Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 21
Framhaldssaga
Þær dugðu honum. Steinsteypt húsið
blasti við honum í tunglsljósinu,. stirð-
legt og afkáralegt. Það stóð ögn frá
skálaþyrpingunni ásamt litlum, stökum
skúr. Hann varð að fara yfir opið svæði
til að nálgast bygginguna. Stærðar loft-
netsmastur gnæfði upp af flötu þakinu,
og ljós skein úr nokkrum glugganna,
sem voru háir og mjóir.
Aðeins einar dyr voru sýnilegar á
húsinu, og á steinveggnum við hliðina á
dyrunum var áletrað spjald. Gaunt gekk
nær, skjálfandi af kuldanum, sem næddi
gegnum fötin, og las aðvörunina á
spjaldinu: „Óviðkomandi bannaður
aðgangur á öllum tímum”. Þetta var
endurtekið jafnstórum stöfum á
þýsku, frönsku og íslensku.
Ekki vantaði gestrisnina. Gaunt tók í
hurðarhúninn og komst að raun um, að
dymar voru læstar. Hann yppti öxlum
og hélt áfram könnunarleiðangri sínum í
kringum húsið án þess að komast að
nokkru markverðu. Innan úr húsinu
hárust veikir ómar af tónlist.
Nú barst honum nýtt hljóð til eyrna,
drunurnar í jeppanum. Gaunt þrýsti sér
upp að veggnum við húshornið, þegar
UNDIR
FÖLSKU
FLAGGI
jeppinn ók upp að húsinu með fullum
ljósum og nam staðar rétt fyrir utan
dyrnar. Aðeins einn maður var i bílnum,
hann vatt sér út, gekk að dyrunum og
barði hnefanum á hurðina.
Dyrnar opnuðust. 1 ljósinu, sem barst
út um dyrnar, bar Gaunt kennsl á bíl-
stjórann. Það var Garram górilla, og
hans hafði greinilega verið vænst. Þrír
menn komu út úr húsinu og klæddu sig í
úlpur á hlaupunum. Með aðstoð
Garrams tóku þeir að lyfta kössum út
úr jeppanum og bera þá inn í húsið. Þeir
ræddust við, meðan þeir unnu, en of lágt
til að Gaunt heyrði, hvað þeir sögðu.
Einn mannanna hló. í sama bili rann
einn kassinn til — og hláturinn breyttist
í óttablandið varnaðaróp, þegar kassa-
brúnin skall við jörðu Mennirnir stóðu
sem frosnir stundarkorn, svo hló sami
maður aftur, í þetta sinn auðheyrilega
taugaóstyrkur, og þeir tóku aftur til við
verk sitt.
Þegar aðeins einn kassi var eftir i jepp-
anum, komst Gaunt að þeirri niður-
stöðu, að ekki væri skynsamlegt að
staldra lengur við. Hann hraðaði sér
aftur sömu leið og hann kom og not-
færði sér skugga húsanna. Hann náði til
skrifstofuskálans, opnaði dyrnar og gekk
inn fyrir.
— Þér var sagt að bíða hér, sagði
kuldaleg, reiðileg rödd. Franz Renotti
stóð í miðju herberginu, skeggjað andlit
hans sem grafið í stein, og hangandi
hendurnar minntu á ránsfuglsklær. Jarl
Hansen stóð við hlið hans, áhyggju-
fullurásvip.
— Við erum — uh — búnir, sagði
flugmaðurinn ungi næstum afsakandi
— Enginn vissi, hvaðorðið hafði af þér.
— Ég biðst afsökunar.
Gaunt glotti við Renotti og gekk yfir
að ofninum til að orna sér. — Mér datt i
hug aðganga aðeins um, liðka mig, áður
en ég træði mér aftur inn í flugvélina.
I
SESSALON
Vandaðir — Fallegir
Verð aðeins
HUSCOCN
BÓLSTRUN
SKULACOTU 63
SÍMI 25888
REYKJAVÍK - ICELAND
52. tbl. Vikan 21