Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 51
Draumar Bónord í draumi Kæri draumráðandi. Viltu ráða fyrir mig tvo drauma. Þeir eru svohljóðandi: Ég var á gangi á götu en að henni lágu tveir stígar. Á öðrum stígnum gekk strákur sem ég veit hvað heitir og hef ég haft augastað á honum. En á hinum var strákur sem ég hef aldrei séð. Þeir voru báðir með skólatöskur. Þeir komu báðir til mín samtímis og sá er ég veit Itvað heitir bað mig um að giftast sér. Hinn bað mig um að fara með sér og ég fór með honum. Hinn varð eftir. Svo er það hinn draumurinn: Fyrir nokkru drevmdi mig að hárið á mér löðraði allt í svörtum flugum. Eg bið þig að ráða þessa tvo drauma fyrir mig. Norðlendingur. Ungu mennirnir tveir eru fyrir- boði góðs. Þú munt brátt þurfa að taka ákvörðun í máli þar sem báðir kostirnir eru jafngóðir og erfitt að gera upp á milli. Ekki verður þú þó alveg ein í ráðum. eitthvað óvænt ber til og málið fær ekki þau endalok sem í upphafi var talið. Að öllum Hkindum snertir þetta samskipti þín við hitt kynið og margt bendir til að ástamál þín verði farsæl. Seinni draumurinn er óljós en er án efa fyrirboði erfið- leika eða veikinda sem þú reynir að halda leyndum fyrir öðrum. bar sem þú lætur ekkert meira fylgja er ekki hægt að segja um hvort þú yfirvinnir þessa erfiðleika. Með tilliti til fyrra draumsins má þó ætla að svo fari. Hann pakkaöi nidur Kœri draumráðandi. Mig langar að fá ráðinn draum sem mig dreymdi. Hann er svona: Þegar ég kom heim einn daginn var X inni í herberginu mínu. (Við erum saman. hann býr hjá mér.) Hann var að láta fötin sín niður í tværferða- töskur og sagði að hann væri að fara frá mér. Eg fór að gráta en hann sagði að það þýddi ekkert. hann væri ákveðinn í að fara. Þá kom mamma með bréf. öll merkt mér og X. og bað mig að fara út í búðfyrir sig. Þegar ég var á leiðinni út í búð stoppaði Z mig og fór að sprauta á mig vatni. Þá sá ég X og Y og kallaði á X. Þá bað hann Z um að halda mér svo ég sæi ekki hvert hann væri að fara. Þá vaknaði ég. Draumurinn var mjög skýr. Ein ástfangin Þessi draumur tengist að öllum líkindum meðvituð- urn eða ómeðvituðum ótta þínum um að X yfirgefi þig. Draumurinn bendir til tíma- bundinna erfiðleika í samskipt- um þínum við hann vegna þinnar eigin afbrýðisemi. Bréfin stíluð bæði á þig og hann benda til þess að þér þyki hann ekki við eina fjölina felldur í ástamálum, en þær upplýsingar hefur þú frá öðrum og ættir að trúa varlega. Vatnssprautunin táknar að einhver vinur ykkar muni blanda sér í málið ykkur til hjálpar. Gráturinn er fyrir góðu og ákveðni X í draumnum bendir til trygglyndis hans við þig- Aldrei fengið hlaupabólu. Kæri draumráðandi. Mig langar til þess að biðja þig um að ráðafyrir mig tvo drauma. Sá fyrri hljóðar þannig: Eg var með sár í andlit- inu eins og eftir hlaupabólu (ég hef aldrei fengið hlaupabólu). Sá seinni er þannig: Eg var í hvítum tískubuxum. (víðum) Mig vantaði peysu við en ég vildi hafa hana með rúllukraga. Eg keypti mér rauða og hvíta pevsu með rúllukraga. Hún var með rauðum tíglum um brjóst- kassann allan hringinn. Hún var prjónuð úr garni (sléttprjón). Eg þakka fyrirfram birtinguna. K.H. Þótt ótrúlegt kunni að virðast boðar þessi fremur leiðinlegi sjúkdómur í draumi velgengni í vökunni. Þú munt kynnast nýju fólki sem reynist þér vel og hjálpar þér til fjár og frama í ein- hverri mynd. Litadýrðin í seinni draumnum er þér líka fyrir einhverju góðu. Litir tákna þó ekki alltaf það sama. Hvít föt eru fyrir happi og að kaupa ný föt er fyrir nýjum vinum. Rauða peysan skraut- lega ætti einnig að vera góðs viti. Mjög líklega boðar þessi draumur það sama og hinn fyrri, þ.e. eitthvert lán hendir þig að tilstuðlan nýrra vina. Þar sem draumarnir eru að öðru leyti lítt útskýrðir hjá þér er erfitt að segja frekar um hvers kyns þetta lán verður. Rauður litur í draumi bendir oft til þess að dreymandi ætti að hafa taumhald á skapi sínu. Skop ! (qW v X Hún skipar mcr aldeilis ekki fyrir verkum. Ég skúra cldhúsgðinð ÁÐUR EN ég vaska upp. 45. tbl. Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.