Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 2

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 2
Margt smátt Fáeinir punktar um jólamatinn Kannski er þetta í fyrsta sinn sem þú býrð til jólamatinn — eða kannski manstu ekki alveg hvernig þú fórst að siðast. Hvernig verður kalkúninn eða svínasteikin stökk og góð? Og rauðkálið? Hvernig á nú aftur að búa það til? Eða þá sósan, sem var ekki alveg nógu góð síðast o.s.frv. Eftirfarandi eru nokkrir einfaldir punktar um pað, hvernig jólamaturinn heppnast eins og best verður á kosið. Kalkúna- gæsa- andasteik Gott fuglakjöt er dýrt, svo það er um að gera matreiða það eftir öllum kúnstarinnar reglum. Aðferðin er, að mestu leyti, sú sama fyrir allt fuglakjöt. Það er aðeins steikingartíminn sem er mismunandi. GÆS á að vega minnst 4 1/2 kg (þá er hún safarík) og nægir það magn fyrir 7-8 manns. KALKÚN sem er 5 kg nægir fyrir 10 manns. ÖND þarf að vega minnst 3 kg eigi hún að vera safarík, en þá er hún líka kjötmikil og bragðgóð og nægir fyrir 5 manns. Til eru margar uppskriftir að fyllingum í fugla og er það smekksatriði hvað fyrir valinu verður, þ.e.a.s. ef nota á fyllingu. Fuglinn er kryddaður að innan og utan með salti og pipar, fyllingunni komið inn í og saumað fyrir. Ofninn hitaður upp í 275 gráður. Látið fuglinn brúnast i 10 mínútur á báðum hliðum. Lækkið hitann niður í 160 gráður og hellið 4-5 dl af vatni í skúffuna, þegar hinu lága hita- stigi er náð, annars gufar vatnið strax upp. Steikið áfram og er þá reiknað með tæpum klukkutíma á kíló. Svínasteik Stökk svínasteik er ávallt vinsæl en það er oft erfitt að fá hana til Willy Breinholst LEIGJANDINN f KÚLUNNI Eg ætla að kalla mömmu mömmu! Ég hef tekið mikla ákvörðun. Ég ætla ekki lengur að kalla konuna, sem ég leigi hjá, konuna sem ég leigi hjá. Ég ætla að kalla hana MÖMMU. Ég hef hugleitt þetta lengi. Fyrst var ég á báðum áttum með hvort ég ætti að kalla hana MÖMMU eða kannski PABBA en það hlýtur að vera rétt að kalla hana mömmu því hún ER mamma mín. Við því verður ekki pillað héðan af. Pabba ætla ég að kalla pabba af því að hann er pabbi minn en ég þekki hann ekki ennþá á sama hátt og ég þekki mömmu. Kannski skiljið þið mig ekki alveg og kannski skil ég mig ekki alveg sjálfur. Ég er svo lítill ennþá og það er svona í upphafi leigutímabilsins, meðan manni finnst maður ekkert almennilega eiga heima hérna ennþá. En eitt veit ég að minnsta kosti: MAMMA erMAMMA. að verða stökka. Þessi aðferð er þó mjög góð og heppnast alltaf, ef eftir henni er farið: Leggið steikina með pöruna niður í ofn- fast fat og hellið sjóðandi vatni í, mátulega, þannig að paran sé sjálf í vatni. Látið í ofninn við 260 gráða hita og vatnið á að sjóða áfram í nokkrar mínútur. Snúið steikinni við og saltið. Leggið hana á ofnristina með pöruna upp og látið inn í ofninn. Lækkið hitann niður í 150 gráður. Steikið áfram í u.þ.b. klukkutíma á kíló. Látið steikina bíða í minnst 5 mínútur áður en hún er skorin. Sósan Oft getur verið þó nokkuð erfitt að fá sósuna góða vegna þess hve hún er fitumikil. Þó eru ýmis ráð til og þar má nefna að sósa af fuglakjöti verður sterkari og bragðbetri sé innmaturinn soðinn með. Og sumir bæta sinnepi, rifsberjasultu og rjóma út í sósuna. Örlítið vín bætir ekki síður. Rauðkálið Auðvitað eru margir sem nota dósakál en ekki er þvi að neita að gaman er að útbúa sitt eigið rauðkál og ilmurinn er góður í eldhúsinu á meðan á suðunni stendur og minnir óneitanlega á að jólin eru í nánd. Það er enginn vandi að sjóða rauðkál en aðferðin er á þessa leið: Kálið skorið niður þannig að hvíti stokkurinn í miðjunni er fjarlægður en uppskriftin er svona: 1 1/2 kg rauðkál, 50 g smjör, 1 1/2 dl edik, 2 dl saft, helst rifsberjasaft, 1-2 súr epli, dálítill sykur, salt. Þessi uppskrift passar fyrir 8 manns, en það má auðveldlega geyma rauðkálið í vel lokuðu glasi ef afgangur verður. Öllu er blandað saman í potti og látið malla við litinn hita í um það bil 1 klst. Snúið þvi af og til í pottinum. Það má gjarnan sjóða rauðkálið mörgum dögum fyrir jól. Að brúna kartöflur er kannski ekki mikill vandi en til að fá kartöflurnar íallega brúnar á öllum hliðum þarf eftir- farandi: litlar kartöflur henta best, sykurinn, 75 g, er brúnaður og 75 g af smjöri síðan blandað í. Smjörið þarf að bráðna vel saman við sykurinn, en gætið þess að hitinn verði ekki of mikill. Þá er kartöflunum velt upp úr sykurblöndunni. Soðin epli og rifsbeijahlaup Græn epli henta best því að þau eru dálítið súr. Eplin eru afhýdd og skorin í tvennt, kjarninn fjar- lægður. Eplin látin í kalt vatn með sítrónusafa í. Síðan eru þau soðin í 3-4 dl af vatni og 125 g sykri, ásamt 1/2 vanillustöng, í 7-8 mínútur. Raðað á fat og skreytt með rifsberjahlaupi. Rjómaterta fyrir lata, önnum kafna eða klaufska sæl- kera Kaupið tilbúna svampbotna I bakaríinu (eða jafnvel innflutta, þeir eru líka ágætir). Kaupið lika nokkrar makrónu- kökur í bakaríinu (athugið, þær heita víst makrónukökur og eiga ekkert skylt við makkarónur). Myljið kökurnar yfir annan botninn þannig að þær þeki hann vel og ef vill. vætið i herlegheitunum með dálitlu sætu sérríi eða bragðgóðum líkjör sem kann að vera við höndina. Þeytið 1/2 I af rjóma og blandið 1 tsk. af vanillusykri saman við dágóðan slatta sem síðan er skellt yfir makrónurnar og 3-4 msk. af jarðarberjasultu eða einhverri annarri góðri sultu er slett ofan á rjómann. Þá er hinn botninn látinn yfir og þetta látið standa svona í nokkrar klukkustundir í ísskápnum. Þá er afganginum af rjómanum dúndrað ofan á og rifið súkkulaði þar yfir. Þar má líka setja hnetur, möndlur, ávexti og margt fleira. Einfalt, gómsætt og fitandi. Umm! 2 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.