó vikulegum greinum I meira en 100 vikur I röð. Nú, þegar hló verður ó að sinni, er ekki að efa að margur losandi saknar vinar i stað. Vikan þakkar Ævari gott samstarf. KÍNVER8K VISKA SóVikan 45. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.