Vikan


Vikan - 15.01.1981, Page 16

Vikan - 15.01.1981, Page 16
Andartak! Við aðra Ijósritunarvólina í herbergi sem er fullt af tækjum og alls kyns búnaði. Þarna er meira að segja hægt að renna i gegnum kvfkmyndér sam Umf erðarráð dreifir til aðila viða á landinu. við einhvern sem hefur áhuga á umferðarmálum." Enn er það síminn og enn verður Guðmundur frá að hverfa. Reyndar var það Óli sem kallaði hann inn til sín en þaðer greinilega ekki nógaðætla ...! F)ölmiðlatengsl „Tengslin við fjölmiðla eru mjög mikilvæg,” segir Óli þegar hann losnar úr símanum. Hann hefur verið að gefa upplýsingar um fjölda alvarlegra slysa á árinu og hvaða orsakir eru fyrir sumum þeirra. „Okkar starf er upplýsingastarf að stórum hluta. Það er slæmt að ekki skuli hafa fengist að ráða mann í starf upplýsingafulltrúa, í stað Árna Þórs Eymundssonar,” segir Óli svolitið hugsi. Árni hætti 1977 og það hefur að miklu leyti komið í hlut Óla að sinna sambandi við fjölmiðla, en það var áður í verka- hring upplýsingafulltrúa. Þarna spila fjármálin inn i eins og svo víða. „Það er líka illt að verða að hætta við verkefni vegna fjárskorts, verkefni sem eru mjög brýn.” Loks kemst Guðmundur Þorsteinsson í tæri við Óla og þeir þera saman bækur sínar. Guðmundur er starfsmaður menntamálaráðuneytisins en hefur aðstöðu í húsakynnum Umferðarráðs. „Hér er ég með bréf frá konu á Svalbarðsströndinni. Hún er að kvarta undan því að skólabíllinn sé ekki merktur," segir Guðmundur. „Skóla- bílar voru einmitt mjög til umræðu á ráðstefnunni i Strassburg. Nú er fariðað nota þá svo mikið að tímaþært er að huga að búnaði þeirra, ekki síst hvort þeir séu hannaðir fyrir börn. Nú eru hópferðabílar og almenningsvagnar undanskildir þar sem bílbelti eru lögleidd, en það kemur sterklega tili greina að hafa þau í skólabílum, alla vega í fremstu sætaröðunum.” Skólabílar eru umræðuefni áfram. rými í skólabílum (börn taka jú minna pláss en fullorðnir, en ekki er hugsað til þeirra í reglugerðum) og lágmarkskröfur um skólabíla. Guðmundur hefur lokiðerindi sínu og nú fer Óli i kaffi. Þar er tekið upp léttara hjal. Gesti ber að garði á ný. Það eru þeir Eiríkur Helgason frá Búnaðar- félaginu og Brynjar Valdimarsson erind- reki Slysavarnafélagsins í umferðar- málum. # Ný, óskráð dráttarvél Þeir félagar Eiríkur og Brynjar fara fyrst inn til Guðmundar en koma svo inn til Óla með erindi sitt. Það er Óla reyndar vel kunnugt því þeir félagar hafa haft það verkefni með höndum að kanna ástand dráttarvéla víða um land. Þeir hafa fengið upplýsingar úr fjórum sýslum, mikið verk er unnið, mikið eftir. Skilin vilja verða misjöfn eins og gengur en í Ijós kemur að ekki liggur mjög á niðurstöðum að sinni. Verið er að vinna að nýrri reglugerð um búnað dráttarvéla og skýrsla Eiríks og Brynjars verður best unnin með hliðsjón af nýju reglugerð- inni. Ýmislegt sem aflaga fer er nefni- lega einungis ólöglegt samkvæmt nýju reglugerðinni, sem alls ekki er fullunnin. Ef einhver heldur að samræður um dráttarvélar séu leiðigjarnar þá ætti hann að reyna að rabba við þá Brynjar og Eirík smástund. Þeir eru allra manna hressastir og hafa sitthvað við margt að athuga. Þó eru þeir ánægðir með að ástandiðer almennt ekki svo illt sem þeir höfðu búist við í þessum fjórum sýslum sem hafa verið kannaðar. En undan- tekningarnar eru of slæmar og of margar. Hitt finnst þeim alveg ótrúlegt, að splunkuný dráttarvél geti komist i notkun án þess að komast nokkurs staðar á skrá. Um það fundu þeir einmitt dæmi. Önnur hlið og alvarlegri er á málum þeim sem þarna er verið að vinna að. Það eru slysin. Sum má kannski koma i veg fyrir með betri búnaði. Þess vegna er gagnaöflun og skýrslugerð af þessu tagi nauðsynleg. ,,Einu sinni var til dæmis keyrt utan í bílinn minn hérna á stæðinu við húsið og sá hinn sami lét mig því miður ekki vita af því. Svona hugsunarhœtti þyrfti að útrýma. en til þess að svo megi verða þarf að huga að bifreiðatryggingunum. ” 15.40 16 Vikan 3.tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.