Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 42

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 42
Framhaldssaga Anderson kom til þeirra andstuttur af ákefð. — Við fundum kvenveski. Það lítur út fyrir að hafa tilheyrt frú Svantes- son. — Alltaf versnar það! — Frú Svantesson? endurtók Katja. — En drukknaði hún ekki? Var hún ekki ein úti að sigla? — Já, hvernig var það nú aftur? sagði Hultén og klóraði sér í höfðinu. — Fannst nokkum tíma báturinn? — Jú, báturinn fannst. Á hvolfi, svar- aði Anderson. — En lík frúarinnar fannst aldrei. — Og hún hafði farið ein út að sigla? — Já. Að vísu höfum við aðeins orð eiginmanns hennar fyrir því. Sjálfur hafði hann fullkomna fjarvistarsönnun, þar eð hann var á skrifstofunni allan daginn. — Við ættum kannski að kanna, hvort þeir Berra og Stickan kunna eitthvað með seglbáta að fara. En nú er orðið brýnt að ná í skottið á forstjóran- um. Hvað sagði eiginlega ráðskonan? Hvert fór hann í nótt? — Þaö vissi hún ekki. Hún sagði bara, aö hann hefði farið á bilnum. — Svo að það var þetta, sem ýtti við honum, sagði Jonas hugsandi. — Hvað áttu við? — Göran hafði orð á því í gærkvöldi, að þaö hefði verið ákveðið að grafa meira hérna. Þið munið, að þetta jarð- rask var rétt að hefjast, þegar hann stakk af til Brasiliu, þangað sem hann var siðan sóttur. Skelfing hlýtur honum annars að hafa létt, þegar hann komst að þvi, hver orsökin fyrir þeirri heim- kvaðningu var, og að jarðvinnslunni hér væri hætt. Svo hefur honum auðvit- að brugðið illa við uppljóstranir Görans í gærkvöldi. — Já, ég var að furða mig á þvi, hvers vegna honum lá allt i einu svo á að kom- ast i burtu úr veislunni, sagði Katja. — Vissi ráðskonan, hvað klukkan var, þegar hann ók burt? spurði Hultén Anderson. — Kiukkan fimm í morgun. Hultén hugsaði sig um. — Við verð- um auðvitað að setja vörð við allar ferj- ur yfir til Danmerkur, ef hann reynir að komast þá leiðina. — Svo heimskur er hann áreiðanlega ekki, sagöi Katja. — Honum er meinað að yfirgefa landið, ekki satt? Og þá yrði hann stöðvaður i flughöfnum og við ferjur, hvort sem þið hefðuð fundið þetta lík eða ekki. Ég hef enga trú á, aö hann reyni það. En mér dettur annað í hug. — Nú, nú? — Þegar ég var í boðinu hjá honum, sem ég sagði ykkur frá, hitti ég þar norska stúlku, sem af einhverjum furðu- legum ástæðum virtist mjög spennt fyrir Svantesson. Hver hefur náttúrlega sinn smekk í þeim efnum. Þessi norska stúlka var á förum til Noregs skömmu eftir þetta boð. Það er rétt hugsanlegt, að Svantesson reyni að komast til hennar. — Hvar átti hún heima? — Það veit ég ekki. En af málfarinu að dæma, hlýtur það að vera í grennd við Osló. — Noregur? sagði Hultén. — Annað hvort kynni hann að leita skjóls hjá þess- ari vinkonu sinni, eöa hann æki beina leið til Fornebu og reyndi að komast í flugvél þaðan. Það getum við hæglega komið í veg fyrir. Þaö er hins vegar erfiðara með landamærin, það er svo víða hægt að komast yfir þau. — Getur hann hafa náð til landamær- anna nú þegar? spurði Jonas. Hultén leit á úrið. — Ekki ennþá. En það gagnar okkur lítið. Við komumst aldrei yfir að aðvara hverja einustu minni háttar tollstöð, og ekki getum við heldur elt hann uppi á bíl. Við höfum náttúrlega samband við allar lögreglu- stöðvar, en hann er vis til að hafa beygt inn á einhvern afskekktan sveitaveg, og svo getur hann komist yfir landamærin fótgangandi eða jafnvel snfkt sér far, ef hann er nógu svalur. Eða hann gæti fengið sér far með lest. Og komist hann yfir landamærin, er erfitt að rekja slóð- ina. — Ég veit um ráð, sagði Jonas glað- hlakkaiega. Hultén horfði skilningssljór á hann. Svo rann upp fyrir honum ljós. — Þú átt við...? Auövitað! Það væri snjallt. En hefurðu nokkuð sofið? Varstu ekki að fljúga í alla nótt? — Ég svaf þrjá tíma í morgun. Það nægir. — Fínt! sagði Hultén hressilega. — Taktu Anderson með þér.Ég verð að stjórna hér. Fljúgðu fyrst yfir þjóðveg- inn i örja, og ef þið sjáið ekkert til hans þar, þá eru það sveitavegirnir í kring. Þið kannist við bílinn, stóran grænan dreka, Anderson veit, hvaða tegund það er. Svona, af stað með ykkur! — Ég kem með, sagði Katja. Jonas sneri sér snöggt að henni. — Nei, vina mín, það gerirðu ekki. Svantes- son forstjóri er grunaður um morð! Ég vil ekki vita þig í nálægð morðingja, ef við höfum upp á honum. — Ég hef aldrei fengið að fljúga með þér. — Við getum nú valið skemmtilegri flugferðen þessa. — En ef eitthvað kemur fyrir þig? — Þá kæmi eitthvað fyrir þig líka, og það kæri ég mig ekki um. Annars hef ég Anderson hérna með sem lífvörð. Mér finnst hann bara býsna traustvekjandi. Svona, upp með hökuna. Varst það ekki þú, sem vildir svo eindregið vera laus við að umgangast mig? — Jú, en það var allt annað. Ég vildi bara iosa þig við áhyggjur i framtíðinni, ekki framtlðina sjálfa, eins og hún legg- ur sig. — Bullukolla, sagði hann hlæjandi og ýfði hár hennar stríðnislega. — Ég hef engan áhuga á áhyggjulausri framtíð. Ég vil bara þig með öllu tilheyrandi, áhyggjum og örvæntingu og vonbrigð- um og öllu saman. Það skerpir bara gáf- urnar. Lognið er miklu verra. Farðu nú heim og snurfusaðu þig dulítið. Þú hefur fengið óhreinindi á jakkann þinn, og það gengur ekki. Þú mátt ekki verða kæru- laus af því að umgangast þetta ómennt- aða dót. Ég verð kominn aftur eftir nokkra klukkutima. Katja stóð og horfði á eftir honum. Hún burstaði óhreinindin af jakkanum döpur á svip. U M þrjúleytið hringdi Jonas. Katja hafði setið við sfmann allan timann, ekki einu sinni þorað að víkja sér frá til að kaupa brauö af ótta við, að hann hringdi á meðan. — Ég verð að vera stuttorður, hróp- aði hann. Sambandið var afleitt. — Anderson bíður eftir mér. Við erum búnir að klófesta kauöa. — Flott! Hvar eruð þið? — Einhvers staðar í Vármland. Við vorum búnir að fljúga fram og aftur yfir ótal vegi, þegar við loksins komum auga á bílinn. Við höfðum samband í gegnum talstöðina og vísuðum lögreglunni á hann, og nú situr hann úti i flugvél. Ég verð kominn heim eftir tvo tíma og kem beint heim til þín. — En ertu nægilega óþreyttur til þess? — Til hvers? Katja roðnaöi, en það gat Jonas náttúrlega ekki séð. — Sá óheflaði gæg- ist öðru hverju upp á yfirborðið, ekki satt? Auðvitað átti ég við flugið heim. — Já, auðvitað. Hvað hefðirðu svo sem getað átt við annað? Katja lét sem hún hefði ekki heyrt spurninguna. — Heyrðu, ég fer út á flugvöll og bið þín þar. — Gerðu það. Ég lofa að vera við- mótsþýðari en síðast þegar þú tókst á móti mér. Bless á meðan! Siðast þegar hún tók á móti honum? Já, það var þeirra fyrsti fundur! Hún minntist þess, hversu fjandsamleg þau höfðu verið hvort við annað. Ekki datt henni þá í hug, að kunningsskapur þeirra yrði lengri. Umferðarþunginn á aðalgötum borg- arinnar var mikill, enda aðeins fáeinir dagar til jóla. Og hún hafði ekki einu sinni haft tima til að hugsa til þeirra. Hvað ætti hún að gefa Jonasi í jóla- gjöf? Kaffivél? Nei, það varð að vera eitthvað fallegt og persónulegt. Æ, hvað var hún annars að hugsa? Var hún ekki nýbúin að segja honum, að hún vildi slita sambandi þeirra? Hvernig endaði þetta eiginlega? K.ATJA var búin að bíða klukku- stundum saman í flughöfninni. Hún hafði þegar fengið sér þrisvar sinnum kaffibolla í kaffistofunni og spurst fyrir hjá upplýsingaþjónustunni að minnsta kosti fimmtán sinnum. Það var komið kvöld og þegar orðið dimmt, þegar hún af tilviljun heyröi fréttir í útvarpi, sem bíðandi farþegi stytti sér stundir við skammt frá henni í biösalnum: „Saknað er lítillar leiguflugvélar, sem síðast sást á flugi yfir Suður-Svíþjóð síð- degis í dag. Vélin fór frá Torsby í Varm- land klukkan 15.15 í dag og ætlaði til Stokkhólms. Einni klukkustund síðar heyrðist frá vélinni suður af Gautaborg, en síðan rofnaði sambandið algjörlega. Um borð í flugvélinni voru, auk flug- manns, maður, sem grunaður er um aðild að morðmáli, svo og lögreglumað- ur, sem gætti hans. Þess vegna er nú ótt- ast, að sá grunaði hafi náð vélinni á sitt vald og þvingað flugmanninn, Jonas Callenberg, til að taka stefnuna til meg- inlandsins. Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur flugvélarinnar ekki orðið vart, þar sem helst hefur þótt koma til greina”. Katja sat lömuð i sæti sínu. Nei! Nei! Þetta gat ekki hafa gerst. Hún gat ekki hafa heyrt rétt. Hún þaut að upplýsinga- borðinu, en þangað hafði sama fréttin einmitt nýlega borist. Þetta var þá rétt! Hún þaut í símaklefa og náði fljótlega sambandi við Hultén. Hann staðfesti enn þessa sömu frétt, sagðist hafa reynt lengi að hafa upp á henni. — Ég kem út á flugvöll, sagði hann, og kvíöinn í rödd hans leyndi sér ekki. Katja lagði símtólið á og starði á skjálfandi hönd sína. Jonas. Ó, Jonas! K.ATJA og Hultén iögreglufulltrúi héldu sig í grennd við aðsetur flugum- ferðarstjórnar til þess aö fá fréttirnar jafnóðum og þær bærust. Katja sat stíf og spennt. Varirnar voru þurrar og samanbitnar, andlitið náfölt. Hultén reyndi að dreifa huga hennar. — Líkið var af frú Svantesson, sagði hann. — Hún hafði verið skotin í bakið. Við vitum náttúrlega, að Berra á skammbyssu og... Framh. ínœsta blaði.' LYKILLINN 42 Vikan 52tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.