Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 27

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 27
Teikning: RagnhildurStefánsdóttir Smásaga Galdradrottningin fagra opnaði fíla- beinskistilinn, sem töfraspegillinn var geymdur í. Spegillinn var úr rauðagulli, dumbrauður eins og hár galdra- drottningarinnar, sem féll eins og fossa- flóð niður bak hennar. Gullrauður var spegillinn og forn eins og hin stýfðu, kræklóttu tré, sem uxu sjö í hóp fyrir utan bláleita gluggarúðuna. „Speculum, speculum,” sagði galdra- drottningin við töfraspegilinn „Dei gratia." „ VolenteDeo. Audio". „Hvern sérðu, spegill?” spurði galdra- drottningin. „Ég sé yður, frú,” svaraði spegillinn. „Og alla í ríkinu. Nema einn.” „Hvern sérðu ekki, spegill, spegill?” „Ég sé ekki Biöncu.” Galdradrottningin krossaði sig. Hún lokaði fílabeinskistlinum og gekk að glugganum. Hún virti trén fyrir sér. Fjórtán árum áður stóð önnur kona við þennan sama glugga, en hún var ekki lik galdradrottningunni. Hár hennar var hrafnsvart og náði að ökklum niður, kjóllinn blóðrauður og beltið borið undir brjóstum, því að hún var með barni. Konan opnaði gluggann og leit yfir snæviþakinn garðinn. Hún horfði á kræklótt trén og dró upp hvassa beinnál, stakk henni í fingur sér og lét þrjá bióðdropa falla á mjöllina.„Dóttir mín á að hafa hrafnsvart hár eins og ég,” sagði konan. „Hörund hennar á að vera fann- hvitt eins og mitt. Varir hennar blóð- rauðar eins og blóð mitt.” Konan brosti og sleikti fingur sinn. Hún bar kórónu á höfði, sem glitraði líkt og stjörnuskin, en hún lét aldrei sjá sig fyrr en eftir sólsetur. Hún þoldi ekki dagsljósið. Hún átti engan spegil. Galdradrottningin vissi allt þetta. Hún vissi, að fyrri drottningin hafði dáið af barnsförum. Kistan var borin til kirkju og messur sungnar. Fólk sagði, að dropi af vígðu vatni hefði fallið á líkið og mikill reykur gosið upp. Fyrri drottningin færði ríkinu litla farsæld. Uppdráttarsýkin geisaði og við henni var hvergi lækningu að fá. Sjö ár liðu. Konungurinn gekk að eiga seinni drottninguna, sem var jafnólík þeirri fyrri og reykelsi myrru. „Þetta er dóttir mín,” sagði ( konungurinn við seinni drottninguna. Lítil stúlka á áttunda ári stóð fyrir framan þau. Hrafnsvart hárið féll niður að ökklum, hörundið var hvítt sem mjöll. Varir hennar voru rauðar sem blóð og hún brosti. „Þú átt að elska þessa nýju móður þína, Bianca,”sagði konungurinn. Bianca brosti breitt. Tennur hennar voru hvítar og oddhvassar eins og fíla- beinsnál. „Kom,” sagði galdradrottningin, „komdu, Bianca. Ég ætla að sýna þér töfraspegilinn minn.” „Æi, nei, mamma,” sagði Bianca þýðlega. „Mér leiðast speglar.” „Hún er hæversk,” sagði konungurinn. ”Og viðkvæm. Hún fer aldrei út að degi til. Hún þolir ekki sól- skinið.” Um kvöldið opnaði galdra- drottninginn kistilinn, sem spegillinn var geymdur í. „Spegill. Hverja sérðu?” „Ég sé þig, frú. Og alla í ríkinu. Nema einn.” „Spegill, spegill, hvern sérðu ekki?” „Ég sé Biöncu ekki.” Seinni drottningin gaf Biöncu lítinn kross úr gullnu víravirki. Bianca vildi ekki þiggja hann. Hún hljóp til föður síns og hvíslaði: „Já,” sagði Bianca og hún gekk að skartgripaskríni móður sinnar og tók upp kórónu hennar og lét á höfuð sér. Kórónan blikaði eins og stjarna, þegar hún gekk meðal kræklóttu trjánna í rökkrinu. Uppdráttarsýkin, sem hafði geisað um landið, tók sig upp aftur. Við henni var enga lækningu að fá. Galdradrottningin sat á stól við gluggann, sem í var grænleit rúða, og hélt á biblíu, sem bundin var i rósrautt silki. „Yðar hátign,” sagði veiðimaðurinn og laut henni djúpt. Hann var fertugur að aldri, sterkur og glæsilegur, og hann þekkti leyndarmál skóganna og dulmál jarðarinnar. Rautt sem blóð „Ég er hrædd. Ég vil ekki hugsa um Frelsara okkar, sem var krossfestur og kvalinn. Hún ætlar að hræða mig. Segðu henni að fara burt með krossinn.” Seinni drottningin ræktaði villtar, hvítar rósir í garðinum sínum og bauð Biöncu að ganga um garðinn eftir sólsetur. Bianca hörfaði undan. Hún hvíslaði að föður sínum: „Þyrnarnir stinga mig. Hún vill, að ég meiði mig.” Galdradrottningin sagði við konunginn, þegar Bianca var tólf ára: „Það þarf að ferma Biöncu, svo að hún geti gengið með okkur til altaris.” „Það verður ekki,” sagði konungurinn. „Hún var aldrei skírð, því að konanmín bað mig á dánarbeði sínum um að gera það ekki. Hún sárbændi mig, því að hennar trú var ekki okkar trú. Við verðum að virða óskir deyjandi manna.” „Viltu ekki hljóta blessun kirkjunnar?” sagði galdradrottningin við Biöncu. „Viltu ekki krjúpa við gullnar gráturnar fyrir framan marmaraaltarið? Viltu ekki syngja sálma um guð, bragða brauðið og drekka messuvínið?” „Hún vill, að ég svíki móður mína,” sagði Bianca við konunginn. „Hvenær hættir hún að kvelja mig?” Þegar Bianca var þrettán ára reis hún úr rekkju og á lakinu var blettur eins og rautt, rautt blóm. „Nú ertu orðin kona,” sagði fóstra hennar. Honum féllust ekki hendur við dráp, því að það var atvinna hans. Hann drap grannvöxnu og lipru dádýrin, væng- fögru fuglana, flauelsmjúku hérana með döpru augun. Hann kenndi í brjósti um öll dýrin, en hann drap þau um leið og hann fann til með þeim. Vorkunnsemi hélt ekki aftur af honum. Þetta var starf hans. „Líttu út,” sagði drottningin. Veiðimaðurinn leit út um gluggann. Sólin var sest og yngismær gekk undir trjánum. „Bianca prinsessa,” sagði veiði- maðurinn. „En ekki hver?” spurði galdra- drottningin. Veiðimaðurinn krossaði sig. „Ég get ekki sagt það, frú.” „En þú veist það?” „Það vita allir.” „Nema konungurinn.” „Já, hann er grunlaus.” „Ertu hugrakkur?” spurði drottningin. „Ég hef veitt birni á sumrin. Ég hef slátrað úlfum á veturna.” „Ertu nægilega hugdjarfur?” „Ég skal gera mitt besta, ef þér skipið, frú,” sagði veiðimaðurinn. Galdra- drottningin opnaði biblíuna á ákveðnum . stað og tók fram sléttan silfurkross, sem hafði hvílt á orðunum: Þér skutuö eigi óttast ógnir nœturinnar. . . Né farsótt I skjóli myrkurs. Veiðimaðurinn kyssti krossinn og setti hann um háls sér undir skyrtunni. „Komdu nær,” sagði galdra- drottningin, „ég mun segja þér, hvað þú átt að gera.” Innan skamms gekk veiðimaðurinn um garðinn og stjörnurnar blikuðu á næturhimninum. Hann fór til Biöncu, sem stóð undir lágvöxnu, kræklóttu tré og laut að henni. „Prinsessa,” sagði hann, „fyrirgefið mér, en ég færi yður slæmar fréttir.” „Færið mér þær þá,” svaraði stúlkan og lék sér að stilki næturblóms, sem hún hafði lesið. „Stjúpmóðir yðar, sú bölvaða afbrýðisama norn, vill láta myrða yður. Þér verSð að flýja úr höllinni i nótt. Ég skal fylgja yður til skógarins, ef þér viljið leyfa mér það. Þar eru menn, sem munu annast yður, uns yður leyfist að snúa heim aftur.” Bianca horfði á hann með trúnaðar- trausti barnsins. „Ég fer með yður,” sagði hún. Þau fóru út um leynigöng, gegnum jarðgöng, milli aldintrjánna, eftir stig milli hávaxins limgerðis. Myrkrið eitt ríkti, þegar þau komu að skóginum. Greinar trjánna slúttu yfir höfði þeirra og það glitraði á stjörnurnar gegnum limið. „Ég er þreytt,” andvarpaði Bianca. „Má ég hvila mig um stund?” „Já,” sagði veiðimaðurinn. „í þessu rjóðri leika refirnir sér um nætur. Lítið í þessa átt og þér sjáið þá.” „Mikið ertu vitur,” sagði Bianca. „Og glæsilegur.” Hún settist á jörðina og horfði yfir rjóðrið. Veiðimaðurinn dró hnífinn hljóð- laust úr slíðrum og faldi hann í skikkju- fellingunni. Hann gnæfði yfir meyjunni. „Hvað eruð þér að hvísla?” spurði veiðimaðurinn ákveðinn og lagði hönd sína á silkimjúkan hadd hennar. „Orð, sem móðir mín kenndi mér.” Veiðimaðurinn greip um hár hennar og sneri henni við, svo að hvítur hálsinn blasti við honum og beið hnífsins. En hann brá honum ekki, því að hönd hans hélt um rauðgullna lokka galdradrottningarinnar og varir hennar brostu við honum og hún faðmaði hann hlæjandi að sér. „Góði maður, elsku maður, ég var aðeins að reyna þig. Er ég ekki norn? Elskarðu migekki?” Veiðimaðurinn skalf. því að hann elskaði hana, og hann þrýsti henni svo fast að hjarta sér, að hjarta hennar virtist slá í líkama hans. „ Leggðu frá þér hnífinn. Hentu þessum fáránlega krossi. Við þörfnumst þeirra ekki.” Konungurinn kemst ekki í hálfkvisti við þig.” Og veiðimaðurinn hlýddi henni. Hann henti hnífnum og krossmarkinu langt frá sér. Hann faðmaði hana að sér og hún fól andlitið við öxl hans, og 52. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.