Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 26
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal FYRSTA ÁST UNGLINQA Hvafl er ást? Börn hafa þörf fyrir ást foreldra sinna til að þroskast eðlilega. Ef börn alast upp án þess að fá hlýju, öryggi og ást geta þau orðið tilfinningalega fötluð. Það er vegna þeirrar ástar sem foreldrar sýna börnum að börnin læra smám saman að þykja vænt um einhvern. En að taka á móti ást frá öðrum er ekki það sama og verða sjálfur ástfanginn. Að verða ástfanginn er tilfinning sem oft kemur mjög skyndilega. og það er erfitt að útskýra með orðum hvaðeiginlega gerist og hvaðan tilfinningin kemur. Hún er fyrir hendi allt í einu og maður er einfaldlega ástfanginn ... Hvenær byrjar ástin? Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær tilfinningin um að verða ást- fanginn kemur upp. En vitað er að i fyrstu bekkjum grunnskóla. frá 6-10 ára aldri. leika strákar og stelpur sér sjaldan hvort við annað. Þeim er hins vegar ekki sama hvoru um annað á þessum aldri og þau sýna hvort öðru áhuga. en gjarnan á neikvæðan hátt. Stelpur á þessum aldri tala oft um að strákar stríði sér og séu alltaf með læti, en þeir tala aftur á móti um að stelpur séu vitlausar og ómögu- legar að eiga við eða ræða við. Ýmiss konar uppnefni tiðkast hjá báðum kynjum á þessum aldri. Um og eftir 10 ára aldur er ekki óalgengt að börn finni fyrir og tali um að þau séu ástfangin. Lýsingar sem þessi eru ekki óalgengar hjá 10 ára barni: ..Éger stelpa sem er 10 ára og er i oða- lega ástfangin af strák i mínum bekk. En honum er ah’eg sama um mig. Þegar ég er þar sem hann er liður mér vel. Stundum læt ég eins og hann sé alveg eins hrifinn afmér eins og ég af honum og þá ftnn ég hlýju inni i mér. Eg þori ekki að fara og tala við hann þvi þá roðna ég svo mikið." Þetta bréf 10 ára stúlku er einföld og góð lýsing á fyrstu ástinni. Hún lýsir vissri vonleysiskennd. draum um hamingju og hræðslu um að opinbera tilfinningar sinar. Bréf unglinga til pósts eða bréfakassa Næstum þvi helmingur af bréfum unglinga til pósts eða bréfakassa blaða. eins og þeir eru stundum nefndir. fjalla um ástarsorgir unglinga. Talið er að tveir þriðju slíkra bréfa komi frá unglingum á aldrinum 12-14 ára. Fyrsta ást unglinga er yfirleitt ást i fjarlægð eða leyndardómsfull ást til ein- hvers scm maður hittir, t.d. daglega. Stundum getur þess konar ást varað lengi án þess að nokkuð gerist í rauninni annað en það að unglingurinn finnur sjálfur til þess að hann sé ástfanginn. Það er ekki óalgengt að stúlkur á unglingsaldri skrifi eitthvað á þesssa leið: ,.£g hef verið ástfangin af honum mjög lengi. en það litur útfvrir að liann taki ekki eftir því." Flest bréf til pósts eða bréfakassa eru frá unglingsstúlkum. En þau sem koma frá drengjum endurspegla gjarnan svipaðan hugsunarhált og stúlkur láta i Ijós. Eftirfarandi bréf er frá 14 ára dreng: „Éger fjórtán ára drengur sem er ást- fanginn af stelpu sem er saulján. Vandamálið er að ég þori ekki að segja henni það. Eg hef reynl að sýna að ég er skotinn i henni. en það litur útfyrir að hún skilji ekki hvaö ég meina. Núna hefur þetta staðið í heilan mánuð og ég verð óhamingjusamari með hverjum degi sem líður. Eg þoli þetta bráðum ekki lengur." Það er sársaukafull reynsla fyrir unglinga að uppgötva að hann eða hún taki ekki eftir manni og flestir hugsa mikið um hvernig þeir eigi að bregðast við afskiptaleysinu. en án þess að nokkur lausn finnist. Fyrste ástin og kynferðis- legar þarfir Fyrsta ástin — eða fyrstu skiptin þegar unglingar verða ástfangnir eru yfirleitt án meðvitaðra kynferðislegra þarfa. Unglingar éru fremur ástfangnir af imynd sem hægt er að gæða jákvæðum eiginleikum. Þeir imynda sér oft að ef draumur þeirra um ástina myndi rætast þá yrði samvera þeirra með þeim út- valda eilif hamingja án nokkurra vandamála. Í mörgum tilvikum eru imyndanir unglinga flótti frá gráum og leiðinlegum hversdagsleika. 2fc Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.