Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 41

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 41
Framhaldssaga — Hann fór úr veislunni um svipað leyti og við, sagði Jonas. Hultén klóraði sér í höfðinu. — Gerðist nokkuð sérstakt í veislunni, sem hefði getað orsakað þessa skyndilegu brottför? — Ekki svo að ég viti, svaraði Jonas. — Þau Katja skiptust að vísu á nokkrum eiturpillum en... —Hann hefur nú varla lagt á flótta þess vegna, greip Hultén fram í. — Jæja, jæja, við ljúkum okkar ætlunar- verki hér, hvað sem því líður. Þau óku niður að hesthúsbygging- unni. Vinnuvélarnar voru aftur komnar á vettvang. Það átti greinilega að ryðja stærra svæði til viðbótar. — Æ, æ, sagði Katja. — Ekki finn ég nú til óblandinnar ánægju að koma hingað aftur. En allt fyrir mál- staðinn. Hins vegar skuluð þið ekki halda, að ég ætli að klifra aftur upp á þetta loft. Það var nóg að eyðileggja eitt pils. — Við sjáum um það, ansaði Hultén. — Það er að segja Anderson. — Á — já, svo það var þess vegna, sem þú vildir endilega hafa hann með, sagði Jonas stríðnislega. — Það er greinilega lúxuslíf að vera lögreglufor- ingi. — Sagðirðu lúxus? andvarpaði Hultén, meðan hann horfði á Anderson brölta upp á skörina. Svo biðu þau full eftirvæntingar, meðan hann leitaði. Þau sáu flöktandi bjarmann frá vasaljósinu hans, sem hann beindi fram og aftur eftir loftinu. — Hér er ekki nokkur hlutur, hrópaði hann loks niður til þeirra. * Úti var allt orðið hljótt, vinnuvélarnar voru þagnaðar. Sennilega höfðu stjórn- endur þeirra tekið sér matarhlé. — En hefurðu fundið eitthvað, sem gæti verið það, sem ég sparkaði í? kallaði Katja. Anderson sveiflaði aftur í kringum sig vasaljósinu. — Nei, hér er ekkert slíkt að sjá. Bíðið þið annars? Niðri ríkti dauðaþögn. Þau heyrðu hann fikra sig innar eftir loftinu. — Viðbíðum, kallaði Hultén. — Ég sá glampa á eitthvað, hrópaði Anderson á móti. Svo koma hann aftur fram á skörina. — Er þetta þessi lykill? Þau horfðu sem dáleidd á hlutinn, sem glampaði á í hendi hans. Svo vó hann sig niður á tunnuna og þaðan nið- ur á gólf. En meðan þau voru að grand- skoða lykilinn sigri hrósandi, heyrðu þau skyndilega háreysti úti fyrir. Klið frá æstum röddum allmargra manna. — Komum nú, sagði lögregluforing- inn. — Við verðum að koma okkur aftur á lögreglustöðina, áður en lykillinn hverfur okkur aftur. — Ég sé nú ekki, að við séum miklu nær, leyfði Anderson sér að segja. — Við vitum ekki ennþá, að hverju lykill- inn gengur. í sama bili kom maður í dyrnar, einn úr vinnuflokknum, sem var að grafa grunnana þar úti fyrir. — Afsakið, við sáum lögreglubílinn... — Já? Ég er Hultén lögregluforingi. Er eitthvað að? — Ja, okkur datt í hug, að þið vilduð kannski líta á svolítið, sem við fundum. Þau litu hvert á annað. Svo gengu þau til dyranna og eltu manninn í átt að vinnusvæðinu. — Skyldu þeir hafa fund- ið eiturlyfjabirgðir? sagði eitthvert þeirra og orðaði þar með hugsanir þeirra allra. Verkamennirnir stóðu í hóp fyrir framan eina skurðgröfuna. Gríðarstór skóflan hékk ógnandi yfir höfðum þeirra, en þeir störðu niður í grópið eftir hana. Nokkrir þeirra höfðu þó snúið sér undan, og Katja þóttist merkja viðbjóð í svip þeirra, jafnvel langt að. Hultén og Jonas voru fyrstir á vett- vang. Þeir beygðu sig fram og horfðu niður. — Oj, oj! sagði lögreglufulltrúinn furðu lostinn. Jonas snerist snarlega á hæli. — Ekki koma nær, Katja! Hún stansaði. — Ég hef engan áhuga á að ofbjóða hugrekkinu. Hvað er þarna? — Lík, sagði hann með hryllingi. — Og það ekki sérlega aðlaðandi. — Nú dámar mér! sagði Hultén lög- regluforingi við Anderson aðstoðar- mann sinn. — Ég er hræddur um, að við verðum að hafa upp á hinum vamm- lausa forstjóra, og það sem fyrst! Nú var allur annar bragur á Hultén lögregluforingja. Honum virtist létta, þegar hann þurfti ekki lengur að berjast við skugga. Katja gat ekki annað en dáðst að því, hversu fljótt og vel allt gekk fyrir sig. Innan lítillar stundar var kominn liðs- auki á staðinn, og allir vissu nákvæm- lega, hvað þeim bar að gera. Hún stóð í hæfilegri fjarlægð ásamt verkamönnun- um, sem fylgdust með störfum lögreglu- mannanna. Jonas kom til hennar. — Viltu, að ég aki þér heim? spurði hann. Henni var kalt, og henni var illt af óhugnaði. Samt hikaði hún við að taka boði hans. — Bráðum. Ég vildi gjarna vita eitthvað meira um þetta. Jonas gaf Hultén bendingu við tæki- færi. — Við verðum að koma okkur heim, sagði hann. — Kötju er kalt. Þarftu nokkuð meira á okkur að halda núna? Augu Hulténs glömpuðu. — Nei, ætli þið hafið ekki lagt nóg til málanna í bili. — Vitið þið af hverjum líkið er? — Þetta er konulík. Það hefur legið hér nokkuð lengi, eitt eða tvö ár að áliti læknisins. En það kemur betur í Ijós síð- ar. Lamparog gjafavörur í miklu úrvaii Opið aiia iaugardaga tiijóia Sendum ípóstkröfu RAFBÚÐ VESTURBÆJAR SÓLVALLAGÖTU 27. - SÍM112470. 52. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.