Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 62

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 62
Brjóst, kynlrf og þroski Kæri Póstur Hér eru tvær vinkonur í vandrœðum með brjóstin á sér. 1. Hvað í ósköpunum á maður að gera til að þau verði stærri (það er varla gægt að greina að við erum kvenkyns). 2. Er ekki hægt fyrir okkur að byrja á samförum. Við meinum gæti það haft einhver skaðleg áhrif vegna óþroskans (líkamlega). Við erum heldur ekki með reglulegar blæðingar en skiptir það nokkru máli í sambandi við samfarir, eða hvað? Við erum báðar 15 ára og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Tvær í vandræðum P.S. Er algengt að strákar hætti með stelpum þegar þœr vilja ekki gera það með þeim? Við treystum því að þú birtir þetta bréf við erum nefnilega ekki einu stelpurnar sem eru í þessum vandræðum. Þið eruð enn mjög ungar og sennilega ekki búnar að taka út líkamlegan þroska. Blæðingar eru enn óreglulegar og brjóstin eiga væntanlega eftir að stækka. Það er lítið sem ekkert hægt að gera til að flýta þeim vexti. Einna helst ber árangur að gera líkamsæfingar sem stæla brjóst- vöðvana og með því virðast brjóstin stækka. Góð æfing er að teygja út handleggina, teygja þá eins langt aftur á bak og hægt er og síðan framfyrir og klappa saman handarbökunum. Gerið þetta hundrað sinnum í senn. Einnig að teygja handleggina út meðfram hliðunum og blaka þeim ótt og titt. Þið ættuð að geta sótt æfingatima hjá líkams- og heilsuræktarstöðvum og það gæti ef til vill hjálpað. Ef það gagnar ekki er bara að sætta sig við lítil brjóst — margt er verra mannanna bölið en það. Ef samfarir eiga að vera aðilum til ánægju en ekki eitthvert flipp og fálm út í loftið skiptir miklu máli að við- komandi séu orðnir vel þroskaðir bæði líkamlega og andlega. Þetta er mest undir ykkur sjálfum komið hvenær þið teljið ykkur tilbúnar. Ef varlega er að öllu farið í fyrsta sinn hefur það engin skaðleg áhrif en fyrsta kynlífsreynslan er fjarska viðkvæmur atburður og gæti haft áhrif á afstöðu ykkar og ánægju af kynlífi síðar meir. Hafið þvi ekki samfarir nema þið og mótaðilinn óskið þess bæði og séuð tilbúin til þess. Gleymið ekki getnaðar- vörnunum. Pósturinn heldur að strákar og stelpur séu ef til vill ekki svo ólík í þessum efnum þegar allt kemur til alls. Strákar monta sig oft af kynlífsafrekum sinum og þykjast heldur betur miklir menn af því að hafa verið með þessari og hinríi, því fleiri, því betra. En þetta er mest í kjaftinum á þeim. Pósturinn á bágt með að trúa því að strákur hætti með stelpu af þeirri einu ástæðu að hún vill ekki gera það með honum. Ef svo er er gæinn harla lítils virði og engin eftir- sjá í honum. Stelpur mega alls „ekki gera það fyrir strákana” Kynlif er nokkuð sem á að vera báðum aðilum til ánægju en ekki að annar þóknist hinum til að hafa hann góðan eða halda í hann, úr því getur aldrei orðið gott samband hvort sem er. Berið virðingu fyrir sjálfum ykkur og gerið ekkert í þessum efnum sem ykkur langar ekki til. Vandræða handavinnu- kennari Hæ hæ, kæri Póstur Við erum í vandræðum með handavinnukennarann okkar. Hann er búinn að kenna við skólann í 14 ár ogfinnst starfið hundleiðinlegt og lætur það bitna á krökkunum. Hann rekur krakka út úr tímum út af engu og eyðileggur hluti með því að krossa með tússpenna á þá. Til dæmis sagði hann einu sinni við okkur að við ættum að líma og negla og við spurðum hann hvar við ættum að negla. Þá sagði hann að við ættum að vita það. Svo gerðum við það vitlaust og hann rak okkur út úr tímanum. Elsku Póstur láttu þér ekki detta í hug að við séum að ýkja. Tvær öskureiðar Kennarar kvarta oft undan nemendum og nemendur undan kennurum. Póstinum er nokkuð ljóst að það eru til góðir og slæmir kennarar eins og góðir og slæmir nemendur. En kennarar og nemendur verða að starfa saman og það samstarf verður að vera þolanlegt. Þið virðist hafa nokkum skilning á ástæðunum fyrir skapvonsku kennarans (sumsé of langur tími í vistinni) og er það vel, þvi skilningur á ástæðum vandans er fyrsta skrefið á áttina að lausn hans. Kennarinn er þreyttur á ykkur og skólanum og þið eruð þreytt á honum og skólanum. Eruð þið handvissar um að þið eigið enga sök á hvernig málum er komið? Pósturinn ráðleggur ykkur krökkunum að taka ykkur saman og ræða málið við umræddan kennara í ró og næði, engan æsing. Heyrið hvað hann hefur að segja um ykkur og reynið þið síðan að bera fram ykkar kvartanir. Ef til vill væri best að einn eða tveir krakkar úr bekknum hefðu orð fyrir hinum, en siðan geta hinir lagt orð í belg. Það er mjög mikilvægt að reyna þessa leið og húnhefur oft gefist vel. Gætið þess umfram allt að vera sanngjöm jafnvel þótt ykkur finnist kennarinn al ómögulegur er hann það örugglega ekki og þótt ykkur finnist þið alsaklaus er það sennilega líka ofsögum sagt. Ef þessi leið reynist ófær og ástandið jafnóþolandi og áður ættuð þið að kvarta við nemendaráð sem gæti komið kvörtuninni áleiðis, eða við yfirmenn skólans. LUKKUPLATAN Þessa kappa þekkja ðreiðanlega margir. Þeir eru frœgir að endemum fyrir tónlist og ýmis uppátæki. Þeir eru alltaf sjö saman og sjö er happatalan þeirra. Söngvarinn í hópnum er kallaður stuttu og kjarngóðu nafni. Ef þið munið hvað hann er kallaður og hvað hópurinn í heild er yfir- leitt nefndur fyilið út seðilinn hár fyrir neðan. Fyllið síðan seðilinn út að öðru leyti og sendið Vikunni. Fimm nöfn verða dregin úr rétturr lausnum og fá að launum lukkuplötuna. Söngvarinni _____________________erkallaður_________________ Sendandi er: ________________________________________ Heimili ____________________________________________:_______ Póstnúmer_______________________Póststöð____________________ Utanáskriftin er: VIKAN, lukkuplatan '81 52 ; PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK. 62 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.