Vikan


Vikan - 15.01.1981, Síða 60

Vikan - 15.01.1981, Síða 60
Erlent Fínt hjá Fransaranum Þegar gengið er um götur Reykjavikur með bæði augun opin má svo sannarlega sjá að íslendingar kæra sig kollótta um veðrið — láta það altént hafa sem minnst áhrif á klæða- burðinn. Það þykir ekkert tiltökumál þótt i ellefu vindstigum og hörkugaddi berjist á móti manni kona i fatnaði, sem henta myndi ágætlega nokkuð nærri miðbaug. íslenski lopinn á varla sinn lika hvað gæði snertir og hæfir einstaklega vel þeirri veðráttu sem hér rikir yfir vetrartimann. En landanum hefur til skamms tima ekki þótt par fínt að vera i lopapeysu og að ekki sé minnst á bless- að föðurlandið. Eflaust muna allir sjónvarps- sokkana svokölluðu, sem margar kerlingar prjónuðu á árunum og voru síðan seldir útlend- inguml Frónbúar héldu áfram að ganga um fremur léttklæddir og helst i dralon- eða acryl- sokkum og sáu með því sérfræðingum i þvag- færasjúkdómum fyrir óþrjót- andi verkefnum. Þeir þurfa varla að kviða verkefnaskorti i framtiðinni, blessaðir. Harla litið hefur breyst ennþá, þótt ef til vill megi merkja hæga þróun i þá átt að við lærum að meta eigin framleiðslu. Erlendis þykja lopapeysur hið mesta þing og á meðfylgjandi mynd, sem við reyndar nældum úr hinu virta tímariti Marie Claire, er nokkuð Ijóst að sjónvarpssokkarnir þykja ekkert slor heldur. Þar er víst í tisku að klæðast með tilliti til veðurs og vinda og i myndatexta er tekið fram að sokkarnir ágætu séu norskir, hönnuðurinn nefnist Kerstin Adolphson. Þá er bara að gripa fram prjónana og fylgja fordæmi Fransaranna! 60 Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.