Vikan


Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 30

Vikan - 24.12.1981, Blaðsíða 30
Texti: Þórey O.M.D. Orchestral Manoevres in the Dark (hræðilega langt nafn, enda oftast stytt í O.M.D. eða Orcs.) Kjaminn í O.M.D. er tveir 22 ára gamlir menn frá Liverpool, Andy McCluskey og Paul Humphreys. Þeir semja öll lögin, leika á ýmis hljóð- færi og syngja. Þeim til aðstoðar eru trommuleikarinn Malcolm Holmes, Michael Douglas, sem leikur á hljóð- gervi (synthesizer), og Martin Cooper saxófónleikari. Það var lagið Enola Gay af síðustu plötu O.M.D. ,Organisation, sem skapaði • hljómsveitinni vinsældir og virðingarsess. Nýverið sendi hún frá sér þriðju plötuna, Arictecture and Morality. Á þeirri plötu eru lögin Souvenir og Joan of Arc sem notið hafa velgengni í Bret- landi undanfarið. Andy og Paul eru vandvirkir tón- listarmenn. Þeir vinna vel og lengi að lögum sínum og segjast einungis flytja tónlist sem þeir hafi áhuga á og gaman af sjálfir i þeirri von að aðrir geti notið hennar með þeim. Tónlistin er tækni- vædd og fáguð en jafnframt hugljúf og Ijóðræn. Þeir eru ófeimnir við hvers kyns til- raunastarfsemi í tónlistinni og óttast ekkert fremur en að staðna eins og svo oft vill henda. Miskunnarlaus sjálfs- gagnrýni og sektarkenndin sem henni fylgir sér um að tryggja gæðin. Andy og Paul segjast ekki reyna með tónlist sinni að þóknast plötuút- gefendum og kaupendum. Það er að þeirra áliti andstyggilegt að þurfa að halda áfram að leika tónlist sem flytj- endurnir hafa löngu misst áhuga á einungis til að gera öðrum til geðs eða L Ultravox lauk fyrir nokkru hljómleika- ferð um Bretland. Uppselt var á alla tón- leikana og þótti ferðin mjög vel heppnuð I alla staði. Ultravox er meðal virtustu hljóm- sveita í Bretlandi og Bandaríkjunum um þessar mundir. Fyrr á árinu kom út platan Vienna og samnefnt lag af þeirri plötu naut mikilla vinsælda bæði hér og erlendis. í haust sendi Ultravox síðan frá sér aðra plötu, Rage in Eden, og þykir sú plata ekki gefa Vienna neitt eftir. Það er léttara yfir I Rage in Eden. Hún er ekki eins grafalvarleg og nöturleg og Vienna og þar er meira að segja að finna nokkur fjörug lög. Það hefur ekki alltaf blásið jafn- byrlega fyrir Ultravox. i sex ár hefur hljómsveitin starfað en það var ekki fyrr brigðunum á lögin, því heima er best þrátt fyrir heimsfrægðina. Líkleg skýring á hve lengi Ultravox var að vinna sig í áliti heima fyrir liggur í því hve mjög þeim félögum er umhugað um að vanda vinnubrögð sín. Þeir segjast aldrei hafa rokið til og leikið lag inn á plötu vegna þess eins að það væri líklegt til vinsælda. Komst þó að seint færi. en söngvarinn John Fox fór leiðar sinnar að málin tóku að þróast sveitinni I hag. Hljómborðsleikarinn, gítar- leikarinn og söngvarinn úr Thin Lizzy, Midge Ure, tók sæti hans. Þetta var nokkurt hættuspil fyrir hann en hann tók áhættuna og þarf ekki að sjá eftir því. Ultravox þykir einstaklega skemmti- leg áheyrnar á tónleikum. Skrautleg Ijós og margs konar sviðsbúnaður er jafnan notaður en er aldrei yfirgnæfandi. „Tónlistin er aðalatriðið, við viljum ekki að hún drukkni í ljósabaði og leik- brellum,” segir Midge Ure. „Á sviði notum við Ijós og útbúnað til þess að auka áhrif tónlistarinnar, til að skapa stemmningu í takt við inntak hennar sem hjálpar áhorfendum að skilja og skynja tónlistina betur en beinir ekki athyglinni frá henni. Vienna náði því aldrei að komast í efsta sæti vinsældalistans í Bretlandi þótt svo færi víða annars staðar. En lagið er aðalsmerki hljómsveitarinnar. Á tónleikum vilja allir heyra Vienna en þótt það sé þrælgott lag er það ekki eina lagið okkar og við ætlum ekki að eyða ævinni í að leika sí og æ gömlu lummurnar okkar eins og sumar hljóm- sveitir virðast gera sér að góðu. Við viljum vanda plöturnar okkar, lögin eru löng og við viljum hafa alla vinnu við upptökurnar pottþétta.” Hljómsveitin var þrjá mánuði i Þýskalandi við upp- tökur á Rage in Eden en varð síðan að koma heim til Englands og vinna plötuna að hluta þar til að ná réttu blæ-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.