Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 19
mr Lim? Texti: Kristín Halldórsdóttír Ljósm.: Ragnar Th. Sigurðsson og Jim Smart Upphaflega urðu þeir að biðja um leyfi til að fá tíma með nemendunum, en nú er miklu meira um, að þeir séu beðnir að koma. Svo vel hefur þessum þætti fræðsl- unnar verið tekið. Þá er einnig mikil fræðsla á vegum Áfengisvarnarráðs rikisins, svo sem lengi hefur verið. Ef til vill er það ánægjulegasta í þróun þessara mála, hversu miklu fyrr næst nú til sjúklingsins en áður. Menn gera sér fyrr grein fyrir sjúkdómnum og leita fyrr aðstoðar. Meðalaldur þeirra, sem nú leita sér aðstoðar í baráttunni við alkóhólism- ann, er á bilinu 25-35 ára, og telja kunnugir, að meðalaldurinn hafi lækkað um einn áratug á síðustu fimm árum. Þessa þróun má væntanlega rekja til a.m.k. tveggja ástæðna. í fyrsta lagi til hinnar opnu umræðu og aukins skilnings varðandi sjúkdóminn, en I öðru lagi kann orsökin einnig að vera sú, að yngra fólk er farið að nota aðra vímugjafa meðfram I rikara mæli, og það missir oft fyrr tökin á tilverunni og neyðist til að leita sér aðstoðar. Aðeins 2% ætluðu að hætta Einnig virðast hafa orðið breytingar á því, hvers vegna menn leita aðstoðar. Áður fyrr var það nánast regla, að alkóhólisti kom ekki til meðferðar, fyrr en hann neyddist til þess heilsunnar vegna, eða einnig í mörgum tilfellum til þess eins að kaupa sér frið, fyrir kerlingunni og krökkunum eða fyrir vinnuveitandanum. Og svo voru þeir, sem ætluðu bara að ná stjórn á drykkjunni, læra að drekka í hófi. Þetta var til dæmis eitt sinn kannað meðal hinna svokölluðu Freeportara, og I ljós kom. að aðeins 2% þeirra höfðu farið sjálfviljugir í meðferð og í þeim eina tilgangi að hætta að drekka. Enn eru allar þessar ástæður i fullu gildi. En það færist þó í vöxt, að menn geri upp hug sinn, áður en þeir fara í meðferð. Þeim er orðið ljóst, að leiðin liggur ekki nema í eina átt — nefnilega niður á við, og þeir hafa gert sér grein fyrir, að þeir verða að hætta að drekka. Alkóhólisti getur hætt að drekka um stundarsakir, en honum líður ekkert betur, og fyrr eða síðar sækir aftur í sama farið. Hann verður að fá aðstoð til að takastá við vandann. Staðreyndin er sú, að áfengi hefur mismunandi áhrif á fólk. Alkóhólistar eiga jafnerfitt með að skilja, hvernig flest fólk getur haft stjórn á drykkju sinni, eins og hinum er óskiljanlegt, að alkóhólistinn skuli ekki bara hætta að drekka, ef honum er orðið Ijóst, að drykkjuskapur hans sé sjúklegur. Það er hins vegar fullkomlega ósannað mál, hvernig á þessum mun stendur. Átök milli atferlis og eðlis Sú gamla skoðun, að alkóhólismi eigi sér geðrænar orsakir, er á undanhaldi, og æ fleiri viðurkenna, að sú geðræna brenglun, sem allir virkir alkóhólistar eru haldnir á mismunandi háu stigi, sé afleiðing drykkjuskaparins, en ekki orsök hans. Sjúkdómurinn leiðir til sífelldra átaka milli atferlis og eðlis, sagði einn viðmælenda minna, og hann lýsti því mjög átakanlega, hvernig honum hafði liðið, þegar hann ó'hw -\<a AU&ssma nw ;\\\Xn n iZ M'n. 'nt\\Mu\t\ ,%vouA Axvigg.'ctí ^ uyg«Qn\\u\úZ .-vu&gsmö to ðö Vít\ \ v-v .'j'rt-ooA \ub\w Uuö\\íh\ ú\\\ ðk ,'í?.\-oöA m$1.6v>t\ \AA'v \?.vnc> mvam tugaÁ 6\A num Azovtö (vu uV'h to(\ ,w\ '\í\ý umoA m?ö^\\\\sA? 3?.VOöA 6ö '\6?. nym>v \Ms ub\vX?. wtoAA 6n 'Vn’yv v?.uuVuu\u?.^vn\ utv>\ u ■ú\v/_'vv(\ rnw x\%<\ ^o ?.nra uv/.'vaó .um\\\ .s?\-ouA uu\\\u?\\\ vu6vð\o s\m\oAú nm .?u\AM<\ ns\nvsAv/.v?. vo mi-ouA hvað eftir annað breytti þvert gegn vilja sínum og samvisku. Ennþá er alkóhólismi ólæknandi. Þetta er stigvaxandi og stigversnandi sjúkdómur, og likamleg lækning er ekki til — ekki ennþá, hvað sem síðar verður. Eina ráðið er að hætta að drekka, og meðferðin byggist á því að gera sjúklingnum grein fyrir eðli sjúkdómsins og afleiðingum hans, reyna að sætta hann við hann og hjálpa honum til að lifa hamingjusömu lífi án áfengisins. Hvað tekur við? Margar ástæður liggja vafalaust til þess, að alkóhólisti leitar oft ekki eftir meðferð, fyrr en sjúkdómurinn er kominn á hátt stig. Sumir eiga bágt með að hugsa sér, að líf án áfengis geti á nokkurn hátt verið ánægju- legt. Margir eru beinlínis hræddir við með- ferðina, vita ekki, hvers þeir eiga von, halda jafnvel, að meðferðin útheimti nánast óbærilegar þjáningar. Mest óttast þeir þó vafalaust það, sem tekur við, þegar meðferð lýkur. Hvernig tekur samfélagið þeim? Verða þeir ekki bara edrú leiðinda- gaurar, sem enginn nennir að tala við? Missa þeir samband við gamla vini? Bíður sjálfsvirðingin hnekki? Og síðast, en ekki sist, óttast flestir, að þeim muni mistakast og lífið verði þeim enn óbærilegra en áður. Vikan leitaði svara hjá níu óvirkum alkóhólistum við þremur spurningum varðandi þá meðferð, sem þeir hlutu, um ástæðuna til þess, að þeir leituðu eftir aðstoð, hvað kom þeim mest á óvart í með- ferðinni og hvernig samfélagið tók þeim að meðferð lokinni. Svör þeirra hljóta að vekja bjartsýni og von. Eitt var þeim öllum sameiginlegt: Sú lífs- hamingja, sem hlýtur að vera fólgin I því að finna sjálfan sig eftir villur um refilstigu Bakkusar konungs. (Ofanritað er byggt á viðtölum við Hilmar Helgason, formann SÁÁ, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra SÁÁ, Jóhannes Bergsveinsson, yfirlækni Vistheimilisins á Vífilsstöðum, svo og við þá, sem svöruðu spurningum okkar.) 45. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.