Vikan


Vikan - 15.01.1981, Qupperneq 22

Vikan - 15.01.1981, Qupperneq 22
Smásagan stólnum?” Mon Dieu! Ég gæti enn farið að gráta er ég minnist á þetta. Ég þakka guði fyrir að hún húsmóðir minsálugaheyrði ekki þessi ósköp. Ég fæ sting í hjartað í hvert skipti sem ég hugsa til þessa atviks. Ég veit að þetta hlýtur eingöngu að hafa verið slungin aðferð hjá Gunnu til að narra mig út úr mömmu sinni. Gunna bar mig upp að vitum sér. Ef ég bara hefði ennþá haft þann yndis- lega ilm sem var af öllum hlutum í „Perfum de Lotus”. Ég finn þá lykt í anda er ég legg aftur augun. ,,Góða eigðu það ef þú hefur áhuga á því,” svaraði Beta henni dóttur sinni. Gunna var ákaflega stolt af að eiga mig og bar mig nærri því alltaf. Litla Gunna dandalaðist með mig utan yfir gallabuxur og svokallaða mussu. Auðvitað þarf ekki annað en mig til skrauts, en þið skiljið. — Það er dálítið erfitt að útskýra tilfinningar sinar — hún húsmóðir mín sáluga, madame Guðrún Brands, bar aldrei silkisjal nema með spari- peysufötunum sínum. Svo er þetta með rigninguna. Ég er allt of fingert til að bera yst klæða í þessari slagveðurs slyddu, sem íslendingar kalla rigningu. Það var e.t.v. samt ekki það versta, því vandað sjal þolir öll veður án þess að láta á sjá, það er þetta með partíin, sem mér liggur á hjarta. Þar er allt mettað af reyk. Þar hanga allir hver utan í öðrum svo mér liggur við yfirliði í þeirri kös. Hann Páll heitinn Jónsson reykti að vísu pípu, en hann reykti pípuna sína bara sjálfur. Aldrei sá ég hana frú Guðrúnu reykja pípuna hans. Þetta lyktar líka allt öðruvísi en tóbakið hans Páls, — hvað þau nú aftur kalla þetta, partí- börnin, jú: hey. Ég hef ekkert vit á heyskap. Mér þótti ekki gaman i þessum partíum. Henni litlu Gunnu hlýtur að þykja ákaflega vænt um vinkonur sínar, því hún lánar þeim — hugsið ykkur — lánar þeim mig til að valsa með niður í bæ, teygjandi út úr sér þetta líka ógeðslega jórturleður. Mon Dieu. Það átak fyrir mig. Þegar ég var í verslun madame de Bijou gat ég alveg búist við að lenda í eigu franskrar hefðarmeyjar, fara i l’Opera, ferðast um, lenda e.t.v. i smáævintýrum d’amour, sem enginn nema ég eitt vissi um. Ou, la la. Þegar madame de Bijou sýndi viðskiptavinum mig, % strauk hún sínum grönnu, lipru fingrum gegnum kögur mér svo það sýndist enn fegurra. Ég gat auðvitað skilið að hann Páll, blessuð sé minning hans, félli fyrir fegurð minni. Ég er stolt af að mig keypti traustur og góður heimilisfaðir — fyrir marga, marga franka — handa heiðvirðri eiginkonu. Ég vissi alltaf að min biði viðburðaríkur æviferill. Nú á litla Gunna litla dóttur. Ég prýði vagninn hennar. Mín sígilda fegurð breiðist yfir hvít- voðunginn. Vindurinn þýtur kitlandi og ögrandi undir kögrið mitt. Litlar hnátur stækka. Óðar en varir þróast fegurðar- smekkur þeirra. Hver veit nema sú litla eignist einhvern tíma búð, þar sem öll heimsins ilmvötn eru til sölu. Mon Dieu, þá verður gaman að sveipast um herðar henni, þegar ást- fangnir kavalerar koma að versla. Nú og ef ekki það, gæti litla hnátan, þegar hún stækkar og fer að hafa vit á að bera mig, þekkt eitthvert dáið fólk. XX Vikan 3. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.