Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 9

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 9
íslensk kvikmyndagerð Skammt er stórra högga á milli hjá tslenskum kvikmynda- gerðarmönnum. Fyrir augu landsmanna ber hverja myndina annarri betri. Sú nýjasta verður frumsýnd annan jóladag. Kvikmyndin um Jón Odd og Jón Bjarna byggir á víð- frægum sögum Guðrúnar Helgadóttur um þá tvíbura. Ekki endursegir kvikmyndin sögur Guðrúnar. Henni er ætlað að flytja áhorfendum þá speki og glaðværð sem ríkir í sögunum af þessum tvíburum, án þess að vera bara kvik- myndað bókmenntaverk. Vikan bað Helga Gestsson, sem veitt hefur forstöðu kvik- myndafélaginu sem staðið hefur að gerð kvikmyndarinnar um Jón Odd og Jón Bjarna, að segja frá kvikmyndagerðinni. Fer hér á eftir frásögn hans. Kvikmyndin um þá Jón Odd og Jón Bjarna endursegir ekki einfaldlega þær frægu sögur eftir Guðrúnu Helgadóttur. Kvikmyndahandritið skrifaði Þráinn Bertelsson og leitaðist hann við að ná þeim anda sem ríkir í sögum Guðrúnar. Sjálf fylgdist Guðrún með gerð kvik- myndarinnar eftir því sem henni gafst timi til og reyndist okkur afskaplega hjálpleg þegar við leituðum til hennar. Bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna standa vitanlega fyrir sínu enda eru vinsældir þeirra til marks um það. Við gerð kvikmyndahandritsins var reynt að ná fram hnyttni þeirri og hnitmiðun sem finnst í þessum ágætu frásögnum Guðrúnar. Kvikmyndir eru sjálfstætt list- form og myndin um Jón Odd og Jón Bjarna byggir ekki á þvi að menn hafi lesið bækurnar áður. Þótt áhorfendur hafi lesið bækurnar munu þeir ekki sjá þær í myndum á tjaldinu enda er takmark okkar ekki að endursegja bókmenntaverk. Frá byrjun ríkti ennfremur sú stefna að jafnmikið skyldi lagt í þessa kvikmynd eins og hverja aðra. Við reyndum ekki að draga úr kostnaði og vinnu með það sem afsökun að þetta væri „bara fjölskyldumynd”. Kvikmyndinni um Jón Odd og Jón Bjarna er ætlað að bera sig á innanlandsmarkaði. Við vildum forðast að grípa til einhverrra ráða sem gerðu hana „seljanlegri” á erlendum mörkuðu n En il pess ið æmið gangi upp þurfa 65-/U.000 manns að sjá myndina hér. Við höfum gert að gamni okkar og sagt að myndin sé fyrir alla sem eru eða hafa verið börn. Að mínu mati getur þessi kvikmynd orðið sígild, við vonumst svo sannarlega til að hún muni á komandi árum höfða til allra aldurshópa. í aðalhlutverkin og ýmis önnur hlutverk þurfti leikara á barnsaldri. Við fórum því í flesta grunnskóla á höfuðborgar- svæðinu og fengum að lita yfir mannskapinn. Sérstaklega lögðum við okkur eftir að finna tvíbura í aðalhlutverkin. Tvennir tvíburar á höfuðborgar- svæðinu uppfylltu skilyrðin og fyrir valinu urðu Páll Jósefs og Wilhelm Jósefs Sævarssynir. Þórhildur Ýr Arnardóttir leikur Möggu, systur strákanna, og Laufey Sigurðardóttir leikur Önnu Jónu, hálfsystur þeirra. í önnur hlutverk völdum við með þeim hætti að teknar voru Ijós- myndir í skólunum, síðan völdum við úr þeim og höfðum samband við foreldrana. Valinkunnir leikarar fara með Sögufrægu tviburana léku tveir ekta tviburar úr Reykjavík. 52. tbl. Víkan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.