Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 47
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran KÍNVERSK VISKA ElTT at'- bersýnilegustu einkennunt harðstjóra 20. aldar er árátta þeirra að breyta sannreyndum sögunnar til samræmingar við kenningar harð- stjórnarinnar. Þannig leiddu hinar fáránlegu kenningar nasista um yfir- burði svokallaðra aria til stórkostlegra sögufalsana til stuðnings þessari vitleysu, jafnframt nauðsyninni á þvi að hafa eitthvert sögulegt hlutverk með útrýmingu gyðinga og ráni á öllum eign- um þeirra. En eins og kunnugt er hættu nasistarnir ekki fyrr en þeir voru búnir að útrýma sjálfum sér og miklum hluta þýsku þjóðarinnar. Sú stórþjóð sem i dag gnæfir yfir allar aðrar þjóðir að hernaðarmætti á megin- landi Evrópu er litlu skárri en nasistamir hvað sögufalsanir snertir. Þar rikir nefnilega einnig harðstjórn af þvi tagi sem ekki þolir frjálsa hugsun annarra en valdastéttarinnar. Fyrir allnokkrum árum hófu sænskir fornleifafræðingar rannsóknir á þætti norrænna manna í stofnun rússneska rikisins. Þetta fór ógurlega i taugarnar á kommúniskum sagnfræðingum þvi það samræmist ekki þjóðernisstolti kommúnisks stórveldis að frumbyggjar landsins hafi hlotið menningarlegt og stjórnarfarslegt uppeldi hjá Norður- landamönnum. Já, hvað skyldu hafa verið gerðar margar breytingar á sögulegum sannreyndum i rússnesku alfræða bókinni á dögum Stalíns, mannsins sem árum saman var sagður guðdómlegur snillingur á bókstaflega öllum sviðum en hafði raunar verið morðóður harðstjóri, að sögn samstarfsmanna hans og eftir- manna. Enn varð þvi að breyta stað- reyndum rússnesku alfræðabókarinnar. Og reyndar verður að breyta henni i hvert skipti sem einhver verulegur valdamaður fellur i ónáð! Veslings ritstjóri alfræðabókarinnar rússnesku! Hvilíkt starf! Það er því erfitt að verjast brosi jiegar fréttir taka nú óðum að berast frá öðru kommúnísku stórveldi um að þar þurfi nú heldur betur að breyta sagnfræðinni. rétt einu sinni. Árum saman er búið að kenna börnum Kína að syngja hinum mikla Maó lof og dýrð i viðkvæmustu sálmum. þar sem þau þakka honum meðal annars fyrir rafmagnið. Rauða kverið hans varð að vera I hvers manns hendi dag og nótt og risamyndir af foringjanum sem allt gat og gerði skreyttu svo að segja hvert hús að innan og utan. Maó og kona hans og fleiri stóðu fyrir hinni frægu „menningar byltingu" sem umturnaði allri stjórn og öllu skipulagi á timabili. Þessi bylting beindist meðal margs annars að þvi að afklæða þjóðina fortíðinni. þ.e. eyði leggja þau menningarverðmæti sem eiga sér lengri aldur en hinn alvaldi kinverski Maó-kommúnismi. Það var engu líkara en að til stæði aðgera þennan stofnanda hins kommúníska Kina að höfundi kínverskrar menningar! En nú er þetta allt búið. Maó er dauður og kona hans biður eftir ströng- um dómi hinna nýju herra. Stórkosl- legar áætlanir virðast vera uppi um að þurrka minningu jressa mikla foringja út aftur. þrátt fyrir þau kraftaverk sem hann vann (þvi neitar enginn sanngjarn maðurl. Virðist honum nú kennt um flest það sem aflaga fer I Kína. en það er margt. Sic Transit gloria mundi, sögðu Rómverjar og sannast hér sem áður að fallvalt er veraldargengi. Og nú geri ég ráð fyrir að veslings ristjóri kínversku alfræðabókarinnar lái nóg að gera á næstunni. Hvilikt starf! Það er satt að segja furðulegt að sjá hvernig öfgastefnur eins og kommúnisminn geta gert greinda menn að fiflum og viðundri I auguni siðmennt aðra manna. Að hugsa sér lil dæmis að hefja stríð gegn skoðunum manns sem var uppi fyrir 2500 árum, Konfúsíusi. Ekkerl sýnir betur varanleg áhrif þessa andlega mikilmennis en það að harðstjórn í föðurlandi hans á 20. öld skuli telja sig neyðast til þess að reyna að útrýma skoðunum hans, 2500 árum eftir að hann lét þær I ljós. Þannig auglýsa óvinir Konfúsíusar verk hans að nýju. svo allir taka að rifja þau upp! Það er uppskeran af hatramlegum áróðri gegn þessu mikilmenni. Vesturlönd standa i þakkarskuld við kinverska menningu og það er einmitt sérstaklega fyrir atbeina þessa afþurða mikla, kínverska vitmanns, sem hjá okk- ur gengur undir nafninu Konfúsius. Nú, þegar kenningum þessa vitra meistara hefur verið stungið undir stól i ættlandi hans og bóka hans bíður bálið. langar mig til að gera hann að umlals efni þessarargreinar. Þessi frægasti maður kínverskrar sögu. sem fæddist 551 ári fyrir Krists burð. var i senn kennimaður, heimspekingur og stjórnmálalegur hugsuður og hafa hug myndir hans haft djúptæk áhrif á siðmenningu allrar Austur-Asíu. Þegar þess er gætt hve sannspár hann var i kenningum sínum og hve vel þær reyndust er erfitt að gera sér grein fyrir því að hann var í rauninni vonsvikinn maður. þótt hann yrði að visu aldrei bitur. Hann var samt maður sem aldrei náði að sjá heitustu óskir sinar rætast. Raunveruleg saga ævi hans og starfs hefur næstum glatast í þeini þjóðsagna auði sem skapast hefur um nafn hans. En svo er nákvæmum fræðimönnum fyrir að þakka að tekist hefur að greina sannleikann um manninn frá dýrðar sögunum sem sköpuðust um vitringinn að honum látnum. Þó er litið vitað með vissu urn ævi hans. Þannig vita menn ekki með vissu um forfeður hans, en talið er sennilegt að hann hafi verið kominn af fátækri aðalsætt. Ættarnafn hans var K’ung. en Konfúsius er latneska myndin af nafninu K’ung Fu-tzu. sem þýðir „meistari K'ung”. í æsku var hann fátækur og vann unt skeið fyrir sér með því að annast bók hald. Hann var að miklu leyti sjálf menntaður maður en svo iðinn við nám sitt að hann virðist hafa orðið lærðasti maðursinnar tíðar. En nú var lærdómur ekki aðal áhugamál hans. Hann var — eins og hinn frægi samtíðarmaður hans á lndlandi, Buddha — mjög örvinglaður vegna þeirrar eymdar sem hann sá alls staðar blasa viðsér. Kína var um þær mundir aðeins sameinað ríki að nafninu til. Konungur var leppur og hinum ýmsu lénslöndum var í rauninni skipt milli voldugra léns- hcrra sem gerðu það sem þeim sýndist. Höfðingjarnir léku sér að ófriði sem eins konar dægrastyttingu og mergsugu þegnana með sköltum og vinnuskyldu og kúguðu þá að vild. Þegar illa áraði var hungurvofan á gægjum og þá var hungursneyð almenn. Konfúsíus helgaði líf sitt þvi göfuga starfi að reyna að létta þjáningar meðbræðra sinna. Hann taldi að lausnin á þessu vandamáli fengist ekki nema með algjörum grundvallarbreytingum á fyrirkomulagi stjórnar ríkisins. fyrirkomulagi stjórnar ríkisins. Stjórnar- stefnan ætti ekki að miða að þvi að uppfylla skemmtanafýsn valdamann- anna heldur hamingjuþegnanna. Til þess að vinna að þessu takmarki lagði hann til að skattabyrðin væri létt, dregið úr hörðustu refsingum og forðast skyldi tilgangslausar styrjaldir (sem oft voru 45. tbl. Vikan 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.