Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 28
nistandi sviöi kossa hennar var það
síðasta, sem hann vissi í þessum heimi.
Himinninn var myrkur. Skógurinn
dekkri. Engir refir léku sér í rjóðrinu.
Tunglið kom upp og sendi silfurgeisla
sína inn milli trjákrónanna og það
glampaði á brostin augu veiðimannsins.
Bianca þerraði varir sinar á blóm-
blöðum.
„Sjö sofandi. sjö vakandi,” sagði
Bianca. „Viður að viði. Blóð að blóði.
Þið til mín.”
Handan við nokkur tré, eyðilegan
stig, aldingarð og jarðgöng heyrðist
hljóð líkt og eitthvað væri rifið í tvennt.
Þá heyrðist sjöfalt fótatak. Nær. Það
nálgaðist óðum.
Hopp, hopp, hopp, hopp. Hopp, hopp,
hopp. Sjö s\ört og kræklótt i aldin-
garðinum.
Sjö svört og ámáttleg á stígnum milli
limgerðisins.
Það brast í runnum, greinar
brotnuðu.
Inn milli trjánna og að rjóðrinu
hoppuðu sjö kræklótt, vansköpuð og
dvergvaxin tré. Svartur mosinn minnti á
skinnfeld, íbenviðar grímur á kolsvartan
viðinn. Augu eins og lýsandi rifur,
munnur eins og rakur hellisskúti. Fléttu-
skegg. Kræklóttir fingur. Glottandi.
Krjúpandi. Meðandlitin viðjörðu.
„Velkomnir,” sagði Bianca.
Galdradrottningin stóð við gluggann.
Rúðan minnti á vinblöndu. Hún leit i
töfraspegilinn.
„Spegill. Hvað sérðu?”
„Ég sé þig, frú. Ég sé mann í
skóginum. Hann fór á veiðar, en ekki
dýraveiðar. Augu hans eru opin, en
hann er dáinn. Ég sé alla í landinu.
Nema einn.”
Galdradrottningin tók fyrir eyrun.
Fyrir utan gluggann voru ekki lengur
stýfðu kræklóttu trén sjö.
„Bianca,” sagði drottningin.
Það var dregið fyrir gluggana og enga
ljósskímu lagði út. Ljósið logaði i
grunnri skál. Það var fölt eins og
þroskað korn. Það hvíldi á fjórum
sverðum, sem bentu í austur og vestur,
sem bentu i norður og suður.
Fjórir vindar geisuðu í herberginu og
feyktu upp silfurgráu dufti tímans.
Hendur galdradrottningarinnar
bærðust í loftinu líkt og laufblað á vatni
og hún tónaði með skraufþurrum
vörum:
„Pater omnipotens, mitere digneris
sanctum Angelum tuum de Infernis."
Ljósið fölnaði og blossaði upp aftur.
Rautt
sem
blóð
Þama milli sverðhjaltanna fjögurra
stóð engillinn Lucefiel, gullinn og fagur,
andlit í skugga, gylltir vængirnir þandir
og Ijómandi
„Ég veit hvers þú óskar, fyrst þú
ákallaðir mig. Þetta er tilgangslaus ósk.
Þú biður um þjáningar.”
„Þú talar um þjáningar, Lucefiel
lávarður, sem þekkir þjáninguna allra
best. Verri þjáningu en nagla í fótum og
úlnliðum. Verri en þyrnikórónu, bitran
bikar og sverðstungu í siðu. Ég kalla þig
ekki til illverka, því að ég þekki þig,
sonur Guðs, bróðir Sonarins.”
„Þú þekkir mig. Ég skal veita þér ósk
þina.”
Og Lucefiel (sem sumir nefna Satan,
Rex Mundi, en aðrir kalla vinstri hönd
guðs, sem óheillaverkin vinnur) þreif
eldingu af himnum og varpaði henni til
galdradrottningarinnar.
Eldingin lenti í hjarta hennar. Hún
féll til jarðar.
Ljósið féll í gullin augu engilsins, en
þau voru ógnvekjandi og þó ljómandi af
samhygð um leið og sverðin brustu og
hann hvarf.
Galdradrottningin skjögraði upp af
gólfinu. Hún var ekki lengur fogúr,
heldur visin gömul norn.
Lengst inni í hjarta skógarins skein
sólin ekki einu sinni um hádegið. Blómin
uxu í grasinu, en þau voru litlaus. Yfir
þeim var dimmgrænt laufþak, en þar
flögruðu hvit fiðrildi og mölflugur í
grænleitri skímunni. Trjábolirnir voru
sléttir og slímugir eins og stilkur
sjávarjurtar. Leðurblökur flögruðu um
að degi til og fuglarnir héldu, að þeir
væru leðurblökur.
Þarna var gröf vaxin mosa. Beinin
lágu á víð og dreif við hana, ultu að
rótum kræklóttu dvergtrjánna sjö. Þau
líktust trjám. Stundum hreyfðust þau
úr stað. Stundum glitraði á auga eða
tönn í skugganum.
Bianca sat við leiðið og kembdi hár sitt.
Einhver bærði á sér í rökkrinu.
Trénsjö litu við.
Kerlingarhró kom út úr skóginum.
Hún var með herðakistil og öll kreppt,
höfuðið gnæfði fram milli herðanna,
visið og nær hárlaust eins og haus á
gammi.
„Þá erum við komin,” sagði nornin
með hrægammsröddu.
Hún kom nær og lét fallast á hnén og
laut höfði uns andlit hennar nam við
svörðinn og litlaus blómin.
Bianca sat kyrr og starði á hana.
Nornin rétti úr sér. Tennur hennar voru
dökkgular geiflur.
„Ég færi þér hollustueiða nornanna
og þrjár gjafir,” sagði nornin.
„Hvers vegna gerirðu það?”
„Þú ert fljót að hugsa, þó að þú sért
aðeins fjórtán vetra. Hvers vegna?
Vegna þess að við óttumst þig. Ég á að
friöþægja þér með gjöfum.”
Bianca hló. „Sýndu mér þær.”
Nornin rétti út höndina og úr lausu
lofti greip hún silkiband, sem var fléttað
með mannshári.
„Hér er mittisband, sem á að verja
þig gegn brellum prestanna, gegn
krossum og kaleikum og hinu bölvaða
vígða vatni. í það er fléttað lokkum
hreinnar meyjar, lokkum konu, sem ekki
var betri en henni bar að vera, og hári
látinnar konu, og hér—” nú hélt hún
á greiðu I hendinni, blálakkaðri yfir
grænt lakk —er greiða frá hafdjúpinu,
greiða hafmeyjar, til aö töfra og undir-
oka aðra. Greiddu hár þitt með henni og
hafilmurinn fyllir vit mannanna og
sjávarhljóðið eyru þeirra, flóð og fjara
munu fjötra þá. Að síðustu,” bætti nomin
við, „færðu tákn illskunnar, blóðrauðan
ávöxt Evu, eldrautt epli. Bíttu í það og
þú hefur bragðað á aldini Skilningstrés
góðs og ills, sem höggormurinn lofaði
svo mjög.” Aftur rétti hún fram
höndina, sem nú hélt á mittislinda,
greiðu og epli.
Bianca leit á stýfðu trén sjö.
„Mér falla gjafirnar vel, en ég treysti
henni ekki.”
Svipbrigðalausar grímur litu á hana.
Augun glitruðu. Það glamraði i
klónum.
„Samt skaltu hnýta mittislindann um
mitti mitt,” sagði Bianca, „og greiða hár
mitt.”
Nornin hlýddi og brosti heimskulega.
Hún vaggaði til Biöncu eins og frosk-
padda. Hún batt lindann um mitti
hennar. Hún greiddi hrafnsvart hárið.
Allt neistaði. Hvítir neistar frá mittis-
bandinu, eiturgrænir frá greiðunni.
„Bragðaðu nú á eplinu, norn.”
„Það verður stolt mitt,” sagði nornin,
„að segja systrum mínum, að við höfum
deilt eplinu saman.” Og nornin beit I
eplið, smjattaði og tuggði, gleypti og
sleikti út um.
Þá tók Bianca eplið og beit í það.
Bianca veinaði — henni svelgdist á.
Hún spratt á fætur. Hárið flögraði um
hana eins og stormaský. Andlit hennar
varð blátt, steingrátt, hvítt aftur. Hún
hvildi á litlausum blómunum, hreyfðist
hvorki né andaði.
Dvergtrén sjö veifuðu rótunum og
hristu mosavaxin höfuðin, en til einskis.
Þau gátu ekki hoppað án Biöncu. Þau
teygðu fram klærnar og rifu og tættu í
hárlufsur nomarinnar og skikkju hennar.
Hún flýði frá þeim. Hún flýði inn i
skógarrjóðrið, sem var uppljómað af
'Oskunx öllum.
samxnnnumönnum. oc\ ö&rum
landsmötinum cjleöilecjrajóla*
árs oq friöar.
^ SAMBAND (SLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
28 Vikan 52. tbl.