Vikan


Vikan - 15.01.1981, Side 25

Vikan - 15.01.1981, Side 25
.. . en starasveimurinn tyllir sér niður á tumi Borgarspítalans i Ijósaskiptun- um svona fyrir háttinn. Guðmundsson mjög ítarlega með flækingsfuglum. með aðstoð manna um land allt. Þetta voru fyrstu samfelldu athuganir sem gerðar voru á flækings fuglum á Islandi. Sanrkvæmt þeini sást stari árlega. einkum þó á haustin og oft allstórir hópar, t.d. 15-20 á Húsavík 5. nóvcmber 1938. 20 I Vestmannaeyjum 27. janúar 1939. 20 í Reykjavik 11. febrúar 1940 og. 70-80 starar á Kvi- skerjum i Öræfunt 24. október 1943. Starar sáust viða um landið en þó einkum á Suðaustur og Suðvesturlandi. Mjög liklegt er að þeir tlækingsstarar sem sést hafa á Íslandi séu fuglar á leið frá Skandinavíu til Bretlands. sem hrakið hafi af leið vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Á haustin fara starar frá Skandinaviu til Bretlandseyja og koma þangað frá þvi síðast i september til fyrstu viku nóvember. Þetta er í samræmi við komur stara til íslands. en þeir komu einkum i október og dvöldust oft vetrarlangt en komu miklu sjaldnar á vorin og sáust mjög sjaldan á sumrin áður en þeir fóru að verpa hér. Flestir starar sjást i október en fækkar svo er liður á veturinn. að mars. en þá bætast liklega við starar sem eru á leiðinni til Skandinavíu en villast hingað. Eflaust má telja að starar flækist til íslands á hverju hausti en greinilega mismargir. Sum ár ber óvenju mikið á þeim og öðrum flækingsfuglum og er vestur til Bretlandseyja vestur rneð Evrópuströnd til Frakklands og Spánar. En vindstefna og vindhraði báru þennan farfuglasveim af leið og eftir sólarhrings flug lentu fuglarnir að likindum á suðausturströnd Íslands. Meðfylgjandi kort sýnir hvernig loftþrýstingi og vindum var háttað 9. október 1959. Vindstefnan er sam- hliða jafnþrýstilinunum (lengstu örvalinurnarl þegar komið er yfir 500 metra hæð yfir sjávarfleti. En litlu farfuglarnir fljúga ekki svo hátt, og Jónas reiknar með því að i flughæð þeirra sé vindhraðinn 80% áf hraðanum yfir 500 metrum (en þar uppi dregur núningsmótstaða við sjóinn ekki lengur úr vindhraða). Vindstefna i flughæð umgetinna farfugla myndar 10-15 gráðu horn viðjafnþrýstilínurnar. Stefna vinds ins sem hrakti litlu fuglana til íslands er teiknuð inn á kortið með stuttum örvum og merkir hver fjöður 10 kílómetra á klukkustund en þrihyrningsmark á ör merkir 50 kilómetra vindhraða. ..Sé gert ráð fyrir að fuglarnir fljúgi frá suðvesturströnd Noregs í stefnu skemmstu leið til Skotlands, og að þeir fari með 40 kílómetra hraða á klukku- slund. verður flugleið þeirra eins og örvalínan á kortinu sýnir. og yrðu þeir komnir til Íslands á tæpum sólarhring. Svipuð verður útkoman ef fuglarnir færu frá strönd Noregs á 62. gráðu norðurbreiddar og stefndu á Hjaltlands- eyjar. Þeir mundu berast nærri beint i vestur og lenda i Öræfum eftir 15 til 18 klukkustunda flug." segir Jónas i grein sinni i Veðrinu. Upphaf staravarps „Starinn hefur eflaust verið allalgengur flækingur hér frá örófi alda. Hann hefur verið árviss gestur eftir að menn fóru að veita fuglum athygli að einhverju marki upp úr siðustu alda- mótum." sagði Skarphéðinn Þórisson lif- fræðingur í viðtali við Vikuna. „Haustið 1959 voru suðaustanvindar ríkjandi og bar þá mjog mikið á störum. en þessi ganga hefur að öllum líkindum verið upphafið að staravarpi i Reykja- vik." segir Skarphéðinn. Hann kann manna besfskil á landnámssögu starans. en hluti af lokaprófi Skarphéðins í líffræði frá Háskóla Islands árið 1978 var rannsóknarritgerð um landnám og útbreiðslu stara á íslandi. Ýmsar heimildir eru til fyrir kontu starans til íslands. Frá átjándu öld má nefna ferðahók Sveins Pálssonar frá síðustu árum aldarinnar en i henni er sagt frá fuglum í Öræfum og meðal annars lýst smáfuglum sem koma heim og saman við útlit starans. Á árunum 1938-1943 fylgdist Finnur það sennilega einkum þegar suðaustan vindar eru ríkjandi á fartima á haustin. „Þótt heimildir um landnám starans i Hornafirði séu ekki samfelldar má telja nokkurn veginn öruggt að starinn hafi verpt þar árlega síðan 1941 og ef til vill eitthvað lengur. í þvi skvni að fá upplýsingar um ástand starastofnsins i Hornafirði skrifaði ég Benedikt Þorsteinssyni. sem búsettur er á Höfn. en hann segir í bréfi sínu dags. 26. mars 1978 að Ijóst sé að stara hafi fækkað mjög mikið á síðustu árum. Einnig segir hann að starinn verpi yfirleitt ekki í mannvirkjum heldur nær einungis úti i eyjunum." segir Skarphéðinn Þórisson. Veturna 1959 og 1960 bar mjög mikið á störum í Reykjavík. Jón B. Sigurðsson sá t.d. 50-60 stara þann 21. október 1959. a.m.k. 100 þann 2. nóvember og 22. nóvember sama ár sá hann 100-150 fugla í Skógræktarstöðinni i Fossvogi. Þann 7. júní 1960 sá Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi starahjón og þrjá unga að Laugarásvegi 47 og Jón B. Sigurðsson sá 12. júní fullorðinn stara með þrjá fleyga unga i Laugardal. Al þessu má ætla að eitthvað af störum sent komu haustið 1959 hafi verpt strax um vorið. Mörg dæmi eru til um það að fuglar verpi i fyrsta sinn á nýjum slóðunt eftir slikar flækingsgöngur. eitt slíkt dæmi er vepjuvarpið i Kelduhverfi 1963. Þorsteinn Einarsson fann stara 3. tbl. Vikan 2$

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.