Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 18

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 18
áhyggjur af því. Flaug hann daginn sem hann dó? — Já, svaraði Leifur hiklaust. — Hann flaug til Álfaborgar að morgni þess dags. Hann hrukkaði ennið. — Þú veist það fer fljótlega að bregða birtu. Þú færð ekki mikið að sjá í þessari ferð. — Við skulum kalla það reynslu, sagði Gaunt hægt. — Það drepur tímann. 4. kafli. Flugmaður í þetta sinn var ungur, dökkhærður Dani, Jarl Hansen, og hann gekk inn í skýlið rétt i þann mund, sem Leifur og félagar voru að ljúka hleðslu vélarinnar. — Mér þykir gott að hafa félagsskap, sagði hann stutt og laggott, þegar Leifur kynnti þá og þeir tókust í hendur. — Já, og ekki síst í ferðum eins og þessum,að öðrum kosti finnst mér ég vera eins og hver annar vörubilstjóri. Hann tók við flugáætluninni úr hendi Leifs og renndi augunum um hlaðna flugvélina með efasemdarsvip. Auk hins venjulega flutningarýmis I nefi vélarinnar höfðu sætin verið tekin úr henni og hlaðið að aftan. — Allt í lagi, við verðum að reyna að hífa hana upp. Kristin stóð til hliðar. Gaunt veifaði til hennar, klifraði upp I aðstoðarflug- mannssætið og beið, meðan Hansen fór hratt, en samviskusamlega, yfir allt, sem athuga þurfti fyrir flugtak. Stóru, þriggja blaða skrúfurnar tóku að snúast, Hansen veifaði hendinni og ók vélinni út úr skýlinu og áfram að flugbrautinni. Þeir urðu að bíða eftir leyfi til flug- taks, og Hansen rumdi, þegar ástæðan, hin Arkival Air Cessnan, flaug inn yfir völlinn og skellti sér niður á brautina. — Agnar Matthíasson, sagði hann ólundarlega. — Hefurðu hitt hann? Gaunt hristi höfuðið. — íslendingur um fimmtugt og fámálli en naut, upplýsti Hansen. — Leifur lætur hann venjulega annast Álfaborgarflugið, en í þetta skipti var hann sendur með ferðamannahóp til Vestmannaeyja. Brosviprur fóru um munn hans, þegar hin flugvélin ók til hliðar af flug- brautinni. — Jæja, hann rataði þó alltént til baka. Þeir hófu sig til flugs skömmu síðar og hækkuðu flugið ört, tóku skarpa beygju til norðausturs með Reykjavik undir vinstri væng og síðustu geisla hnígandi sólar dansandi á vængjunum. Hansen blístraði lagleysu, meðan hann rétti Cessnuna af og hækkaði flugið enn í allt að átta þúsund feta hæð. Hraðinn var 200 milur á klukkustund. Fyrir neðan þá var byggðin þegar tekin að strjálast og víkja fyrir meiri snjóþyngslum og líflausu landslagi, þar sem útbrunnin eldfjöll stungu hér og þar upp kolli. — Hvernig er áætlunin? hrópaði Gaunt yfir vélargnýinn. — Hún er hrein og bein, svaraði UNDIR FÖLSKU FLAGGI Hansen, rétti honum möppu og benti svo á stóran, bláhvítan jökul, sem var að taka á sig mynd við sjóndeildarhringinn. — Þetta er Langjökull. Við förum til hægri við hann, fljúgum þvi næst yfir Hofsjökul og þá er eiginlega ekki annað eftir en að lækka flugið og lenda. En þér gefst ekki kostur á að sjá mikið, sagði hann og gretti sig yfir birtunni. Daninn hafði á réttu að standa. Það rökkvaði óðum, og nokkrum mínútum síðar lýsti tunglið upp bláhvítan jökulinn. Svo lögðu þeir Langjökul að baki og flugu nú um stund yfir snævi þakta auðn, uns næsti ísþröskuldur, Hofsjökull, mætti þeim. Gaunt horfði niður og stóð sjálfan sig að því að gera sér I hugarlund, hvernig það væri að nauðlenda á slíkum stað. — Eitt gott má um Álfaborg segja, sagði Hansen glaðlega. — Við þurfum ekki að stansa þar lengi. Það er ekki hægt að segja, að þeir taki á móti manni með lúðrablæstri þar, en þeir eru heldur ekki að eyða dýrmætum tíma til einskis. Og ég á stefnumót í bænum I kvöld. — Hver er formaður móttökunefnd- arinnar? spurði Gaunt. — Oftast er það aðalforinginn þarna inn frá, Franz Renotti, Svisslendingur af þeirri gerðinni, sem tyggur nagla og spýtir ryði. Hansen gerði hlé á máli sínu, meðan hann kannaði mælastöðu og leiðrétti stefnuna lítils háttar. Cessnan hafði hnykkt sér til, þegar hún varð fyrir upp- streymi frá jöklinum, sem nú var beint undir þeim. — Hinir þrír eru ekki sem verstir, einn er íslendingur, Pétursson að nafni, og hinir tveir tala eins og Ameríkanar, hvaðan úr heiminum sem þeir koma. — En þátttakendur? —Við flytjum þá inn eftir eins og lömb til slátrunar, sagði Hansen þurrlega. — En ætli þeir komi ekki af frjálsum vilja. Tíu mínútum síðar sögðu þeir skilið við Hofsjökul, Cessnan lækkaði flugið, og Hansen kallaði í talstöðina. Eitthvert muldur heyrðist I tækinu til svars, og hann hélt áfram að lækka flugið, blístraði aftur lagleysu, meðan hann rýndi rannsakandi niður á myrkt lands- lagið. Svo gaf hann frá sér ánægjuhljóð, þegar Ijósaraðir birtust svo til beint framundan. — Mættir á staðinn, tilkynnti hann glaður í bragði. — Álfaborg, það er islenska og þýðir borg álfanna, þótt þeir séu lubbalegustu álfar, sem ég hef nokkurn tíma séð. Þeir lentu á mjórri, ósléttri flugbraut, sneru við úti á enda hennar, óku til baka og námu staðar við þyrpingu lágra húsa sem flest voru myrkvuð. Nokkrir menn, sem höfðu béðið þar, komu að flug- vélinni, þegar Gaunt og Hansen klifruðu út í bitran kuldann. Snjórinn marraði undir fótum þeirra. í sömu andrá ók jeppi með fullum ljósum út úr skugganum af einu húsanna og að flug- vélinni. Hansen ræddi stundarkorn við úlpuklæddan náunga, sem augljós- lega var fyrir móttökunefndinni, svo komu þeir til Gaunt. — Þetta er Franz Renotti, aðalleiðbeinandinn, sagði Hansen stutt- aralega. — Hann segir, að menn hans muni strax snúa sér að þvi að afferma vélina, en þú getir farið yfir á skrif- stofuna, ef þú viljir og fengið þér kaffi. '' Renotti, skeggjaður maður með óblítt augnaráð, rumdi til samþykkis. — Við höfum engar gestastofur hér, sagði hann stuttur í spuna á bjagaðri ensku. — Engan tíma heldur fyrir kynnisferðir um svæðið. Er það skilið? Þegar Gaunt kinkaði kolli, benti Renotti á annan úlpuklæddan náunga. — Einn af nemendum mínum visar þér veginn. Gaunt elti fylgdarmann sinn þennan stutta spöl yfir snjóinn að einum af nálægustu skálunum. Hann ýtti upp hurðinni, og þeir gengu inn I vel lýst her- bergi, sparlega búið húsgögnum, sem augljóslega gegndi hlutverki sem aðalskrifstofa. Gasofn var til upphitunar, og uppi á honum stóð suðandi kaffiketill. Fylgdarmaður hans, ungur maður, dökkur á hörund, sótti krús inn I skáp, fyllti hana af kaffi og færði Gaunt. — Þökk fyrir, sagði Gaunt og tók við krúsinni. Svo benti hann á kaffiketilinn. — Ætlarðu að fá þér kaffi mér til samlætis? — Hamingjan sanna, nei, herra, sagði ungi maöurinn og glotti við honum. — Renotti mundi flá mig lifandi. Hér þýðir ekki að svíkjast um. Svo veifaði hann til Gaunt og hélt aftur út í myrkrið. Gaunt svipaðist um, meðan hann sötraði kaffið. Á minnis- töflu voru nafnalistar og niðurröðun verkefna, nokkur pör af skíðum stóðu upp við vegginn, og rispað borð gegndi decimin til megrunar ffost aðeins hjá: Stór-Reykjavíkursvæðið: Árbœjarapúteki, Háaleitisapóteki, SS Glæsibæ, SS Austurveri, Ásgeiri Efstalamii, Ásgeiri Tindaseli, Kjörvali Mosf., Nosvali Seltj., Heilsuhúsinu, Skólav.stíg 1b Laugarnesapóteki, Vörðufelli Kóp., Víði Starmýri, Víði Austurstræti, Kjötmiðstöðinni, Kaupgarði Kóp., Breiðholtskjöri, Borgarbúðinni Kóp. Landsbyggðin: Stjörnuapóteki, Akranesapóteki, Vestmannaeyjaapóteki, Siglufjarðarapóteki, Apóteki Austurlands, Seyðisfirði, Blönduósapóteki, Akureyrarapóteki, úlfusapóteki, Nesapóteki Neskaupst,. Ljósbaðstofunni Sóleyju Keflavík, Heilsuhorninu, Selfossi. PÓSTKRAFA: PÓSTHÓLF 631, R-1 Sími 31710 & 31711 DECIMIN-umboðið á íslandi XS Vlkan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.