Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 44
Sakamálasaga eftir Richard Macker
wnekkjan sigldi djúpt í öldudalina og
hallaðist á stjórnborða. Sælöðrið fruss-
aðist yfir opið þilfarið eins og rigning.
Hanna Vik dró regnhettuna yfir höfuðið
og tók fastar um traust járnhandriðið
meðfram borðstokknum.
— Segðu eitthvað, Knut! hrópaði hún
til að breiða yfir mestu hræðsluna.
Knut Movold heyrði ekki í henni.
Hann stóð við stýrið og starði á eyjuna
Vardöya, sem var rétt fyrir utan.
— Knut, halló!
Þá heyrði hann og sneri sér að henni
með spyrjandi svip á sólbrúnu andlitinu.
— Já, hvað?
— Ekkert, ég var bara að segja halló.
— Hún brosti en það var kominn
óróleiki í augnaráð hans.
— Viltu aö við snúum viö?
— Snúum við? Nei, alls ekki. Af
hverju .spyrðu svona heimskulega?
Hann yppti kraftalegum öxlunum.
— Ég hélt ef til vill að...
— Nei, Knut. Það eina sem mig
langar til er að komast í land eins fljótt
og hægt er. Og undir þak, með þér.
Báturinn lenti á ný ofan í öldudal.
Hann vaggaði mikið og aftur steyptist
kaldur sjórinn yfir þilfarið. Hanna
þvingaði sjálfa sig til að sitja róleg og
æpa ekki.
Vardöya lá fyrir framan þau, skógi
vaxin og umkringd klettum en sléttlend.
Sumarparadís í haustskrúða. Báturinn
skreið inn á lygnari sjó og Hanna
varpaði öndinni léttar þegar hún kom
auga á víkina með kunnuglegri bryggj-
unni.
Sumarbústaðurinn stóð á milli hall-
andi furutrjáa. Hanna fann að pínulítið
samviskubit kom yfir hana aftur.
Sumarbústaðurinn var hennar eign en
Arne hafði lagt mikla vinnu í hann. Með
eigin höndum.
Hún nam staðar. Andartak fannst
henni sem hún sæi andlit hans í einum
af frönsku gluggunum. Og hann allan,
þarna í skugganum af verkfæra-
geymslunni. Og í mýrinni undir lyngi
klæddri hæðinni. Hún sá hann þar, alls
staðar og hvergi. Á vissan hátt var hann
þar eins og oft áður. Og hann bar ekki
hlýjar tilfinningar til hennar.
DREGUR
AÐ LEIKS-
LOKUM
Hún heyrði fótatakið fyrir utan. Fótatak sem kom
nær og nær. Hún náði varla andanum. Sem betur
fer eru dyrnar læstar, skaut upp í huga hennar. Á
sama andartaki heyrði hún þrusk og mundi að
Arne átti lykil að sumarbústaðnum . . .
— Hanna, hvað er að?
Knut sagði þetta í lágum hljóðum eins
og hann skildi hvað um var að ræða.
— Ekkert, elskan, ekkert.
Tók hann eftir óörygginu i rödd
hennar? Hann stansaði og sneri sér að
henni. í rólegu augnatilliti hans var
spurning sem krafðist svars.
— Hanna, ef þú vilt fara aftur heim
þá veistu að..
— Ekki tala svona. Andlit hans nálg-
aðist hennar. Dökkt andlitið og trygg
augun.
— Er Arne afbrýðisamur?
Hann spurði varlega, næstum þvíi
feimnislega. Og um leið vissi hún að
þetta var nokkuð sem kom þeim báðum
við.
— Já, þú veist... þó ég skilji það ekki
þá...
Hann strauk vanga hennar.
— Ekki segja neitt. Ekki orð um það
meir.
Hann tók utan um hana, kyssti hana
á ennið.
Þau héldu áfram í átt að sumar-
bústaðnum. Hún sá engin andlit í móðu
lengur. En þegar hún stóð á tröppunum
og fitlaði við lyklakippuna heyrði hún
vindinn hvina við húshornið. Háværan
og stöðugan.
Inni var kunnuglegur ilmur af sprungn-
um viðnum, gömlum bókum, birki, trjá-
kvoðu og þurrkuðum furugreinum.
Sterk lykt, blönduð tjöruilmi, sem henni
hafði alltaf þótt góð.
Brátt snarkaði eldurinn í arninum.
Hitinn breiddist út um líkama Hönnu og
gerði hana rólega og ánægða.
— Ég ætla að elda góðan mat handa
okkur, sagði hún.
Knut strauk henni um hárið og brosti
strákslega.
— Þú ert dásamleg, Hanna. Ég
gleymi aldrei fyrstu máltíðinni heima
hjá ykkur.
Hún hnyklaði brúnir, reyndi að
muna. Já, alveg rétt. Það var áður en
þau urðu svo góðir . . . vinir. Það var í
fyrsta skipti sem Knut heimsótti Arne
og hana, þegar Arne gerði hann að
félaga sínum í fyrirtækinu. Það hlutu að
vera liðin tvö eða þrjú ár síðan. Lamba-
kótilettur, salat, rauðvín, sítrónufrómas.
Já, það hafði heppnast ágætlega.
— Iss, sagði hún. — Það var ekkert.
En núna ætla ég að búa til eitthvað
reglulega gott. Bara handa okkur
tveimur.
Hún sýndi honum inn í stóra horn-
skápinn í eldhúsinu. Arne var vanur að
sjá um að þar væri til nóg af öllu.
Hillurnar svignuðu undan alls kyns
niðursuðuvörum: skinku, krabba,
sveppum, aspas, gæsalifur, krabba-
hölum og kavíar. Nóg af gosdrykkjum,
léttu víni og sterkum drykkjum. Já, og
þar voru jafnvel nokkrar flöskur af
kampavíni.
— Þetta verður ekki erfitt, sagði hún.
— Svo er ég með nýtt brauð, smjör og
ferska ávexti. Það ætti að vera nóg.
Allt í einu sá hún svipbrigði á andliti
hans, svipbrigði sem hún vildi að ekki
hefðu verið þar. Þungbúin og sorg-
mædd.
— Knut, hvað er að?
Hann beit í neðri vörina.
— Ég . . . var að hugsa hvað Arne
hefði sagt. Ég á við ef hann hefði vitað..
— Knut, hættu þessu. Ég á þennan
sumarbústaö. Ég erfði hann eftir for-
eldra mína. Og þegar við Arne skiljum
fær hann ekki eina spýtu úr bústaðnum.
Alveg sama hve mikla vinnu hann hefur
lagt í hann. Hann fær nógu mikið samt.
— Ertu viss um það?
— Um hvað?
— Að þú viljir... skilja?
— Já, við erum búin að tala nóg um
þetta. Það erum bara við tvö núna,
Knut. Þú og ég. Er það ekki rétt?
Hann lagði sterka armana utan um
hana og snerti enni hennar með
vörunum.
— Auðvitað, Hanna. Bara við tvö.
Hann blístraði á meðan hún útbjó
máltiðina.
— Ég ætla að athuga arininn á meðan
þú útbýrð matinn, sagði hann eftir
nokkra stund.
— Gerðu það.
Hann gekk inn í stofuna og hún
44 Vikan 52. tbl.